Fleiri fréttir Spáir stýrivaxtahækkun í þessum mánuði Greining Íslandsbanka spáir því að Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 21. mars nk. 5.3.2012 09:33 Vöruskiptin hagstæð um 12,5 milljarða Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir febrúar síðastliðinn var útflutningur 54,1 milljarður króna og innflutningur 41,6 milljarðar króna. Vöruskiptin í febrúar voru því hagstæð um 12,5 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 5.3.2012 09:05 Viðskiptajöfnuður óhagstæður um tæpa 50 milljarða Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 48,9 milljarða kr. á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samanborið við 8 milljarða kr. hagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. 5.3.2012 07:52 Kanadamenn jákvæðir gagnvart upptöku dollarsins á Íslandi Mikil umræða hefur verið í öllum helstu fjölmiðlum Kanada um helgina um ráðstefnu Framsóknarfélags Reykjavíkur á laugardag þar sem rætt var um upptöku Kanadadollars í stað krónunnar. 5.3.2012 06:40 Björgólfur Thor með tilboð í 176 milljarða símafyrirtæki í Búlgaríu Björgólfur Thor Björgólfsson hefur lagt fram tilboð í stærsta símafyrirtæki Búlgaríu en það er metið á 176 milljarða króna. 5.3.2012 06:35 Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á morgun Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á morgun. Hæstaréttarlögmaður segir þá ákæruliði sem eftir standa í málinu hæpna og óskýra. Hann segir að Geir Haarde og fyrrverandi ríkisstjórn hafi tekist að afstýra miklu tjóni fyrir íslenska þjóð með neyðarlögunum. Ef sakfella eigi Geir fyrir aðgerðaleysi verði að benda á nákvæmar aðgerðir sem hann átti að stuðla að í aðdraganda hrunsins og hvaða þýðingu þær hefðu haft. 4.3.2012 19:47 Íslendingar eiga að horfa til evrunnar Íslendingar verða að móta nýja stefnu í gjaldeyrismálum með það að markmiði að taka upp nýja mynt. Þetta er mat Ólafs Ísleifssonar lektors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir að krónan hafi lamandi áhrif á atvinnustarfsemi hér á landi. 4.3.2012 12:00 Segir krónuna ekki vera framtíðargjaldmiðil Íslands Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að krónan sé ekki framtíðargjaldmiðill Íslands en þrátt fyrir það þá verði Íslendingar að styðjast við hana næstu árin. 4.3.2012 11:00 Færeyingar kaupa helmingshlut í SMS Einkahlutafélagið Apogee, sem er í eigu Jóhannesar Jónssonar kaupsýslumanns og stofnanda Bónuss, hefur selt helmingshlut sinn í færeysku verslanakeðjunni SMS í Færeyjum til tveggja færeyskra kaupsýslumanna. 3.3.2012 12:18 Vara við frekari launahækkunum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að frekari launahækkanir umfram framleiðniaukningu geti kynt undir verðbólgu á Íslandi og grafið undan samkeppnisforskoti í útflutningi. Þetta er á meðal þess sem sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nefnir sem eina af helstu hættunum sem íslenskt efnahagslíf standi andspænis. 2.3.2012 21:47 Hagar eina fyrirtækið sem lækkaði Það var heldur þungt yfir mörkuðum vestanhafs í dag. Allar helstu hlutabréfavísitölur í kauphöllinni á Wall Street lækkuðu. Nasdaq lækkaði til dæmis um 0,43%, S&P um 0,32% og Dow um 0,27%. 2.3.2012 22:23 Baldur kærir til Mannréttindadómstóls Evrópu Baldur Guðlaugsson hefur áfrýjað dómi Hæstaréttar Íslands til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í yfirlýsingu sem barst frá lögmannsstofunni Lex fyrir hönd Baldurs eru tilgrein fimm atriði sem Baldur telur að standist ekki. 2.3.2012 15:19 Skúli hættir að verja Gunnar vegna trúnaðarbrests Skúli Bjarnason hrl., sem hefur gætt hagsmuna Gunnars Þ. Andersen, hefur sagt sig frá málinu vegna trúnaðarbrests. Í yfirlýsingu sem Skúli sendi frá sér fyrir skömmu segir að nýja upplýsingar sem fram komu í uppsagnarbréfi í gær og skýrðust með ákveðnum hætti í gærkvöldi, hafi komið sér í algerlega opna skjöldu og séu til þess fallnar að setja málið í nýjan farveg. 