Viðskipti innlent

Blikur á lofti - Erindi Feldstein í heild sinni

Dr. Martin Feldstein, prófessor í hagfræði við Harvard háskóla, segir blikur vera á lofti í efnahagsmálum heimsins um þessar mundir. Í Bandaríkjunum sé viðvarandi vandamál á fasteignamarkaðnum, sökum mikillar skuldsetningar margra þeirra sem keypt hafa húsnæði á síðustu árum. Auk þess sé staða efnahagsmála viðkvæm og halda þurfi vel á spöðunum, ekki síst í Evrópu, ef ekki eigi illa að fara. Þetta kom fram í erindi Feldsteins á ráðstefnu Landsbankans á Hótel Nordica í dag, en þar var fjallað um stöðu efnahagsmála vítt og breitt, og hvert stefndi í þeim efnum.

Feldstein sagði evruna sjálfa, og þá staðreynd að hún væri sameiginleg mynt sautján ólíkra ríkja, vera meginorsök vandans í Evrópu. Evran hentaði einfaldlega ekki öllum hagkerum á myntsvæðinu og því hefðu sum þeirra, ekki síst í Suður-Evrópu, skaðast af því að vera með evruna á meðan önnur ríki, eins og Þýskaland hefðu styrkt stöðu sína.

Feldstein útskrifaðist sem hagfræðingur frá Harvard 1961 og sem doktor frá Oxford University 1967. Hann starfaði um árabil sem forseti og framkvæmdastjóri við National Bureau of Economic Research, og gegndi formennsku yfir efnhagsráði Ronalds Reagans þegar hann var forseti Bandaríkjanna. Þá hefur Feldstein veitt ríkisstjórnum George W. Bush og Barack Obama ráðgjöf.

Sjá má erindið sem Feldsteinn flutti á Hótel Nordica í morgun, í heild sinni, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×