Allt stopp á lokametrunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. ágúst 2025 17:40 Framkvæmdir við loftlínuhluta Suðurnesjalínu 2 eru í biðstöðu. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við loftlínuhluta Suðurnesjalínu 2 eru nú í biðstöðu á meðan beðið er niðurstöðu í dómsmálum sem tengjast verkefninu. Verkefnastjóri segir þetta hafa áhrif á raforkuöryggi á Suðurnesjum en til stóð að taka hana í notkun nú í haust. Búið er að reisa 69 af 86 möstrum línunnar og hefur leiðari hefur verið strengdur á milli 50 þeirra. Í tilkynningu frá Landsneti segir að nánast allri vinnu á línuleiðinni sé því lokið nema á þeim jörðum þar sem eignarnám og dómsmál standa yfir. Þegar hafi samningar náðst við 96% landeiganda en ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hafi heimilað eignarnám á þeim jörðum þar sem samkomulag hafi ekki tekist. Mál þessa efnis bíður nú meðferðar Hæstaréttar. Daníel Scheving Hallgrímsson verkefnastjóri hjá Landsneti segir það að framkvæmdir séu í biðstöðu hafa áhrif á raforkuöryggi á Suðurnesjum. Til stóð að taka línuna í notkun í haust en nú sé ljóst að það takist ekki og óljóst sé hvenær það verði hægt. „Í dag er bara ein tenging frá höfuðborginni að Reykjanesi, Suðurnesjalína 1. Yfirleitt þýðir það ef að hún slær út þá verður Reykjanesið rafmagnslaust í einhvern tíma. Í dag er öryggi bara ekki nógu gott.“ Aukið öryggi náist ekki fyrr en hægt verði að taka Suðurnesjalínu 2 í notkun. Þá fylgi línunni einnig aukin flutningsgeta sem skipti töluverðu máli fyrir fyrirtæki á svæðinu. Rafmagn Suðurnesjalína 2 Almannavarnir Dómsmál Vogar Skipulag Reykjanesbær Suðurnesjabær Tengdar fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Fyrsta mastur Suðurnesjalínu 2 reis við Kúagerði í morgun. Alls munu 86 mastur rísa vegna lagningar línunnar og markaði framkvæmdin í morgun því tímamót í verkefninu. 21. maí 2025 14:21 Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Landsnet og Sveitarfélagið Voga af öllum kröfum landeigenda í Vogum, sem kröfðust þess að framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 yrði ógilt. 23. apríl 2025 13:21 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Búið er að reisa 69 af 86 möstrum línunnar og hefur leiðari hefur verið strengdur á milli 50 þeirra. Í tilkynningu frá Landsneti segir að nánast allri vinnu á línuleiðinni sé því lokið nema á þeim jörðum þar sem eignarnám og dómsmál standa yfir. Þegar hafi samningar náðst við 96% landeiganda en ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hafi heimilað eignarnám á þeim jörðum þar sem samkomulag hafi ekki tekist. Mál þessa efnis bíður nú meðferðar Hæstaréttar. Daníel Scheving Hallgrímsson verkefnastjóri hjá Landsneti segir það að framkvæmdir séu í biðstöðu hafa áhrif á raforkuöryggi á Suðurnesjum. Til stóð að taka línuna í notkun í haust en nú sé ljóst að það takist ekki og óljóst sé hvenær það verði hægt. „Í dag er bara ein tenging frá höfuðborginni að Reykjanesi, Suðurnesjalína 1. Yfirleitt þýðir það ef að hún slær út þá verður Reykjanesið rafmagnslaust í einhvern tíma. Í dag er öryggi bara ekki nógu gott.“ Aukið öryggi náist ekki fyrr en hægt verði að taka Suðurnesjalínu 2 í notkun. Þá fylgi línunni einnig aukin flutningsgeta sem skipti töluverðu máli fyrir fyrirtæki á svæðinu.
Rafmagn Suðurnesjalína 2 Almannavarnir Dómsmál Vogar Skipulag Reykjanesbær Suðurnesjabær Tengdar fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Fyrsta mastur Suðurnesjalínu 2 reis við Kúagerði í morgun. Alls munu 86 mastur rísa vegna lagningar línunnar og markaði framkvæmdin í morgun því tímamót í verkefninu. 21. maí 2025 14:21 Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Landsnet og Sveitarfélagið Voga af öllum kröfum landeigenda í Vogum, sem kröfðust þess að framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 yrði ógilt. 23. apríl 2025 13:21 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Fyrsta mastur Suðurnesjalínu 2 reis við Kúagerði í morgun. Alls munu 86 mastur rísa vegna lagningar línunnar og markaði framkvæmdin í morgun því tímamót í verkefninu. 21. maí 2025 14:21
Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Landsnet og Sveitarfélagið Voga af öllum kröfum landeigenda í Vogum, sem kröfðust þess að framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 yrði ógilt. 23. apríl 2025 13:21