2.3.2012 10:53 Skarphéðinn fær 300 þúsund í miskabætur Athafnamanninum Skarphéðni Berg Steinarssyni voru dæmdar 300 þúsund krónur í miskabætur í Hæstarétti Íslands í gær. Skarphéðinn stefndi íslenska ríkinu vegna kyrrsetninga á eignum hans vegna rannsóknar á bókhaldi og skattskilum FL Group hf., nú Stoða. 2.3.2012 10:12 FME: Tryggja skal fullar endurgreiðslur vegna gengislána Í framhaldi af gengislánadómi Hæstaréttar hefur Fjármálaeftirlitið (FME) beint þeim tilmælum til lánastofnanna að þær meti hvort rétt sé að senda frekari greiðsluseðla til slíkra skuldara, og tryggja skuldurum sem reynast hafa ofgreitt miðað við nýjan endurreikning fullar endurgreiðslur. 2.3.2012 07:57 Landsbankinn sendir út óleiðrétta greiðsluseðla Landsbankinn ætlar að halda áfram að senda út greiðsluseðla vegna lána á sömu forsendum og áður þó svo að óvissa kunni að ríkja um hvort lán falli undir fordæmisgildi hæstaréttardóms sem féll þann 15 febrúar síðastliðinn. Niðurstaða dómsins varð sú að ekki mætti reikna íslenska seðlabankavexti afturvirkt á lán sem voru dæmd ólögleg í Hæstarétti sumarið 2010. 2.3.2012 17:40 Nýsköpunarsjóður selur hlut sinn í Marorku til þýskalands Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) hefur selt 14,9 % hlut sinn í Marorku ehf til þýska fjárfestingafélagsins Mayfair. Nýsköpunarsjóður fjárfesti í Marorku árið 2006 til að fjármagna fyrstu skref Marorku á alþjóðlegum markaði. 2.3.2012 11:48 Íslandsbanki gefur aftur út sértryggð skuldabréf Íslandsbanki hefur gefið út tvo nýja flokka sértryggðra skuldabréfa í Kauphöllinni. Íslandsbanki gaf út slík bréf í desember s.l. og var fyrsta fjármálafyrirtækið síðan í nóvember 2008 til að gera slíkt. 2.3.2012 10:21 Efnahags- og viðskiptaráðuneytið ber fullt traust til stjórnar FME Að mati efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hefur stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME), með brottrekstri forstjórans Gunnars Andersen, gert það sem henni bar við þær aðstæður sem komið höfðu upp og nýtur stjórnin fulls trausts ráðuneytisins. 2.3.2012 07:22 Gera ráð fyrir mikilli verðbólgu og hækkun stýrivaxta Íslenskir markaðsaðilar gera ráð fyrir að verðbólgan verði áfram mikil næstu tvö árin og að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir talsvert á þessu ári. 2.3.2012 06:59 Seðlabanki Kanada tilbúinn í formlegar viðræður við Íslendinga Alan Bones sendiherra Kanada á Íslandi segir að Seðlabanki Kanada sé tilbúinn í formlegar viðræður um að Ísland taki upp Kanadadollar sem gjaldmiðil verði farið fram á slíkt. 2.3.2012 06:47 Kínverskir ferðamenn geta greitt með korti Kínverskir ferðamenn geta nú notað greiðslukort á Íslandi. Samningar þess efnis tókust nýlega á milli Borgunar hf. og kínverska kreditkortarisans Union Pay sem er eitt stærsta kreditkortafyrirtæki heims. Kínverskir ferðamenn þurftu áður að nota peninga. 2.3.2012 05:00 Gæti tekið mánuði að klára endurútreikninga gengislána Samruni Íslandsbanka og Byrs, sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði, verður að fullu frágenginn um helgina. Við það mun efnahagsreikningur Íslandsbanka stækka um fimmtung. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir samrunaferlið hafa gengið sérlega vel. "Það er mjög flókið ferli að flytja viðskipti eins banka yfir á annan, upplýsingatæknilega séð. Við erum búin að sameina fimm útibú og breyttum Byr-útibúinu í Hraunbæ í Íslandsbankaútibú. Þó að tæknilegi þátturinn skipti gríðarlega miklu máli þá skiptir ekki síður máli hversu jákvætt starfsfólkið hefur verið í garð sameiningarinnar. 