Viðskipti innlent

Báðu um lengri frest og fengu

Lárus Welding
Lárus Welding
Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason, sem sæta ákæru sérstaks saksóknara, lögðu ekki fram skriflegar varnir sínar í greinargerðarformi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag eins og við var búist.

Þeim hafði verið gefinn frestur til 28. febrúar en við fyrirtökuna óskuðu lögmenn þeirra eftir lengri fresti og féllst dómari á það. Næsta fyrirtaka í málinu er 23. mars og er gert ráð fyrir að greinargerðum verði skilað þá.

Lárus, sem var forstjóri Glitnis, og Guðmundur, sem stýrði fyrirtækjasviði bankans, eru ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa veitt Milestone tíu milljarða króna lán til að komast hjá veðkalli. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×