Viðskipti innlent

Höskuldur Ásgeirsson hættir í Hörpu

Höskuldur Ásgeirsson hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri fasteignafélags og rekstrarfélags Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík og tengdra félaga frá og með 1. febrúar 2012. Hann tók við framkvæmdastjórastarfinu á miðju ári 2009 eftir endurskipulagningu verkefnisins við framkvæmdir og undirbúning rekstrar Hörpu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu.

Höskuldur mun starfa áfram sem framkvæmdastjóri í fáeina mánuði eða þar til nýtt skipurit liggur fyrir og nýr forstjóri hefur verið ráðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×