2.3.2012 03:15 Ætla að reisa 200 nýjar íbúðir Húsnæðisamvinnufélagið Búseti hyggst reisa um 200 litlar og meðalstórar íbúðir í Holtunum í miðborg Reykjavíkur. Búseti keypti lóð og byggingarrétt á svæðinu á 550 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Búseta segir að tilkoma íbúðanna verði bylting fyrir félagið og íbúa á svæðinu. 1.3.2012 20:45 Krefst svara vegna uppsagnar Gunnars Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, hefur óskað eftir fundi í nefndinni til að fara yfir stöðu Fjármálaeftirlitsins. 1.3.2012 19:54 Blikur á lofti - Erindi Feldstein í heild sinni Dr. Martin Feldstein, prófessor í hagfræði við Harvard háskóla, segir blikur vera á lofti í efnahagsmálum heimsins um þessar mundir. Í Bandaríkjunum sé viðvarandi vandamál á fasteignamarkaðnum, sökum mikillar skuldsetningar margra þeirra sem keypt hafa húsnæði á síðustu árum. Auk þess sé staða efnahagsmála viðkvæm og halda þurfi vel á spöðunum, ekki síst í Evrópu, ef ekki eigi illa að fara. Þetta kom fram í erindi Feldsteins á ráðstefnu Landsbankans á Hótel Nordica í dag, en þar var fjallað um stöðu efnahagsmála vítt og breitt, og hvert stefndi í þeim efnum. 1.3.2012 17:48 Skuldastaða þjóðarbúsins nam 9200 milljörðum Hrein neikvæð staða þjóðarbúsins nam 9227 milljörðum króna í lok síðasta árs, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4434 milljörðum króna en skuldirnar námu 13661 milljörðum króna. Nettóskuldir þjóðarbúsins voru 49 milljörðum króna lægri við lok fjórða ársfjórðungs miðað við fjórðunginn á undan. 1.3.2012 17:54 Samstarf Iceland Express og Holidays Czech Airlines framlengt Samstarfssamningur Iceland Express og tékkneska flugfélagsins Holidays Czech Airlines hefur verið framlengdur fram til vors 2013. Skrifað var undir samninginn í Prag í dag en flugvöllur borgarinnar er heimahöfn Holidays. Prag er einmitt einn af nokkrum nýjum áfangastöðum Iceland Express og hefjast ferðir þangað í júní og verða í boði að minnsta kosti út ágúst. 1.3.2012 15:50 365 og Síminn undirrita samkomulag um Fjölvarpið Forstjórar Símans og 365 miðla skrifuðu í dag undir samkomulag sem gerir 365 miðlum kleift að dreifa öllu sjónvarpsefni félagsins um kerfi Símans. Til þessa hefur verið samkomulag í gildi um dreifingu, Stöðvar 2, Stöðvar 2 extra, Stöðvar 2 bíó og Sportstöðva Stöðvar 2, en Fjölvarp Stöðvar 2 hefur verið undanskilið. 1.3.2012 14:15 Á að hafa aflað sér gagna um fjármál þingmanns með ólögmætum hætti Stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvað að kæra Gunnar Andersen forstjóra stofnunarinnar til lögreglu fyrir að afla sér gagna um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns með ólögmætum hætti. Starfsmaður Landsbankans mun samkvæmt heimildum hafa komið með gögnin heim til Gunnars í fyrradag. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. 1.3.2012 15:05 Acta lögmannsstofa flutt í Turninn í Kópavogi Lögmannsstofan Acta hefur flutt í nýtt húsnæði í Turninum í Kópavogi. Fjölgað hefur í eigendahópi stofunnar og eru eigendurnir nú sex talsins. 1.3.2012 14:18 Höskuldur Ásgeirsson hættir í Hörpu Höskuldur Ásgeirsson hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri fasteignafélags og rekstrarfélags Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík og tengdra félaga frá og með 1. febrúar 2012. Hann tók við framkvæmdastjórastarfinu á miðju ári 2009 eftir endurskipulagningu verkefnisins við framkvæmdir og undirbúning rekstrar Hörpu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. 