Mbappé kemur ekki til Íslands Kylian Mbappé mun ekki ferðast með félögum sínum til Reykjavíkur á morgun, laugardag, og missir af leiknum við Ísland í undankeppni HM í fótbolta á mánudagskvöld. Fótbolti 10.10.2025 23:09
„Ég held að hann verði að skoða þetta“ Í uppgjörinu á Sýn Sport eftir 5-3 tap Íslands gegn Úkraínu í kvöld fór Lárus Orri Sigurðsson yfir þá ákvörðun Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara að tefla aftur þeim Ísaki Bergmanni Jóhannessyni og Hákoni Arnari Haraldssyni tveimur saman á miðju íslenska liðsins. Fótbolti 10.10.2025 22:38
„Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Hákon Arnar Haraldsson, sem var fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í leiknum gegn Úkraínu, segir niðurstöðu kvöldsins svekkjandi. Ísland tapaði 3-5 í miklum markaleik í D-riðli undankeppni HM 2026. Hákon segir að íslenska liðið hefði átt að sýna meiri skynsemi í leiknum. Fótbolti 10.10.2025 21:45
Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Albert Guðmundsson stóð sig best hjá íslenska liðinu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Úkraínu í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Albert skoraði tvö mörk í leiknum og var þess fyrir utan mikið í boltanum. Fótbolti 10. október 2025 20:58
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Ísland tapaði 3-5 fyrir Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Íslendingar voru 1-3 undir í hálfleik, Albert Guðmundsson jafnaði með tveimur mörkum í seinni hálfleik en Úkraínumenn skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. Fótbolti 10. október 2025 20:55
Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Frakkar áttu ekki í vandræðum með að vinna Aserbaísjan í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, og eru því með fullt hús stiga fyrir leikinn við Ísland á Laugardalsvelli á mánudaginn. Fótbolti 10. október 2025 20:51
Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ „Það er óskiljanlegt hvernig hann klikkar á þessu,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Sýnar Sport, um mistök Mikaels Egils Ellertssonar sem leiddu til þess að Úkraína komst í 2-1 í leiknum mikilvæga í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Fótbolti 10. október 2025 19:58
Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Gestirnir frá Úkraínu skoruðu tvö mörk undir lok leiks Íslands við Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta á Laugardalsvelli, og komust þannig í 5-3. Mörk leiksins má sjá á Vísi. Fótbolti 10. október 2025 19:11
Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Það vantaði ekkert upp á stemninguna hjá íslenskum stuðningsmönnum á Ölveri í Glæsibæ í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Úkraínu í kvöld í undankeppni HM í fótbolta. Ágúst Orri Arnarson var á svæðinu og ræddi við bjartsýna Íslendinga. Fótbolti 10. október 2025 18:20
Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn „Það verður mikið barist í þessum leik enda mikið í húfi. Það er draumur allra leikmanna að fara á HM,“ sagði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari rétt fyrir stórleikinn við Úkraínu, á Laugardalsvelli í kvöld. Fótbolti 10. október 2025 17:57
Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn mikilvæga á móti Úkraínu á Laugardalsvellinum á eftir. Fótbolti 10. október 2025 17:17
Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Síðustu dagar hafa verið góðir fyrir Brassann unga, Estevao Willian. Á laugardaginn skoraði hann sigurmark Chelsea gegn Liverpool og í dag skoraði hann tvö mörk fyrir brasilíska landsliðið. Fótbolti 10. október 2025 16:47
Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Úkraínumenn eru án sterkra leikmanna er þeir sækja strákana okkar í íslenska landsliðinu heim á Laugardalsvöll í kvöld. Yahor Yarmolyuk er sá nýjasti á lista leikmanna sem spilar ekki í kvöld. Fótbolti 10. október 2025 14:32
„Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Þjóðverjar eru í vandræðum í undankeppni HM í fótbolta og allt í einu eru líkur á því að við fáum heimsmeistaramót án þýska landsliðsins. Það hefur ekki gerst í 76 ár. Fótbolti 10. október 2025 13:47
Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir sína menn vel undirbúna fyrir verkefni kvöldsins er Ísland mætir Úkraínu í mikilvægum leik í undankeppni HM. Uppselt er á völlinn og vera má að meðbyrinn með liðinu skipti sköpum. Fótbolti 10. október 2025 13:02
„Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ „Menn eru mjög vel stemmdir. Sérstaklega eftir gengið í síðasta glugga og við að fara að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Það er mjög langt síðan síðast en við erum þakklátir fyrir stuðninginn,“ segir Hákon Arnar Haraldsson sem mun leiða íslenska landsliðið út á völl er það mætir Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. Fótbolti 10. október 2025 11:02
Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Alexander Isak hefur ekki enn náð að spila heilan leik á þessu tímabili en sænski landsliðsframherjinn segist vera klár. Fótbolti 10. október 2025 10:31
Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Það eru enn miðar í boði á hinn mikilvæga leik Íslands og Úkraínu á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í kvöld. Fótbolti 10. október 2025 09:31
Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Kylian Mbappé er kominn á fulla ferð hjá Real Madrid og hefur byrjað þetta tímabil frábærlega. Nú er hann í landsliðsverkefni með franska landsliðinu og á leiðinni til Íslands um næstu helgi. Fótbolti 10. október 2025 09:01
Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Ekki má búast við miklum breytingum á íslenska landsliðinu sem mætir því úkraínska í undankeppni HM 2026 á Laugardalsvelli í dag, ef marka má landsliðsþjálfarann. Fáum dylst mikilvægi leiksins upp á framhaldið. Fótbolti 10. október 2025 08:01
Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Ísraelska fótboltalandsliðið lenti í Noregi í gærkvöldi en liðið mætir heimamönnum í undankeppni HM um helgina. Fótbolti 10. október 2025 07:40
Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Thomas Tuchel, hinn þýski landsliðsþjálfari Englands, segir það hafa verið sorglegt að sjá hve lítil stemning var á Wembley í kvöld þegar England vann Wales 3-0 í vináttulandsleik í fótbolta. Fótbolti 9. október 2025 22:45
Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Danmörk átti ekki í vandræðum með að leggja Hvíta-Rússland að velli í undankeppni HM í fótbolta í kvöld, 6-0. Átta leikir fóru fram í undankeppninni í Evrópu í dag. Fótbolti 9. október 2025 21:31
Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Á meðan að strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu undirbúa stórleikinn við Úkraínu annað kvöld, í baráttu sinni um sæti á HM 2026, eru tuttugu þjóðir þegar búnar að tryggja sér farseðilinn á mótið. Fótbolti 9. október 2025 18:04