Veður

Veður


Fréttamynd

Væta vestan­til eftir há­degi

Í dag verður lítilsháttar rigning með köflum vestantil eftir hádegi og hiti tvö til sjö stig. Létttskýjað verður um landið austanvert og víða vægt frost, en þar hlýnar mám saman síðdegis og í kvöld. Gengur í suðvestan 8-15 m/s í dag, en hægari vindur sunnan- og austanlands.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár

Veðurlíkönin benda til þess að kólnað gæti í veðri eftir því sem líður á gamlársdag. Útlit er fyrir sæmilega milt veður fram að því en takmarkað er það enn sem hægt er að slá föstu.

Veður
Fréttamynd

Gengur í lang­vinnt hvass­viðri seinni partinn

Nú í morgunsárið er tiltölulega rólegur vindur á landinu og lítil úrkoma heilt yfir. Það á síðan að breytast, því síðdegis á að ganga í mikið og langvinnt sunnan hvassviðri, sem á að standa áfram á aðfangadag og enn nokkuð hvasst á jóladag.

Veður
Fréttamynd

Hiti geti mest náð á­tján stigum

Veðurviðvaranir munu einkenna jólahátíðina í flestum landshlutum og munu þær fyrstu taka gildi eftir hádegi á morgun á Breiðafirði og Vestfjörðum. Í kjölfarið dreifast þær yfir landið og ná hámæli á aðfangadag. Hiti getur hæst náð átján stigum, að sögn Veðurstofunnar. 

Veður
Fréttamynd

Lík­legt að hitamet verði slegið um jólin

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur líklegt að hitamet verði slegið á aðfangadag og jóladag. Það sé klárt að það verði rauð jól. Í stað þess að ökumenn þurfi að hafa varann á vegna snjókomu og hálku þurfa þeir frekar að huga að vindhviðum og rigningu.

Veður
Fréttamynd

Skemmdir í kirkju­görðum vegna aksturs utan vegar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að leggja í sérmerkt bílastæði í kirkjugörðum höfuðborgarsvæðisins og að aka aðeins á malbikuðum vegum ætli það að heimsækja látna ástvini sína um hátíðarnar. Kirkjugarðarnir verða opnir allar hátíðarnar og má búast við mikilli umferð. 

Innlent
Fréttamynd

Stormur gæti skollið á landið á að­fanga­dag

Veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort jólin í ár verði rauð eða hvít. Hann tekur þó fram að hæð verður yfir landinu með rólindis veðri eftir jóladag en búast megi við því að hvöss suðvestanátt lendi á landinu á aðfangadag.

Innlent
Fréttamynd

Hiti að sjö stigum og mildast syðst

Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu. Gert er ráð fyrir skúrum eða éljum en að það verði að mestu þurrt norðan jökla.

Veður
Fréttamynd

Fer að lægja norðvestan­til um há­degi

Um og eftir hádegi í dag má gera ráð fyrir því að það fari smám saman að lægja á Norðvesturlandi og Vestfjörðum og samhliða því styttir þar upp. Gular viðvaranir hafa verið þar í gildi vegna hríðar.

Veður
Fréttamynd

Lægðin á undan­haldi

Djúpa lægðin suður af landi sem stjórnaði veðrinu hér á landi í gær og fyrradag, sem olli hvössum vindi nokkuð víða og einnig þrumuveðri á sunnanverðu landinu, hefur misst mátt sinn. Miðja lægðarinnar fór yfir landið í nótt og grynntist hún nokkuð hratt.

Veður
Fréttamynd

Víða all­hvass vindur og rigning

Óveðurslægðin frá í gær er nú í morgunsárið stödd um þrjú hundruð kílómetra suður af Reykjanesi, hreyfist í norðnorðaustur og grynnist smám saman.

Veður
Fréttamynd

Siggi stormur spáir rauðum jólum

Einn umdeildasti veðurfræðingur landsins spáir rauðum jólum á flestum landshlutum í ár. Spádóminn setti hann fram í Reykjavík síðdegis í dag en tók fram að spáin gæti breyst og því væru hvít jól ekki útilokuð þó þau þyki ólíkleg.

Veður