1.3.2012 14:06 Eimskip kaupir Íssysturnar Eimskip hefur gengið frá kaupum á þremur frysti- og kæliskipum sem byggð voru í Árósum í Danmörku. Eimskip hefur verið með skipin á leigu síðan árið 2005. Skipin þrjú hafa verið mikilvægur hlekkur í frysti- og kæliflutningum Eimskips, en þau henta mjög vel fyrir flutninga á frystum sjávarafurðum á Norður Atlantshafi. 1.3.2012 10:44 Borgun semur við kínverskan kreditkortarisa Borgun hf. hefur gert samning við kínverska kreditkortarisann Union Pay og býður nú viðskiptavinum sínum upp á færsluhirðingu á hinum kínversku kortum. Til þessa hefur íslenskum þjónustuaðilum ekki verið fært að taka á móti kortum frá Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgun. 1.3.2012 10:39 Gunnar kærður til lögreglunnar Stjórn FME hefur kært Gunnar Þ. Andersen til lögreglu samkvæmt yfirlýsingu frá stjórninni. Ástæðan sem er tilgreind er sú að Gunnar kann að hafa brotið af sér í starfi með því að afla sér trúnaðarupplýsinga úr bankakerfinu með ólögmætum hætti. 1.3.2012 10:24 Búið að reka Gunnar - yfirlögfræðingur FME tekur við forstjórastarfi Stjórn Fjármálaeftirlitsins tilkynnti Gunnari Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í morgun að honum hefði verið sagt upp starfi og gerði honum að hætta þegar í stað. 1.3.2012 09:47 Lífeyrissjóður verzlunarmanna lækkar fasta vexti niður í 3,9% Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur ákveðið að lækka fasta vexti á nýjum sjóðfélagalánum úr 4,5% í 3,9%. Breytilegir vextir verða áfram 2,98%. 1.3.2012 09:43 Mið-austurlenskir menn í starfsþjálfun á Reyðarfirði Von er á þrjátíu manna hópi starfsnema frá Sádi-arabíu næstakomandi sunnudag, en þeir eru starfsmenn Alcoa og verða þjálfaðir í álverinu í Reyðarfirði. Ástæðan er sú að Alcoa og sádí-arabíska námufyrirtækið Ma'aden byggja um þessar mundir eitt af stærri álverum heims í Sádí-Arabíu í Ras Al-Khair á austurströnd konungdæmisins. 1.3.2012 09:35 Stjórn FME boðar til blaðamannafundar Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tíu. Ástæða fundarins er uppsögn Gunnars Þ. Andersen, forstjóra FME. Fylgst verður með framvindu fundarins hér á Vísi. 1.3.2012 09:34 Arion banki selur 13,3% hlut í Högum Eignabjarg, dótturfélag Arion banka hefur selt 13,3% hlut í Högum hf. fyrir 2,8 milljarða króna. 1.3.2012 08:42 Reikna með að gengisfall krónunnar haldi áfram næstu árin Ekkert lát er á gengisfalli íslensku krónunnar og nú reiknar greining Arion banka með því að gengisfallið haldi áfram næstu árin. 1.3.2012 07:41 Brot olíufélaganna var eins ófyrirleitið og hugsast getur Tekist var á í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins árin 1993 til 2001. „Um er að ræða langviðamesta og alvarlegasta brot gegn samkeppnislöggjöfinni sem nokkurn tímann hefur orðið upplýst um hér á landi,“ áréttaði Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Samkeppniseftirlitsins, í upphafi málflutnings síns. Hann hafnar fyrir hönd umbjóðenda sinna öllum kröfum á hendur þeim og telur þær byggja á röngum forsendum. Heimir sagði samráð olíufélaganna hafa falið í sér „eins alvarlegt og ófyrirleitið brot á samkeppnislöggjöfinni“ og hægt væri að hugsa sér. 1.3.2012 07:00 Segir sölu á Gagnaveitu fara gegn bókun meirihlutans Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), lagði til í mars 2011 að Gagnaveitan yrði seld. Sú tillaga hefur verið á borði eigendanefndar Orkuveitunnar síðan og segir Dagur B. Eggertsson, formaður og formaður eigendanefndar, að tekin verði afstaða til sölu í vor. Kjartan óttast hins vegar að það verði of seint og rýri verðgildið. 1.3.2012 06:00 Báðu um lengri frest og fengu Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason, sem sæta ákæru sérstaks saksóknara, lögðu ekki fram skriflegar varnir sínar í greinargerðarformi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag eins og við var búist. 1.3.2012 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Spáir stýrivaxtahækkun í þessum mánuði Greining Íslandsbanka spáir því að Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 21. mars nk. 5.3.2012 09:33
