Veður

Veður


Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rigning með köflum víðast hvar

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan og austan 5-13 m/s í dag. Lægð skammt suður af landinu þokast vestur. Það rignir víða frá henni, einkum á Suðausturlandi en norðaustanlands styttir upp með morgninum. Hiti verður á bilinu 8 til 15 stig. 

Veður
Fréttamynd

Blautt víðast hvar

Nokkrar minniháttar lægðir hringsóla kringum landið og tilheyrandi úrkomusvæði valda blautviðri víðast hvar um helgina. Norðaustan strekkingur eða allhvass vindur á Vestfjörðum í fyrstu, en annars mun hægari vindur.

Veður
Fréttamynd

Má reikna með vatna­vöxtum suðaustan­til

Veðurstofan spáir austan átta til fimmtán metrum á sekúndu á austanverðu landinu í dag og hvassara um tíma suðaustantil og við austurströndina. Það verður þó mun hægari á vesturhelmingi landsins.

Veður
Fréttamynd

Rigning í dag

Spáð er norðaustan 5-13 metrum á sekúndu og rigningu í dag, talsverðri um tíma suðaustantil, en þurrt um landið vestanvert fram eftir degi.

Veður
Fréttamynd

Hitamet féll á Egils­stöðum í ágúst

Hiti mældist hæstur á landinu 29,8 stig við Egilstaðaflugvöll þann 16. ágúst og er það mesti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. Eldra met var 29,4 stig á Hallormsstað í lok ágúst 2021. Þetta er jafnframt mesti hiti sem mælst hefur á sjálfvirkri veðurstöð á Íslandi og hæsti hiti sem skráður hefur verið í landinu frá árinu 1946, þegar hitinn fór í 30,0 stig á Hallormsstað.

Innlent
Fréttamynd

Dregið hefur úr skriðuhættu

Eftir tvo mjög úrkomusama daga á Austfjörðum stytti að mestu upp í gærkvöldi og nótt og dregið hefur úr skriðuhættu á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Létt­skýjað vestan- og sunnan­til en blautara annars staðar

Víðáttumikil lægð skammt norður af Skotlandi stjórnar veðrinu á landinu í dag og á morgun og má reikna með norðaustan kalda eða stinningskalda með rigningu á norðan- og austanverðu landinu. Gert er ráð fyrir talsverðri úrkomu á Austfjörðum um tíma í dag, en yfirleitt léttskýjuðu sunnan- og vestanlands.

Veður
Fréttamynd

Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnan­til

Djúp og víðáttumikil lægð er nú vestur af Írlandi sem sendir skilabakka með rigningu og súld yfir landið. Þó verður lítil sem engin úrkoma suðvestantil, enda hlémegin og er úrkomuákefðin ávallt mest áveðurs.

Veður
Fréttamynd

Boðar sumar­veður inn í septem­ber

Blíðviðri er í kortunum á suðvesturhluta landsins. Búist er við miklu sólskini í dag og á morgun, þótt einhverjar síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla. Veðurfræðingur segir spána afar hagstæða á höfuðborgarsvæðinu, og á Suður- og Vesturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Hlýtt og rakt loft yfir landinu

Hin djúpa lægð sem olli hvassri austanátt syðst á landinu í byrjun vikunnar er nú komin suðaustur að Skotlandi og eru vindar á landinu því hægir.

Veður
Fréttamynd

Fjár­hús varð öldu­gangi að bráð

Gríðarlegur sjógangur er við Vík í Mýrdal þar sem sjóvarnargarður rofnaði og fjárhús varð sjónum að bráð. Óttast er að annað hús sem er við sjóinn, hesthús, gæti farið sömu leið. 

Innlent
Fréttamynd

Metaregn í hlýindum á Ís­landi

Óvenjuleg hlýindi hafa einkennt það sem af er ári. Vorið var það hlýjasta sem sögur fara af og maí og júlí voru þeir hlýjustu á landsvísu frá upphafi mælinga. Ný landsmet voru einnig slegin fyrir bæði maí og ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Blæs hressi­lega af austri á landinu

Leifar fellibylsins Erin er nú um 450 kílómetra suður af Vestmannaeyjum og er þrýstingur í miðju hennar 962 millibör, sem er mjög djúpt fyrir árstímann. Það mun enda blása hressilega af austri á landinu í dag.

Veður