Viðskipti innlent

Á að hafa aflað sér gagna um fjármál þingmanns með ólögmætum hætti

Gunnar Þ. Andersen.
Gunnar Þ. Andersen.
Stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvað að kæra Gunnar Andersen forstjóra stofnunarinnar til lögreglu fyrir að afla sér gagna um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns með ólögmætum hætti. Starfsmaður Landsbankans mun samkvæmt heimildum hafa komið með gögnin heim til Gunnars í fyrradag. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Þar segir ennfremur að samkvæmt yfirlýsingu stjórnar FME barst þeim atvikið til eyrna í gær. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans vildi hvorki neita né játa að umrædd atvik hafi átt sér stað, málið væri í lögreglurannsókn. Lögregla staðfestir að sér hafi borist kæra frá stjórn Fjármálaeftirlitsins.

Ekki er ljóst hvaða upplýsingar um ræðir, en því var haldið fram í hádegisfréttum RÚV að um væri að ræða frétt DV um um að eignarhaldsfélag Guðlaugs Þórs hefði fengið greiddar tæpar 33 milljónir króna frá Landsbanka Íslands í júní árið 2003. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt.


Tengdar fréttir

Stjórn FME boðar til blaðamannafundar

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tíu. Ástæða fundarins er uppsögn Gunnars Þ. Andersen, forstjóra FME. Fylgst verður með framvindu fundarins hér á Vísi.

Gunnar kærður til lögreglunnar

Stjórn FME hefur kært Gunnar Þ. Andersen til lögreglu samkvæmt yfirlýsingu frá stjórninni. Ástæðan sem er tilgreind er sú að Gunnar kann að hafa brotið af sér í starfi með því að afla sér trúnaðarupplýsinga úr bankakerfinu með ólögmætum hætti.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×