Vöruskiptin hagstæð um 12,5 milljarða Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir febrúar síðastliðinn var útflutningur 54,1 milljarður króna og innflutningur 41,6 milljarðar króna. Vöruskiptin í febrúar voru því hagstæð um 12,5 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 5.3.2012 09:05
Viðskiptajöfnuður óhagstæður um tæpa 50 milljarða Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 48,9 milljarða kr. á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samanborið við 8 milljarða kr. hagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. 5.3.2012 07:52
Kanadamenn jákvæðir gagnvart upptöku dollarsins á Íslandi Mikil umræða hefur verið í öllum helstu fjölmiðlum Kanada um helgina um ráðstefnu Framsóknarfélags Reykjavíkur á laugardag þar sem rætt var um upptöku Kanadadollars í stað krónunnar. 5.3.2012 06:40
Björgólfur Thor með tilboð í 176 milljarða símafyrirtæki í Búlgaríu Björgólfur Thor Björgólfsson hefur lagt fram tilboð í stærsta símafyrirtæki Búlgaríu en það er metið á 176 milljarða króna. 5.3.2012 06:35
Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á morgun Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á morgun. Hæstaréttarlögmaður segir þá ákæruliði sem eftir standa í málinu hæpna og óskýra. Hann segir að Geir Haarde og fyrrverandi ríkisstjórn hafi tekist að afstýra miklu tjóni fyrir íslenska þjóð með neyðarlögunum. Ef sakfella eigi Geir fyrir aðgerðaleysi verði að benda á nákvæmar aðgerðir sem hann átti að stuðla að í aðdraganda hrunsins og hvaða þýðingu þær hefðu haft. 4.3.2012 19:47
Íslendingar eiga að horfa til evrunnar Íslendingar verða að móta nýja stefnu í gjaldeyrismálum með það að markmiði að taka upp nýja mynt. Þetta er mat Ólafs Ísleifssonar lektors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir að krónan hafi lamandi áhrif á atvinnustarfsemi hér á landi. 4.3.2012 12:00
Segir krónuna ekki vera framtíðargjaldmiðil Íslands Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að krónan sé ekki framtíðargjaldmiðill Íslands en þrátt fyrir það þá verði Íslendingar að styðjast við hana næstu árin. 4.3.2012 11:00
Færeyingar kaupa helmingshlut í SMS Einkahlutafélagið Apogee, sem er í eigu Jóhannesar Jónssonar kaupsýslumanns og stofnanda Bónuss, hefur selt helmingshlut sinn í færeysku verslanakeðjunni SMS í Færeyjum til tveggja færeyskra kaupsýslumanna. 3.3.2012 12:18
Vara við frekari launahækkunum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að frekari launahækkanir umfram framleiðniaukningu geti kynt undir verðbólgu á Íslandi og grafið undan samkeppnisforskoti í útflutningi. Þetta er á meðal þess sem sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nefnir sem eina af helstu hættunum sem íslenskt efnahagslíf standi andspænis. 2.3.2012 21:47
Hagar eina fyrirtækið sem lækkaði Það var heldur þungt yfir mörkuðum vestanhafs í dag. Allar helstu hlutabréfavísitölur í kauphöllinni á Wall Street lækkuðu. Nasdaq lækkaði til dæmis um 0,43%, S&P um 0,32% og Dow um 0,27%. 2.3.2012 22:23
Baldur kærir til Mannréttindadómstóls Evrópu Baldur Guðlaugsson hefur áfrýjað dómi Hæstaréttar Íslands til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í yfirlýsingu sem barst frá lögmannsstofunni Lex fyrir hönd Baldurs eru tilgrein fimm atriði sem Baldur telur að standist ekki. 2.3.2012 15:19
Skúli hættir að verja Gunnar vegna trúnaðarbrests Skúli Bjarnason hrl., sem hefur gætt hagsmuna Gunnars Þ. Andersen, hefur sagt sig frá málinu vegna trúnaðarbrests. Í yfirlýsingu sem Skúli sendi frá sér fyrir skömmu segir að nýja upplýsingar sem fram komu í uppsagnarbréfi í gær og skýrðust með ákveðnum hætti í gærkvöldi, hafi komið sér í algerlega opna skjöldu og séu til þess fallnar að setja málið í nýjan farveg. 2.3.2012 10:53
Skarphéðinn fær 300 þúsund í miskabætur Athafnamanninum Skarphéðni Berg Steinarssyni voru dæmdar 300 þúsund krónur í miskabætur í Hæstarétti Íslands í gær. Skarphéðinn stefndi íslenska ríkinu vegna kyrrsetninga á eignum hans vegna rannsóknar á bókhaldi og skattskilum FL Group hf., nú Stoða. 2.3.2012 10:12
FME: Tryggja skal fullar endurgreiðslur vegna gengislána Í framhaldi af gengislánadómi Hæstaréttar hefur Fjármálaeftirlitið (FME) beint þeim tilmælum til lánastofnanna að þær meti hvort rétt sé að senda frekari greiðsluseðla til slíkra skuldara, og tryggja skuldurum sem reynast hafa ofgreitt miðað við nýjan endurreikning fullar endurgreiðslur. 2.3.2012 07:57
Landsbankinn sendir út óleiðrétta greiðsluseðla Landsbankinn ætlar að halda áfram að senda út greiðsluseðla vegna lána á sömu forsendum og áður þó svo að óvissa kunni að ríkja um hvort lán falli undir fordæmisgildi hæstaréttardóms sem féll þann 15 febrúar síðastliðinn. Niðurstaða dómsins varð sú að ekki mætti reikna íslenska seðlabankavexti afturvirkt á lán sem voru dæmd ólögleg í Hæstarétti sumarið 2010. 2.3.2012 17:40
Nýsköpunarsjóður selur hlut sinn í Marorku til þýskalands Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) hefur selt 14,9 % hlut sinn í Marorku ehf til þýska fjárfestingafélagsins Mayfair. Nýsköpunarsjóður fjárfesti í Marorku árið 2006 til að fjármagna fyrstu skref Marorku á alþjóðlegum markaði. 2.3.2012 11:48
Íslandsbanki gefur aftur út sértryggð skuldabréf Íslandsbanki hefur gefið út tvo nýja flokka sértryggðra skuldabréfa í Kauphöllinni. Íslandsbanki gaf út slík bréf í desember s.l. og var fyrsta fjármálafyrirtækið síðan í nóvember 2008 til að gera slíkt. 2.3.2012 10:21
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið ber fullt traust til stjórnar FME Að mati efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hefur stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME), með brottrekstri forstjórans Gunnars Andersen, gert það sem henni bar við þær aðstæður sem komið höfðu upp og nýtur stjórnin fulls trausts ráðuneytisins. 2.3.2012 07:22
Gera ráð fyrir mikilli verðbólgu og hækkun stýrivaxta Íslenskir markaðsaðilar gera ráð fyrir að verðbólgan verði áfram mikil næstu tvö árin og að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir talsvert á þessu ári. 2.3.2012 06:59
Seðlabanki Kanada tilbúinn í formlegar viðræður við Íslendinga Alan Bones sendiherra Kanada á Íslandi segir að Seðlabanki Kanada sé tilbúinn í formlegar viðræður um að Ísland taki upp Kanadadollar sem gjaldmiðil verði farið fram á slíkt. 2.3.2012 06:47
Kínverskir ferðamenn geta greitt með korti Kínverskir ferðamenn geta nú notað greiðslukort á Íslandi. Samningar þess efnis tókust nýlega á milli Borgunar hf. og kínverska kreditkortarisans Union Pay sem er eitt stærsta kreditkortafyrirtæki heims. Kínverskir ferðamenn þurftu áður að nota peninga. 2.3.2012 05:00
Gæti tekið mánuði að klára endurútreikninga gengislána Samruni Íslandsbanka og Byrs, sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði, verður að fullu frágenginn um helgina. Við það mun efnahagsreikningur Íslandsbanka stækka um fimmtung. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir samrunaferlið hafa gengið sérlega vel. "Það er mjög flókið ferli að flytja viðskipti eins banka yfir á annan, upplýsingatæknilega séð. Við erum búin að sameina fimm útibú og breyttum Byr-útibúinu í Hraunbæ í Íslandsbankaútibú. Þó að tæknilegi þátturinn skipti gríðarlega miklu máli þá skiptir ekki síður máli hversu jákvætt starfsfólkið hefur verið í garð sameiningarinnar. 2.3.2012 03:15
