Viðskipti innlent

Acta lögmannsstofa flutt í Turninn í Kópavogi

Eigendahópur Acta lögmannsstofu.
Eigendahópur Acta lögmannsstofu. mynd/Acta
Lögmannsstofan Acta hefur flutt í nýtt húsnæði í Turninum í Kópavogi. Fjölgað hefur í eigendahópi stofunnar og eru eigendurnir nú sex talsins.

Eigendur Acta eru Berglind Svavarsdóttir hrl., Inga Björg Hjaltadóttir hdl., Inga Lillý Brynjólfsdóttir hdl., Margrét Gunnlaugsdóttir hrl., Sigríður Kristinsdóttir hdl. og Þyrí H. Steingrímsdóttir hdl.

Acta lögmannsstofa býður upp á lögmannsþjónustu við fyrirtæki, opinbera aðila og einstaklinga.

Í fréttatilkynningu frá Acta segir Þyrí Halla Steingrímsdóttir að stofan hafi lengi fundið fyrir vöntun á lögmönnum á þessu svæði. „Við völdum staðsetninguna með það í huga að ekki eru margar lögmannsstofur í Kópavogi eða í umdæmum Héraðsdóms Reykjaness."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×