Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Leikarinn Dwayne Johnson brast í grát á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þegar nýjasta kvikmynd hans, Smashing Machine, hlaut fimmtán mínútna lófatak. Fólk er þegar byrjað að máta leikarann við Óskarsverðlaunastyttuna. Bíó og sjónvarp 2.9.2025 15:46
Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Hin stórglæsilega fyrirsæta og unnusta knattspyrnumannsins Cristano Ronaldo, Georgina Rodríguez, skein skært á rauða dreglinum á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á sunnudag. Athyglin beindist þó helst að trúlofunarhring hennar, sem er sagður vera 35 karöt, þegar hún stillti sér upp fyrir ljósmyndara og brosti blíðlega. Lífið 2.9.2025 11:38
Graham Greene er látinn Kanadíski leikarinn Graham Greene er látinn, 73 ára að aldri. Lífið 2.9.2025 07:20
Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikkonan Zoe Kravitz er af mörgum talin ein fallegasta stjarna Hollywood og ber af sér einstaklega góðan þokka. Í dag er hún orðuð við tvo glæsilega herramenn, bresku poppstjörnuna Harry Styles og bandaríska hjartaknúsarann og leikarann Austin Butler. Spurningin er: Hvern er Zoe Kravitz að deita? Lífið 26. ágúst 2025 15:37
Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Will Smith hefur verið sakaður um að nota gervigreind til að fjölga aðdáendum sínum í nýju myndbandi af yfirstandandi tónleikaferðalagi hans. Lífið 26. ágúst 2025 09:28
Lil Nas X laus gegn tryggingu Bandaríska rapparanum Lil Nas X hefur verið sleppt úr fangelsi gegn 75 þúsund dala tryggingu sem samsvarar rúmlega níu milljónum króna. Lífið 26. ágúst 2025 07:48
Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Leikstjórinn Woody Allen hafnar ásökunum á hendur sér um hvítþvott á stríðsglæpum Rússa vegna þátttöku hans í alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Moskvu sem stendur yfir. Úkraínska utanríkisráðuneytið gaf frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar þess að tilkynnt var um þátttöku hans á hátíðinni. Lífið 25. ágúst 2025 23:29
Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Bandaríski rapparinn Lil Nas X hefur verið ákærður fyrir fjögur brot á alríkislögum. Hann var handtekinn fyrir helgi á meðan hann ráfaði um götur Los Angeles-borgar á nærfötunum og í kúrekastígvélum. Lífið 25. ágúst 2025 19:45
Sopranos-stjarna látin Bandaríski leikarinn Jerry Adler, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Herman „Hesh“ Rabkin í þáttunum The Sopranos, er látinn. Hann varð 96 ára. Bíó og sjónvarp 25. ágúst 2025 08:29
Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Tónlistarkonan Katy Perry mun bera vitni frammi fyrir dómara á fimm ára afmælisdegi dóttur sinnar í tengslum við fasteignadeilur í Santa Barbara sem ná fimm ár aftur í tímann. Fyrir tíu árum átti Perry í deilum við hóp nunna vegna kaupa á nunnuklaustri. Lífið 24. ágúst 2025 09:49
Lést við tökur á Emily in Paris Ítalski aðstoðarleikstjórinn Diego Borella hneig niður við tökur á Netflix-þáttunum Emily in Paris í Feneyjum á fimmtudag og var úrskurðaður látinn á vettvangi af viðbragðsaðilum. Erlent 23. ágúst 2025 13:53
Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Bandaríska leikkonan Millie Bobby Brown og eiginmaður hennar, Jake Bongiovi, eru orðnir foreldrar. Þau hafa ættleitt stúlku. Lífið 22. ágúst 2025 09:17
Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Bandaríski tónlistarmaðurinn Lil Nas X hefur verið handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi. Það mun hafa gerst eftir atvik þar sem hann sást ráfa lítið klæddur um götur Los Angeles-borgar. Lífið 21. ágúst 2025 21:19
„Indælasti dómari í heimi“ er látinn Bandaríski dómarinn og samfélagsmiðastjarnan Frank Caprio er látinn, 88 ára að aldri. Lífið 21. ágúst 2025 07:23
Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Leikkonan Aubrey Plaza hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skyndilegt fráfall eiginmanns síns, Jeff Baena, sem svipti sig lífi í janúar síðastliðnum, og sorgina sem því fylgdi. Hún lýsir sorginni sem hafi ömurleika og líkir henni við gljúfur fullt af skrímslum. Lífið 20. ágúst 2025 13:49
Kemur út sem pankynhneigð Leikkonan og fyrirsætan Julia Fox hefur greint frá því að hún sé pankynhneigð. Fox sem vakti mikla athygli árið 2022 fyrir samband sitt með Kanye West lýsti sjálfri sér sem lesbíu í fyrra en hefur nú skilgreint kynhneigð sína nánar. Lífið 20. ágúst 2025 09:46
Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Hin goðsagnakennda leikkona Joan Collins, sem er 92 ára, birti glæsilega mynd af sér á Instagram þar sem hún situr fyrir í hvítum sundbol með stóran rauðan sólhatt. Færsla leikkonunnar vakti, eins og við var að búast, mikla athygli á samfélagsmiðlum og tugir þúsunda hafa líkað við myndina. Lífið 19. ágúst 2025 12:05
Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Bandaríski leikarinn Chris Pratt segist reglulega hitta frænda eiginkonu sinnar, heilbrigðisráðherrann Robert F. Kennedy yngri, í matarboðum. Þeir tali lítið saman um stjórnmál saman en komi vel saman og sagðist Pratt elska Kennedy. Lífið 19. ágúst 2025 10:21
„Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Jasveen Sangha, eða „Ketamín-drottningin“ hefur játað að hafa selt leikaranum Matthew Perry ketamínið sem leiddi til dauða hans. Sangha er ein af fimm sem var ákærð í ágúst í fyrra vegna andláts Perry. Sangha var ákærð fyrir að hafa dreifingu fíkniefna og að hafa dreift fíkniefnum sem leiddi til andláts tveggja manna. Erlent 19. ágúst 2025 07:55
Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Ástin virðist enn blómstra hjá raunveruleikastjörnunni Kylie Jenner og Hollywood leikaranum Timothée Chalamet, þrátt fyrir háværar sögusagnir um að parið væri að hætta saman. Lífið 18. ágúst 2025 17:02
Terence Stamp látinn Breski leikarinn Terence Stamp, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið Zod hershöfðingja frá Krypton, lést á sunnudag, 87 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 18. ágúst 2025 10:51
Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Leikkonan Halle Berry hefur svarað yfirlýsingum fyrrverandi eiginmanns síns, Davids Justice, um skilnað þeirra árið 1997. Justice sagði nýlega að slitnað hefði upp úr hjónabandi þeirra vegna væntinga hans til heimilisstarfa hennar. Lífið 15. ágúst 2025 15:57
Cruise afþakkaði boð Trump Tom Cruise hafnaði boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að vera heiðraður af Kennedy-listamiðstöðinni. Skýrðist það af því að tímasetningin stangaðist á við aðrar skuldbindingar leikarans. Cruise hefur ekki tjáð sig um málið. Lífið 15. ágúst 2025 09:27
Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sean Harris hefur skapað sér sess sem karakterleikari í breskri kvikmyndagerð og í Hollywood-myndum. Hann kom til landsins í júlí til að leika í nýrri íslenskri bíómynd. Harris ræddi við Vísi um ferilinn, stökkið yfir í Hollywood og hvernig sum hlutverk taka á líkamann. Lífið 15. ágúst 2025 08:15