Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Keaton lést úr lungna­bólgu

Fjölskylda leikkonunnar Diane Keaton hafa greint frá því að dánarmein leikkonunnar hafi verið lungnabólga. Keaton lést 11. október síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Skilnaðar-toppur í París

Nicole Kidman mætti með glænýjan topp og dætur sínar tvær á tískuvikuna í París þar sem hún var tilkynnt sem nýr sendiherra fyrir Chanel. Kidman bar sig vel þrátt fyrir að standa í miðjum skilnaði við Keith Urban, eiginmann sinn til tuttugu ára.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Saman á rauða dreglinum

Jennifer Lopez og Ben Affleck voru saman á rauða dreglinum í New York í gær vegna frumsýningar á nýrri söngleikjamynd. Var þetta í fyrsta skiptið sem hjónin fyrrverandi sjást opinberlega saman síðan þau ákváðu að skilja í fyrra.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Enn veldur Britney á­hyggjum

Tónlistarkonan Britney Spears veldur aðdáendum sínum enn á ný áhyggjum. Nú segist hún hafa dottið niður stiga heima hjá vini sínum og er ekki viss hvort hún sé fótbrotin eða ekki.

Lífið
Fréttamynd

Keith sagður kominn með nýja kærustu

Kántrísöngvarinn Keith Urban er sagður þegar kominn með nýja kærustu en eiginkona hans, Nicole Kidman, sótti um skilnað í vikunni eftir nítján ára hjónaband. Kærastan ku vera yngri kona úr kantrísenunni og hefur nafn gítarleikarans Maggie Baugh verið nefnt í því samhengi.

Lífið
Fréttamynd

Segir spjallmenni Meta herja kyn­ferðis­lega á börn

Leikarinn Joseph Gordon-Levitt segir gervigreindarspjallmenni Meta ræða kynferðislega við börn og siðareglur fyrirtækisins gefi gervigreindinni fullt leyfi til þess. Eiginkona leikarans yfirgaf stjórn OpenAI vegna deilna um eigið eftirlit á gervigreindinni.

Lífið
Fréttamynd

Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð

Fréttir af skilnaði Hollywood-stjörnunnar Nicole Kidman og kántrísöngvarans Keith Urban skóku heiminn í fyrradag og eru fjölmiðlar farnir að rýna í kaupmála hjónanna. Sérstök kókaínklásúla hefur vakið athygli og gæti tryggt Urban rúmlega 1,3 milljarða króna.

Lífið
Fréttamynd

Er hún með „Bennifer“ háls­men?

Aðdáendur stórstjörnunnar Jennifer Lopez ráku upp stór augu þegar hún birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í vikunni með gullmen um hálsin sem virtist vera með áletruninni „Bennifer“ - sem er samsett nafn hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar Ben Affleck.

Lífið
Fréttamynd

Hefur engan á­huga á góð­lát­legum orðum Watson

Breski rithöfundurinn J.K Rowling segir leikkonuna Emmu Watson ekki gera sér grein fyrir því hve fáfróð hún sé, í langri færslu um leikkonuna og samband þeirra á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Hún segir leikkonuna blinda á eigin forréttindi og segist vonsvikin að hún hafi ekki komið sér til varnar.

Lífið
Fréttamynd

Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi

Saksóknarar í máli bandaríska tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs hafa farið fram á að honum verði gert að sæta ellefu ára fangelsisvist. Tónlistarmaðurinn hefur verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm og mun dómari kveða upp refsingu næstkomandi föstudag 3. október.

Erlent
Fréttamynd

Hneig niður í miðju lagi

Breska tónlistarkonan og hæfileikabúntið Lola Young hefur ekki átt sjö dagana sæla þegar það kemur að því að syngja á sviði. Hún kastaði eftirminnilega upp á tónlistarhátíðinni Coachella síðastliðið vor og hneig niður í miðju lagi á tónleikum í New York á laugardag.

Tónlist
Fréttamynd

Selena Gomez giftist Benny Blanco

Tónlistar- og leikkonan Selena Gomez og tónlistarframleiðandinn Benny Blanco hafa gift sig. Gomez sagði frá vendingunum á Instagram í gærkvöldi, þar sem hún birti einnig myndir frá athöfninni sem fór fram í Kaliforníu í gær.

Lífið