Viðskipti innlent

Ætla að reisa 200 nýjar íbúðir

Magnús Halldórsson skrifar
Húsnæðisamvinnufélagið Búseti hyggst reisa um 200 litlar og meðalstórar íbúðir í Holtunum í miðborg Reykjavíkur. Búseti keypti lóð og byggingarrétt á svæðinu á 550 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Búseta segir að tilkoma íbúðanna verði bylting fyrir félagið og íbúa á svæðinu.

Byggingarreiturinn sem um ræðir er í holtunum í Reykjavík á eftirsóttu svæði. Fyrir hrun fjármálakerfisins, þegar fjárfestingar á fasteignamarkaðnum voru margar hverja ævintýralegar, voru uppi áform um að byggja 400 íbúðir á þessu svæði.

Hugmyndir Búseta eru mun hófstilltari og gera hugmyndir ráð fyrir því að um 200 íbúðir geti risið á svæðinu. Vinna við hönnun svæðisins fer fram á þessu en vonir standa til þess að framkvæmdir geti hafist á vormánuðum næsta árs.

Fasteignafélagið Reginn, dótturfélag Landsbankans, hefur að undanförnu unnið að því að selja frá sér byggingarrétt á þessu svæði. Um er að ræða um 20 þúsund fermetra byggingarsvæði, en félagið hefur sérstaklega horft til þess að svæðið henti vel til uppbyggingar leiguíbúða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×