Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2025 06:02 Yaqubu er þreyttur á því að haldið sé vöku fyrir fjölskyldunni. Íbúi í Sandgerði er langþreyttur á áreiti skólakrakka í smábænum. Tvær nætur í röð hefur verið barið á hurðina hjá honum seint um kvöld og segist hann auk þess hafa upplifað kynþáttafordóma af hálfu krakkanna. Athæfið segir hann vera komið af samfélagsmiðlinum TikTok. „Það hefur oft verið gert dyraat heima hjá mér en ekkert í líkingu við þetta,“ segir Yaqubu Oriri íbúi í Sandgerði og starfsmaður Isavia. „Núna hefur það gerst í tvígang að tólf ára gömul dóttir mín er sofnuð þegar þeir hlamma sér á hurðina hjá mér, þrír unglingspiltar.“ Segir Yaqubu þetta hafa valdið mikilli skelfingu á heimilinu. Í eitt skiptið hafi hann opnað hurðina örskömmu eftir að strákarnir létu til skarar skríða og þeir þá sent honum fingurinn og auk þess látið hann heyra það með rasískum ummælum um hann og fjölskyldu hans. „Það er ástæða þess að ég ákvað að tilkynna þetta til lögreglu. Stuttu síðar fór ég á röltið að athuga hvort ég myndi sjá þá, og viti menn þeir voru staddir á skólalóðinni við Sandgerðisskóla og mig langaði að ná tali af þeim til að biðja þá um að hætta þessu en þeir flúðu bara af vettvangi.“ Allt af TikTok Yaqubu segist vegna þessa hafa ákveðið að láta skólastjórn vita af málinu. Hann hafi áhyggjur af dóttur sinni í skólanum og því að hún verði fyrir fordómum. Þar hafi hann fengið þau svör að dyraat á borð við þetta væri nú í tísku á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður. Að þetta væri víst orðið mjög algengt á TikTok, líkt og um TikTok dans sé að ræða. Ég veit ekki hvað verður í kvöld en ég er að vona að við fjölskyldan getum fengið eitt rólegt kvöld, í friði.“ Suðurnesjabær Kynþáttafordómar Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Sjá meira
„Það hefur oft verið gert dyraat heima hjá mér en ekkert í líkingu við þetta,“ segir Yaqubu Oriri íbúi í Sandgerði og starfsmaður Isavia. „Núna hefur það gerst í tvígang að tólf ára gömul dóttir mín er sofnuð þegar þeir hlamma sér á hurðina hjá mér, þrír unglingspiltar.“ Segir Yaqubu þetta hafa valdið mikilli skelfingu á heimilinu. Í eitt skiptið hafi hann opnað hurðina örskömmu eftir að strákarnir létu til skarar skríða og þeir þá sent honum fingurinn og auk þess látið hann heyra það með rasískum ummælum um hann og fjölskyldu hans. „Það er ástæða þess að ég ákvað að tilkynna þetta til lögreglu. Stuttu síðar fór ég á röltið að athuga hvort ég myndi sjá þá, og viti menn þeir voru staddir á skólalóðinni við Sandgerðisskóla og mig langaði að ná tali af þeim til að biðja þá um að hætta þessu en þeir flúðu bara af vettvangi.“ Allt af TikTok Yaqubu segist vegna þessa hafa ákveðið að láta skólastjórn vita af málinu. Hann hafi áhyggjur af dóttur sinni í skólanum og því að hún verði fyrir fordómum. Þar hafi hann fengið þau svör að dyraat á borð við þetta væri nú í tísku á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður. Að þetta væri víst orðið mjög algengt á TikTok, líkt og um TikTok dans sé að ræða. Ég veit ekki hvað verður í kvöld en ég er að vona að við fjölskyldan getum fengið eitt rólegt kvöld, í friði.“
Suðurnesjabær Kynþáttafordómar Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent