Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Búist er við tveggja til tólf stiga frosttölum í helstu byggðakjörnum landsins í dag en það gæti hlýnað með ströndinni norðan- og vestanlands í kvöld og á morgun. Við Kárahnjúka á Austurlandi er aftur á móti spáð hátt í tuttugu stiga frosti. Veður 3.1.2026 07:18
2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu. Innlent 2.1.2026 16:41
Rólegt veður en kalt næstu daga Veðrið verður frekar rólegt, en kalt næstu daga. Gera má ráð fyrir að það verði norðlæg átt, fimm til tíu metrar á sekúndu, og léttskýjað, en tíu til fimmtán metrar á sekúndu með dálitlum éljum á austanverðu landinu. Veður 2.1.2026 07:09
Frystir norðaustantil í kvöld Í dag verður vestlæg átt 3-10 m/s en heldur hvassara norðaustan- og austanlands í fyrstu. Skýjað og sums staðar dálítil rigning, en þurrt á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig. Frystir allvíða norðaustantil í kvöld. Veður 28. desember 2025 07:59
Væta vestantil eftir hádegi Í dag verður lítilsháttar rigning með köflum vestantil eftir hádegi og hiti tvö til sjö stig. Létttskýjað verður um landið austanvert og víða vægt frost, en þar hlýnar mám saman síðdegis og í kvöld. Gengur í suðvestan 8-15 m/s í dag, en hægari vindur sunnan- og austanlands. Veður 27. desember 2025 07:36
Kuldaskil á leið yfir landið Kuldaskil eru nú á leið austur yfir landið með rigningu eða slyddu, og snjókomu til fjalla. Veður 26. desember 2025 07:50
Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veðurlíkönin benda til þess að kólnað gæti í veðri eftir því sem líður á gamlársdag. Útlit er fyrir sæmilega milt veður fram að því en takmarkað er það enn sem hægt er að slá föstu. Veður 25. desember 2025 21:27
Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet „Einn öfgafyllsti atburður sem hefur sést í loftslagssögu heimsins,“ stendur í færslu notanda á X sem fylgist með óvenjulegu hitastigi um allan heim en hitamet var slegið í gær. Íslenskur veðurfræðingur gefur lítið fyrir staðhæfinguna. Veður 25. desember 2025 14:04
Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Foktjón varð á Ísafirði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, aðfangadag. Lögreglumenn á Ísafirði urðu varir við að nokkrir lausir munir höfðu fokið og að í tveimur tilvikum að minnsta kosti hafi orðið skemmdir á mannlausum bílum sem stóðu á bílastæði við Hafnarstræti á Ísafirði. Innlent 25. desember 2025 08:52
Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Það blés hraustlega á landinu í gær og í nótt, sérstaklega um landið norðvestanvert. Sunnanáttinni fylgdu mikil hlýindi og í gærkvöldi var desemberhitametið slegið í hnjúkaþey á Seyðisfirði en þar komst hitinn í 19,8 stig. Veður 25. desember 2025 08:21
Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Björgunarsveitirnar á Dalvík og Akureyri voru kallaðar út í morgun til að sinna nokkrum minniháttar fokverkefnum. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. Innlent 24. desember 2025 12:44
Jólin verða rauð eftir allt saman Sunnan hvassviðri eða stormur er í fullum gangi á landinu í dag. Hvassast er á norðanverðu landinu. Auk þess er spáð talsverðri eða mikilli rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Veður 24. desember 2025 07:33
Áfram auknar líkur á eldgosi Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að á meðan kvikusöfnun haldi áfram þurfi að reikna með nýju eldgosi, , en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Hættumat helst óbreytt til 6. janúar, nema breytingar verði á virkninni. Innlent 23. desember 2025 11:33
Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Nú í morgunsárið er tiltölulega rólegur vindur á landinu og lítil úrkoma heilt yfir. Það á síðan að breytast, því síðdegis á að ganga í mikið og langvinnt sunnan hvassviðri, sem á að standa áfram á aðfangadag og enn nokkuð hvasst á jóladag. Veður 23. desember 2025 07:09
Hiti geti mest náð átján stigum Veðurviðvaranir munu einkenna jólahátíðina í flestum landshlutum og munu þær fyrstu taka gildi eftir hádegi á morgun á Breiðafirði og Vestfjörðum. Í kjölfarið dreifast þær yfir landið og ná hámæli á aðfangadag. Hiti getur hæst náð átján stigum, að sögn Veðurstofunnar. Veður 22. desember 2025 22:13
Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Auknar líkur eru á skriðuföllum næstu daga og er sér í lagi varað við hættu á grjóthruni þar sem vegir liggja undir bröttum hlíðum. Spáð er mikilli rigningu og hlýindum á Vestfjörðum og Vesturlandi. Veður 22. desember 2025 18:15
Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur líklegt að hitamet verði slegið á aðfangadag og jóladag. Það sé klárt að það verði rauð jól. Í stað þess að ökumenn þurfi að hafa varann á vegna snjókomu og hálku þurfa þeir frekar að huga að vindhviðum og rigningu. Veður 22. desember 2025 18:10
Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veðurstofan hefur gefið út gular og appelsínugular viðvaranir fyrir stærstan hluta landsins á næstu dögum. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi á Vestfjörðum og á norðanverðu landinu vegna storms eða roks á aðfangadag. Veður 22. desember 2025 13:51
Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að leggja í sérmerkt bílastæði í kirkjugörðum höfuðborgarsvæðisins og að aka aðeins á malbikuðum vegum ætli það að heimsækja látna ástvini sína um hátíðarnar. Kirkjugarðarnir verða opnir allar hátíðarnar og má búast við mikilli umferð. Innlent 22. desember 2025 12:40
Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Ákveðin suðaustanátt er nú á landinu og milt. Það verða skúrir sunnantil á landinu í dag, einkum síðdegis þar sem myndarlegar dembur geta gert vart við sig. Veður 22. desember 2025 07:11
Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Útlit er fyrir stífa sunnanátt með talsverðri rigningu á aðfangadag jóla í Reykjavík. Veðurspáin gerir ráð fyrir allt að átján metrum á sekúndu í borginni. Innlent 20. desember 2025 09:48
Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Ástæða er fyrir fólk að fara varlega á ferð um brattlendi í Eyjafirði þar sem snjóflóð hafa fallið síðustu daga. Innlent 19. desember 2025 14:31
„Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir brýnt að bregðast við miklum sjógangi við Vík í Mýrdal og að ekki megi sofa á verðinum. Sjór gekk yfir þjóðveginn í gær sem geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Innlent 19. desember 2025 13:42
Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort jólin í ár verði rauð eða hvít. Hann tekur þó fram að hæð verður yfir landinu með rólindis veðri eftir jóladag en búast megi við því að hvöss suðvestanátt lendi á landinu á aðfangadag. Innlent 19. desember 2025 11:45