
Game of Thrones-par á von á barni
Leikararnir Kit Harington og Rose Leslie eiga von á barni. Þau léku saman í HBO-þáttunum Game of Thrones en fyrir eiga þau tveggja ára son.
Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.
Leikararnir Kit Harington og Rose Leslie eiga von á barni. Þau léku saman í HBO-þáttunum Game of Thrones en fyrir eiga þau tveggja ára son.
Breski söngvarinn Ozzy Osbourne hefur hætt við tónleikaferðalag sitt til Evrópu. Hann segir líkama sinn ekki geta höndlað ferðalagið en hann er enn að jafna sig eftir slys sem hann lenti í árið 2019.
Breska leikkonan Andrea Riseborough fær að halda tilnefningu sinni til Óskarsverðlauna þrátt fyrir að vísbendingar séu uppi um óeðlileg afskipti af tilnefningarferlinu. Riseborough er tilnefnd til verðlauna fyrir Besta leik í aðalhlutverki fyrir mynd sem vakti litla athygli þegar hún kom út.
Söngkonan Meghan Trainor og eiginmaður hennar, Spy Kid leikarinn Daryl Sabara, eiga von á sínu öðru barni.
Leikkonan Annie Wersching lést í dag aðeins 45 ára gömul. Hún var þekktust fyrir leik sinn í þáttunum 24, Bosch og Timeless. Dánarorsök var krabbamein.
Tom Verlaine, söngvari og gítarleikari bandarísku hljómsveitarinnar Television, er látinn. Verlaine lést 73 ára eftir skammvinn veikindi.
Þáttastjórnandinn Jay Leno er á batavegi eftir að hafa slasast illa í mótorhjólaslysi í síðustu viku. Það eru aðeins tveir mánuðir síðan Leno brenndist illa í andliti.
Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans.
Það virðist vera að hitna í kolunum hjá kvennabósanum og grínistanum Pete Davidson og leikkonunni Chase Sui Wonders.
Nýtt tónlistamyndband söngkonunnar Taylor Swift við lagið „Lavander Haze“ kom út í morgun. Í myndbandinu má sjá fjólublátt mistur læðast yfir allt og gullfiska svífa um himingeiminn.
Flestöll þeirra fyrirtækja sem framleiða þætti sem Justin Roiland kemur að hafa slitið samstarfi sínu við hann. Roiland hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi en hann er þekktur fyrir þætti á borð við Rick and Morty og Solar Opposites.
Stutt hár virðist ætla að vera það heitasta í hártískunni á nýju ári ef marka má erlend tískublöð og tískugyðjuna Hailey Bieber. Eins og við vitum verður allt sem frú Bieber gerir að tískubylgju en í vikunni frumsýndi hún nýja klippingu, svokallaða bob klippingu sem nær rétt niður fyrir kjálka.
Rússneska svikakvendið Anna Sorokin, öðru nafni Anna Delvey hefur nú landað sjónvarpsþáttasamning á meðan hún er í stofufangelsi.
Bandaríski stórleikarinn Jeremy Renner er sagður hafa verið að reyna að koma í veg fyrir að snjótroðari rynni og rækist á eldri frænda sinn þegar hann varð sjálfur undir bílnum í slysi á fyrsta degi ársins.