Viðskipti innlent

Spáir stýrivaxtahækkun í þessum mánuði

Greining Íslandsbanka spáir því að Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 21. mars nk.

Í spánni kemur fram að greiningin telur að peningastefnunefndin hækki stýrivexti bankans þrisvar á þessu ári um samtals 0,75 prósentur.

„Reiknum við með því að nefndin hækki vexti bankans í maí og síðan aftur í ágúst, þ.e. samhliða útgáfu nýrrar verðbólgu- og hagvaxtarspár. Stýrivextir bankans verða þá komnir í 5,5% í lok árs. Við reiknum með frekari stýrivaxtahækkunum á næsta ári," segir í Morgunkorni greiningarinnar.

„Helstu rök fyrir hækkun vaxta 21. mars verða að okkar mati að gengi krónunnar hefur lækkað og verðbólguhorfur versnað frá síðustu vaxtaákvörðun nefndarinnar 8. febrúar síðastliðinn.

Óvissan í spánni er frekari lækkun á gengi krónunnar fram að vaxtaákvörðunarfundi nefndarinnar sem kann að kalla á enn meiri vaxtahækkun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×