Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Skilnaðar-toppur í París

Nicole Kidman mætti með glænýjan topp og dætur sínar tvær á tískuvikuna í París þar sem hún var tilkynnt sem nýr sendiherra fyrir Chanel. Kidman bar sig vel þrátt fyrir að standa í miðjum skilnaði við Keith Urban, eiginmann sinn til tuttugu ára.

Tíska og hönnun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Saman á rauða dreglinum

Jennifer Lopez og Ben Affleck voru saman á rauða dreglinum í New York í gær vegna frumsýningar á nýrri söngleikjamynd. Var þetta í fyrsta skiptið sem hjónin fyrrverandi sjást opinberlega saman síðan þau ákváðu að skilja í fyrra.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Enn veldur Britney á­hyggjum

Tónlistarkonan Britney Spears veldur aðdáendum sínum enn á ný áhyggjum. Nú segist hún hafa dottið niður stiga heima hjá vini sínum og er ekki viss hvort hún sé fótbrotin eða ekki.

Lífið
Fréttamynd

Segir spjallmenni Meta herja kyn­ferðis­lega á börn

Leikarinn Joseph Gordon-Levitt segir gervigreindarspjallmenni Meta ræða kynferðislega við börn og siðareglur fyrirtækisins gefi gervigreindinni fullt leyfi til þess. Eiginkona leikarans yfirgaf stjórn OpenAI vegna deilna um eigið eftirlit á gervigreindinni.

Lífið
Fréttamynd

Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð

Fréttir af skilnaði Hollywood-stjörnunnar Nicole Kidman og kántrísöngvarans Keith Urban skóku heiminn í fyrradag og eru fjölmiðlar farnir að rýna í kaupmála hjónanna. Sérstök kókaínklásúla hefur vakið athygli og gæti tryggt Urban rúmlega 1,3 milljarða króna.

Lífið
Fréttamynd

Er hún með „Bennifer“ háls­men?

Aðdáendur stórstjörnunnar Jennifer Lopez ráku upp stór augu þegar hún birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í vikunni með gullmen um hálsin sem virtist vera með áletruninni „Bennifer“ - sem er samsett nafn hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar Ben Affleck.

Lífið
Fréttamynd

Hefur engan á­huga á góð­lát­legum orðum Watson

Breski rithöfundurinn J.K Rowling segir leikkonuna Emmu Watson ekki gera sér grein fyrir því hve fáfróð hún sé, í langri færslu um leikkonuna og samband þeirra á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Hún segir leikkonuna blinda á eigin forréttindi og segist vonsvikin að hún hafi ekki komið sér til varnar.

Lífið
Fréttamynd

Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi

Saksóknarar í máli bandaríska tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs hafa farið fram á að honum verði gert að sæta ellefu ára fangelsisvist. Tónlistarmaðurinn hefur verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm og mun dómari kveða upp refsingu næstkomandi föstudag 3. október.

Erlent
Fréttamynd

Hneig niður í miðju lagi

Breska tónlistarkonan og hæfileikabúntið Lola Young hefur ekki átt sjö dagana sæla þegar það kemur að því að syngja á sviði. Hún kastaði eftirminnilega upp á tónlistarhátíðinni Coachella síðastliðið vor og hneig niður í miðju lagi á tónleikum í New York á laugardag.

Tónlist
Fréttamynd

Selena Gomez giftist Benny Blanco

Tónlistar- og leikkonan Selena Gomez og tónlistarframleiðandinn Benny Blanco hafa gift sig. Gomez sagði frá vendingunum á Instagram í gærkvöldi, þar sem hún birti einnig myndir frá athöfninni sem fór fram í Kaliforníu í gær.

Lífið
Fréttamynd

Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur

Forsvarsmenn fyrirtækjanna Nexstar Media Group og Sinclair Broadcast Group lýstu því yfir í gær að þættir Jimmys Kimmel yrðu sýndir aftur á sjónvarpsstöðvum fyrirtækjanna. Er það í kjölfar þess að þættirnir voru teknir úr birtingu, eftir að þessir sömu menn neituðu að birta þá í kjölfar hótana yfirmanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) um að stöðvar sem sýndu þættina ættu á hættu að missa útsendingarleyfi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ætlar sér að koma böndum á sjón­varps­stöðvar

Þó Jimmy Kimmel sé snúinn aftur í sjónvarpið vestanhafs er Brendan Carr, yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC), ekki hættur að reyna að þagga niður í fjölmiðlum. Hann ætlar sér að berjast gegn því sem hann sér sem frjálslynda slagsíðu í fjölmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Claudia Cardinale er látin

Ítalska stórleikkonan Claudia Cardinale, sem birtist meðal annars í kvikmyndunum um Bleika pardusinn og Once Upon A Time In The West, er látin, 87 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Baywatch aftur á skjáinn

Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox hyggst framleiða glænýja seríu af Baywatch þáttunum sem gerðu allt vitlaust á tíunda áratugnum og voru langvinsælustu þættir í heimi. Fox hyggst framleiða tólf glænýja þætti með glænýju fólki.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn

Grínistinn og þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun snúa aftur á skjáinn með spjallþátt sinn Jimmy Kimmel Live! á morgun. Hlé var gert á framleiðslu þáttanna í síðustu viku eftir að ummæli Kimmels um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk ollu usla.

Erlent
Fréttamynd

Hljóp undir fölsku nafni

Enski söngvarinn og lagasmiðurinn Harry Styles hljóp Berlínarmaraþonið sem fram fór á sunnudag á undir þremur klukkustundum.

Lífið