Ætla að reisa 200 nýjar íbúðir Húsnæðisamvinnufélagið Búseti hyggst reisa um 200 litlar og meðalstórar íbúðir í Holtunum í miðborg Reykjavíkur. Búseti keypti lóð og byggingarrétt á svæðinu á 550 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Búseta segir að tilkoma íbúðanna verði bylting fyrir félagið og íbúa á svæðinu. 1.3.2012 20:45
Krefst svara vegna uppsagnar Gunnars Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, hefur óskað eftir fundi í nefndinni til að fara yfir stöðu Fjármálaeftirlitsins. 1.3.2012 19:54
Blikur á lofti - Erindi Feldstein í heild sinni Dr. Martin Feldstein, prófessor í hagfræði við Harvard háskóla, segir blikur vera á lofti í efnahagsmálum heimsins um þessar mundir. Í Bandaríkjunum sé viðvarandi vandamál á fasteignamarkaðnum, sökum mikillar skuldsetningar margra þeirra sem keypt hafa húsnæði á síðustu árum. Auk þess sé staða efnahagsmála viðkvæm og halda þurfi vel á spöðunum, ekki síst í Evrópu, ef ekki eigi illa að fara. Þetta kom fram í erindi Feldsteins á ráðstefnu Landsbankans á Hótel Nordica í dag, en þar var fjallað um stöðu efnahagsmála vítt og breitt, og hvert stefndi í þeim efnum. 1.3.2012 17:48
Skuldastaða þjóðarbúsins nam 9200 milljörðum Hrein neikvæð staða þjóðarbúsins nam 9227 milljörðum króna í lok síðasta árs, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4434 milljörðum króna en skuldirnar námu 13661 milljörðum króna. Nettóskuldir þjóðarbúsins voru 49 milljörðum króna lægri við lok fjórða ársfjórðungs miðað við fjórðunginn á undan. 1.3.2012 17:54
Samstarf Iceland Express og Holidays Czech Airlines framlengt Samstarfssamningur Iceland Express og tékkneska flugfélagsins Holidays Czech Airlines hefur verið framlengdur fram til vors 2013. Skrifað var undir samninginn í Prag í dag en flugvöllur borgarinnar er heimahöfn Holidays. Prag er einmitt einn af nokkrum nýjum áfangastöðum Iceland Express og hefjast ferðir þangað í júní og verða í boði að minnsta kosti út ágúst. 1.3.2012 15:50
365 og Síminn undirrita samkomulag um Fjölvarpið Forstjórar Símans og 365 miðla skrifuðu í dag undir samkomulag sem gerir 365 miðlum kleift að dreifa öllu sjónvarpsefni félagsins um kerfi Símans. Til þessa hefur verið samkomulag í gildi um dreifingu, Stöðvar 2, Stöðvar 2 extra, Stöðvar 2 bíó og Sportstöðva Stöðvar 2, en Fjölvarp Stöðvar 2 hefur verið undanskilið. 1.3.2012 14:15
Á að hafa aflað sér gagna um fjármál þingmanns með ólögmætum hætti Stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvað að kæra Gunnar Andersen forstjóra stofnunarinnar til lögreglu fyrir að afla sér gagna um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns með ólögmætum hætti. Starfsmaður Landsbankans mun samkvæmt heimildum hafa komið með gögnin heim til Gunnars í fyrradag. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. 1.3.2012 15:05
Acta lögmannsstofa flutt í Turninn í Kópavogi Lögmannsstofan Acta hefur flutt í nýtt húsnæði í Turninum í Kópavogi. Fjölgað hefur í eigendahópi stofunnar og eru eigendurnir nú sex talsins. 1.3.2012 14:18
Höskuldur Ásgeirsson hættir í Hörpu Höskuldur Ásgeirsson hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri fasteignafélags og rekstrarfélags Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík og tengdra félaga frá og með 1. febrúar 2012. Hann tók við framkvæmdastjórastarfinu á miðju ári 2009 eftir endurskipulagningu verkefnisins við framkvæmdir og undirbúning rekstrar Hörpu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. 1.3.2012 14:06
