Fréttamynd

Karl sagður hafa tekið við milljónum frá Katar

Karl Bretaprins er sagður hafa tekið við milljónum evra í reiðufé á fundum sínum með fyrrverandi forsætisráðherra Katar. Fulltrúar konungsfjölskyldunnar fullyrða að féð hafi strax runnið til góðgerðasamtaka prinsins.

Erlent
Fréttamynd

Vilhjálmur og Katrín flytja úr höll í „lítil­fjör­legt“ hús

Vilhjálmur Prins og Katrín Middleton, hertogaynjan af Cambridge, hafa ákveðið hvert þau hyggjast flytja næst. Þau ætla að flytja frá Kensington höll inn í „lítilfjörlegt“ fjögurra svefnherbergja hús á Windsor-landareigninni til að vera nær drottningunni og tryggja börnum sínum góða skólagöngu.

Lífið
Fréttamynd

Hefur nú setið á valda­stóli næst­lengst allra þjóð­höfðingja

Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga

Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrverandi Spánarkonungur snýr heim úr útlegð

Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar, sneri heim úr 2ja ára útlegð um helgina. Þjóð og þing eru klofin í garð konungs, þingmenn vinstri flokkanna kalla hann samviskulausan þjóf, en hægri flokkarnir fagna heimkomu hans.

Erlent
Fréttamynd

Bretaprins hrósar Jake Daniels fyrir hugrekki sitt

Vilhjálmur Bretaprins hrósaði Jake Daniels fyrir hugrekkið sem hann sýndi þegar hann greindi frá því að hann væri samkynhneigður. Daniels er eini núverandi atvinnumaður Bretlands í fótbolta sem er opinberlega samkynhneigður.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þreytt og þreklaus“ eftir Covid

Elísabet Bretadrottning segist þreytt og þreklaus eftir að hún smitaðist af Covid-19 í febrúar. Drottningin, sem verður 96 ára gömul í þessum mánuði, sýndi væg einkenni og hafði þeim verið líkt við flensu.

Erlent
Fréttamynd

Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs

Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni.

Erlent
Fréttamynd

Harry stefnir út­gefanda Daily Mail

Harry Bretaprins hefur höfðað meiðyrðamál gegn útgefanda breska dagblaðsins Daily Mail vegna greinar sem Mail On Sunday birti á sunnudag um öryggismál Harry og fjölskyldu.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.