Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Borgin hafi gert úr­bætur en sólin sé aðal­vanda­málið

Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir gatnamót við Laugarnesskóla standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis en í gær var ekið á barn í annað sinn á skömmum tíma á gatnamótum Kirkjuteigs og Reyjavegar. Hann segir ýmsar úrbætur hafa verið framkvæmdar á síðustu árum.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu

Viðbragðsáætlun Sjóminjasafnsins var virkjuð þegar hrjótandi heimilislaus maður fannst í hengirúmi á safninu í gær á opnunartíma safnsins. Safnstjóri segir manninn hafa verið kurteisan og hegðað sér vel, um verkferla hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls

Karlmaður að nafni Norbert Walicki hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps með því að skera mann á háls með eldhúshnífi. Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi í júní 2023.

Innlent
Fréttamynd

Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga

Embætti Héraðssaksóknara hefur fært fjármuni, sem fjársvikarar höfðu af Landsbankanum og Arion banka vegna kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna, yfir á eigin reikning. Það var gert til þess að losa frysta reikninga fólks sem hafði fengið fjármunina lagða inn á þá af fjársvikurunum.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að flýja lög­reglu en endaði uppi á kanti

Lögregla veitti ökumanni bifreiðar eftirför í hverfi 105 í Reykjavík í nótt þar sem hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðarinnar og endaði ökumaður bifreiðarinnar á því að aka upp á kant með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist.

Innlent
Fréttamynd

Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lög­reglu­mönnum

Lögreglu var í nótt tilkynnt um mann sem veittist að dyravörðum í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð en þegar hleypa átti manninum út réðst hann á lögreglumennina sem voru einmitt að fara að sleppa honum. Margt var um slagsmál í borginni í gær.

Innlent
Fréttamynd

Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur em­bættum

Kona, sem flett var upp í upplýsingakerfi lögreglunnar hjá þremur lögregluembættum í kjölfar þess að hún tilkynnti nauðgun, segir löngu tímabært að aðgengi að upplýsingum verði endurskoðað. Bæta þurfi eftirlit með störfum lögreglu

Innlent
Fréttamynd

Fjár­svikamálið komið til Héraðssaksóknara

Fjársvikamálið gagnvart bönkunum er komið til héraðssaksóknara. Fram hefur komið að fleiri séu grunaðir en þeir fimm sem handteknir voru um helgina. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn málsins halda áfram hjá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur ná­lægt BHM

Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tíu ára dreng í Hafnarfirði sagði sig frá trúnaðarstörfum hjá BHM og stéttarfélagi lögfræðinga sama dag og hann var handtekinn. Formaður BHM segir málið hræðilegan harmleik.

Innlent
Fréttamynd

Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund

Karlmennirnir fimm sem sviku hundruð milljóna króna út úr Landsbankanum virðast fæstir hafa hugsað glæpinn til enda. En í skamma stund lifðu þeir sem kóngar, léku sér í spilavítum á netinu og keyptu sér flotta bíla.

Innlent
Fréttamynd

Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrr­verandi eigin­mann

Ríkissaksóknari segist bera fullt traust til konu sem starfar sem saksóknari hjá embættinu, sem var í fyrra kærð og sökuð um húsbrot, eignaspjöll, þjófnað og brot á barnaverndarlögum, líkt og greint var frá í Morgunblaði dagsins. Lögmaður konunnar segir heimildamann Morgunblaðsins vera fyrrverandi eiginmann konunnar en þau hafi staðið í hatrammri skilnaðardeilu undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Blóðugt barn eftir tilefnislausa á­rás í Kringlunni

Líkamsárás á bílastæði Kringlunnar um hádegisbil í gær er til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða barn á grunnskólaaldri sem kýldi annað á svipuðum aldri og hótaði með hnífi. Kona sem varð vitni að árásinni segir drenginn hafa verið blóðugan eftir árásina.

Innlent
Fréttamynd

Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði í dag við því að vasaþjófar væru á ferðinni en talið er að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Fólki er bent á að hafa varann á þegar PIN-númer eru slegin inn við notkun greiðslukorta.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri grunaðir en þeir sem voru hand­teknir

Fleiri eru grunaðir í fjársvikamáli gagnvart íslenskum bönkum en þeir fimm sem handteknir voru um helgina og málið teygir anga sína út fyrir landsteinana. Meðal þess sem fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar er hvort svikin hafi verið skipulögð og hvort þau hafi staðið yfir í lengri tíma en fyrst var talið.

Innlent
Fréttamynd

Þrír vasaþjófar hand­teknir á Þing­völlum

Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum.

Innlent