Eimskip kaupir Íssysturnar Eimskip hefur gengið frá kaupum á þremur frysti- og kæliskipum sem byggð voru í Árósum í Danmörku. Eimskip hefur verið með skipin á leigu síðan árið 2005. Skipin þrjú hafa verið mikilvægur hlekkur í frysti- og kæliflutningum Eimskips, en þau henta mjög vel fyrir flutninga á frystum sjávarafurðum á Norður Atlantshafi. 1.3.2012 10:44
Borgun semur við kínverskan kreditkortarisa Borgun hf. hefur gert samning við kínverska kreditkortarisann Union Pay og býður nú viðskiptavinum sínum upp á færsluhirðingu á hinum kínversku kortum. Til þessa hefur íslenskum þjónustuaðilum ekki verið fært að taka á móti kortum frá Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgun. 1.3.2012 10:39
Gunnar kærður til lögreglunnar Stjórn FME hefur kært Gunnar Þ. Andersen til lögreglu samkvæmt yfirlýsingu frá stjórninni. Ástæðan sem er tilgreind er sú að Gunnar kann að hafa brotið af sér í starfi með því að afla sér trúnaðarupplýsinga úr bankakerfinu með ólögmætum hætti. 1.3.2012 10:24
Búið að reka Gunnar - yfirlögfræðingur FME tekur við forstjórastarfi Stjórn Fjármálaeftirlitsins tilkynnti Gunnari Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í morgun að honum hefði verið sagt upp starfi og gerði honum að hætta þegar í stað. 1.3.2012 09:47
Lífeyrissjóður verzlunarmanna lækkar fasta vexti niður í 3,9% Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur ákveðið að lækka fasta vexti á nýjum sjóðfélagalánum úr 4,5% í 3,9%. Breytilegir vextir verða áfram 2,98%. 1.3.2012 09:43
Mið-austurlenskir menn í starfsþjálfun á Reyðarfirði Von er á þrjátíu manna hópi starfsnema frá Sádi-arabíu næstakomandi sunnudag, en þeir eru starfsmenn Alcoa og verða þjálfaðir í álverinu í Reyðarfirði. Ástæðan er sú að Alcoa og sádí-arabíska námufyrirtækið Ma'aden byggja um þessar mundir eitt af stærri álverum heims í Sádí-Arabíu í Ras Al-Khair á austurströnd konungdæmisins. 1.3.2012 09:35
Stjórn FME boðar til blaðamannafundar Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tíu. Ástæða fundarins er uppsögn Gunnars Þ. Andersen, forstjóra FME. Fylgst verður með framvindu fundarins hér á Vísi. 1.3.2012 09:34
Arion banki selur 13,3% hlut í Högum Eignabjarg, dótturfélag Arion banka hefur selt 13,3% hlut í Högum hf. fyrir 2,8 milljarða króna. 1.3.2012 08:42
Reikna með að gengisfall krónunnar haldi áfram næstu árin Ekkert lát er á gengisfalli íslensku krónunnar og nú reiknar greining Arion banka með því að gengisfallið haldi áfram næstu árin. 1.3.2012 07:41
Brot olíufélaganna var eins ófyrirleitið og hugsast getur Tekist var á í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins árin 1993 til 2001. „Um er að ræða langviðamesta og alvarlegasta brot gegn samkeppnislöggjöfinni sem nokkurn tímann hefur orðið upplýst um hér á landi,“ áréttaði Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Samkeppniseftirlitsins, í upphafi málflutnings síns. Hann hafnar fyrir hönd umbjóðenda sinna öllum kröfum á hendur þeim og telur þær byggja á röngum forsendum. Heimir sagði samráð olíufélaganna hafa falið í sér „eins alvarlegt og ófyrirleitið brot á samkeppnislöggjöfinni“ og hægt væri að hugsa sér. 1.3.2012 07:00
Segir sölu á Gagnaveitu fara gegn bókun meirihlutans Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), lagði til í mars 2011 að Gagnaveitan yrði seld. Sú tillaga hefur verið á borði eigendanefndar Orkuveitunnar síðan og segir Dagur B. Eggertsson, formaður og formaður eigendanefndar, að tekin verði afstaða til sölu í vor. Kjartan óttast hins vegar að það verði of seint og rýri verðgildið. 1.3.2012 06:00
Báðu um lengri frest og fengu Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason, sem sæta ákæru sérstaks saksóknara, lögðu ekki fram skriflegar varnir sínar í greinargerðarformi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag eins og við var búist. 1.3.2012 04:00