Framsóknarflokkurinn

Fréttamynd

Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að halda loðnuvöktun áfram

Mikilvægt er að halda vöktun loðnu áfram næstu vikur þótt tíminn til loðnuleitar sé að renna út, segir þingmaður Framsóknarflokksins. Loðnubrestur muni hafa gífurleg áhrif á uppsjávarfyrirtæki og því þurfi að stunda markvissar rannsóknir til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar

Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum

"Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn.

Innlent
Fréttamynd

Framliðnir hluthafar í flokkshúsi Framsóknar

Hlutur Framsóknarflokksins í félagi sem á höfuðstöðvar flokksins hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Flokksmönnum stóð til boða að kaupa hlut í félaginu þegar safnað var fyrir höfuðstöðvum.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu

Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarflokkurinn í 100 ár

Framsóknarflokkurinn á sér mikla sögu og hann endurnýjar sig stöðugt. Hann átti erindi við þjóðina fyrir hundrað árum og hann á enn erindi við þjóðina.

Skoðun
Fréttamynd

Gleymdu lögum um þjóðaratkvæði

„Ég er að leggja þetta fram til að þjóðin fái að segja álit sitt á málinu,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sjö þingmanna úr öllum flokkum nema Samfylkingu um þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Guðni sakar Hjálmar um að ganga á bak orða sinna

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, segir framboð Hjálmars Árnasonar í fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Guðni sakar Hjálmar um að hafa gengið á bak orða sinna því fyrir um mánuði hafi hann lýst yfir stuðningi við Guðna í fyrsta sæti.

Innlent
Fréttamynd

Hjálmar vill standa í brúnni

Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir engan eiga neitt í pólitík og því líti hann ekki á sem svo að hann sé að fara gegn Guðna í prófkjöri framsóknarmanna í Suðurkjördæmi. Hann sé búinn að vera fyrsti stýrimaður í tólf ár og vilji nú athuga hvort að fyrsti stýrimaður fái ekki að fara eins og einn róður.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.