Veður

Veður


Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Austan stormur og gular við­varanir á morgun

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir nærri allt landið á morgun. Enn eru í gildi á miðhálendi og Suðausturlandi en í fyrramálið taka gildi nýjar viðvaranir alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðaustur- og Austurlandi.

Veður
Fréttamynd

Bæta við gulri við­vörun á Vest­fjörðum og mið­há­lendi

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðausturland, miðhálendi, Suðurland og Vestfirði. Fyrir voru í gildi viðvaranir fyrir Suður- og Suðausturland en Veðurstofan hefur þannig bætt við viðvörunum á Vestfjörðum og Miðhálendi. Viðvörun á Vestfjörðum tekur gildi klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 22 annað kvöld.

Veður
Fréttamynd

Hvasst sunnan­til og víða rigning eða slydda

Víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu veldur áframhaldandi austan- og norðaustanáttum með rigningu eða slyddu öðru hvoru, þó að verði lengst af þurrviðri á Suður- og Vesturland.

Veður
Fréttamynd

Hvass­viðri syðst á landinu

Hæðin yfir Grænlandi heldur velli eins og undanfarna daga og lægðir langt suður í hafi halda fremur mildri austan- og norðaustanátt að landinu.

Veður
Fréttamynd

Smá rigning eða slydda víða

Dálítilli rigningu eða slyddu er spáð víða á landinu í dag en þurrt verður að mestu á Vesturlandi. Hiti er 0 til 9 stig og mildast við suðurströndina.

Veður
Fréttamynd

Gefa út lit­lausa við­vörun

Veðurstofan varar við snörpum vindhviðum á morgun undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar kemur fram að varasamt sé að aka um svæðið á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. 

Innlent
Fréttamynd

Hiti gæti náð upp undir 10 gráður

Bjart verður að mestu suðvestanlands í dag, laugardag, en búast má við rigningu, slyddu eða súld með köflum um austanvert landið og einnig við norðurströndina. Gert er ráð fyrir norðaustanverðri vindátt, 8 til 15 metrum á sekúndu, hægari norðaustanlands, en 10-18 syðst.

Veður
Fréttamynd

Önnur mesta rýrnun Hof­sjökuls frá upp­hafi mælinga

Í nóvember mældist önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga. Rúmmál jökulsins hefur á 38 árum rýrnað úr um 200 rúmkílómetrum í um 165 rúmkílómetra, sem jafngildir um 17 prósenta minnkun. Flatarmálið hefur dregist saman um 15 prósent á sama tímabili og er nú komið niður fyrir 790 km2.

Innlent
Fréttamynd

Þota til Egils­staða í kvöld til að flytja veðurteppta

Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega.

Innlent
Fréttamynd

Ó­kyrrð í lægri flug­hæðum raskar innan­lands­fluginu

Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Blæs hressi­lega af austri

Suður af Reykjanesi er nú víðáttumikil lægð og frá henni liggja skil að suðurströndinni. Það blæs því af austri eða norðaustri, yfirleitt er vindur á bilinu tíu til átján metrar á sekúndu, en að 23 metrum á sekúndu syðst og undir Vatnajökli.

Veður
Fréttamynd

Stormur í kortunum

Tvær gular viðvaranir munu taka gildi í dag vegna hvassviðris eða storms. Annars vegar er það á Suðurlandi og hins vegar á Suðausturlandi.

Veður