Samfylkingin

Fréttamynd

„Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“

Forsætisráðherra heitir því að atkvæðagreiðsla um veiðigjaldafrumvarpið fari fram fyrir þinglok og að málinu verði ekki frestað fram á haust. Hún segir minnihlutann ekki einungis hafa haldið uppi málþófi í veiðigjaldamálinu og raunar hafi hann málþæft í málum þar sem stjórnarflokkar og stjórnarandstaða eru sammála. 

Innlent
Fréttamynd

Vill vindorkuver í Garps­dal og breytir til­lögu stjórnar

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt til að virkjunarkosturinn Garpsdalur í Reykhólahreppi verði settur í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Með því breytir hann tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar og þetta er í fyrsta skipti sem ráðherra leggur til þá breytingu á tillögu verkefnisstjórnar að virkjunarkostur fari í nýtingarflokk.

Innlent
Fréttamynd

Rembihnútur á þinginu en ör­þrifa­ráð ekki til um­ræðu

Frumvarp um veiðigjöld er eitt á dagskrá Alþingis í dag og búast má við löngum og miklum umræðum. Þingflokksformenn mættu til vikulegs fundar með forseta þingsins í morgun og enn eru þinglokasamningar ekki í höfn. Þingflokksformenn segja rembihnút kominn á viðræðurnar sem sigldu í strand um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin í stórsókn á lands­byggðinni

Samfylkingin mælist nú með mest fylgi allra flokka í öllum kjördæmum, öllum aldursflokkum, öllum menntunarhópum og öllum tekjuhópum. Athygli vekur að flokkurinn bætir mestu fylgi við sig á landsbyggðinni, sér í lagi í Norðausturkjördæmi þar sem hann bætir við sig 5,6 prósentum.

Innlent
Fréttamynd

Mesta fylgi síðan 2009

Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega.

Innlent
Fréttamynd

Sonur Rögnu og Árna fæddur

Sonur Rögnu Sigurðardóttur, læknis og þingmanns Samfylkingar, og Árna Steins Viggósonar fæddist þann 23. júní. Árni og Ragna tilkynntu um fæðinguna í kvöld á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Það þarf ekki að biðjast af­sökunar á því að segja satt

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fór í viðtal við Kastljós í vikunni. Þar ræddi hún meðal annars málflutning stjórnarandstöðunnar í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda og sagði meðal annars: „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu.“

Skoðun
Fréttamynd

„Ég mun standa með mínum ráð­herra“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tók ekki undir með Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Sjálfstæðisflokksins þegar hún sagðist treysta því að Kristrún viðurkenndi að hafa farið yfir línuna, með því að segja málflutning stjórnarandstöðunnar um veiðigjöld í „falsfréttastíl“.

Innlent
Fréttamynd

Pólitískt hug­rekki og pólitískt hug­leysi: ó­lík stefna tveggja systurflokka

Við stjórnvölinn í Danmörku sitja nú sósíaldemókratar, undir forystu Mette Fredriksen sem leiðir þar samsteypustjórn Jafnaðarmannaflokksins, Venstre og Moderaterne - ekkert ósvipað og Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur Fólksins hér heima. Danski Jafnaðarmannaflokkurinn getur með réttu talist systurflokkur hinnar íslensku Samfylkingar, svo nauðalík er pólitísk sýn og stefnuskrá þessara tveggja flokka. En eitt skilur á milli: á meðan annar þessara flokka hefur sýnt pólitískt hugrekki til að taka erfiðar en nauðsynlegar ákvarðanir þá sýnir systurflokkurinn pólitískt hugleysi með því að ýmist stinga höfðinu í sandinn eða þá reyna að kæfa umræðu um erfið mál.

Skoðun
Fréttamynd

Fast­eigna­gjöld eru lág í Reykja­vík

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu fram tillögu gegn auknum tekjum í borgarsjóð. Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári – eða heila átta milljarða á einu kjörtímabili? Fyrir hverja vill Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn niðurgreiða húsnæði?

Skoðun
Fréttamynd

Tími til að notast við réttar tölur

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Heiðrún Lind Marteinsdóttir, skrifaði grein sem birtist á þessum vettvangi í gær. Þar eru settar fram alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda segir til um.

Skoðun
Fréttamynd

Senda þjóðinni „skýr skila­boð“ á óróatímum

Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin verða áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands og ekki verður eðilsbreyting á sambandi Íslands og NATO. Þá verður ráðist í að styrkja innviði hér á landi sem styðja við öryggi og varnir landsins og er markmiðið að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Fimm stað­reyndir fyrir Gunn­þór Ingva­son

Forstjóri Síldarvinnslunnar og nýr formaður SFS ritar grein á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „Tökum samtalið“. Strax í fyrstu línu fellur grein Gunnþórs Ingvasonar hins vegar á því prófi sem mikilvægast er til þess að hægt sé að eiga vitrænt og heiðarlegt samtal – prófi sannleikans.

Skoðun
Fréttamynd

Flaug í einkaflugi með Støre

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur farið í átta ferðir til útlanda til að sækja tíu fundi og fara í eina vinnuheimsókn frá því að hún tók við embætti í lok síðasta árs. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja lækka fast­eigna­skatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“

Borgarfulltrúar Framsóknar leggja til lækkun álagningarhlutfalls fasteignagjalda íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis, sem myndi skila tæplega tveimur milljörðum króna til borgarbúa. Oddviti Framsóknar í borginni segir tillöguna ekki popúlíska, enda eigi borgarsjóður vel fyrir henni eftir ráðdeild í rekstri borgarinnar undanfarið. Þá segir hann áform ríkisstjórnarinnar um að rukka borgarbúa um auðlindagjald af jarðhita fráleit.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“

Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um­ræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum

Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi.

Innlent