Fleiri fréttir Mun kalla menn til ábyrgðar vegna uppsagnarinnar Gunnar Andersen vill fá svar fyrir klukkan fjögur á morgun um það hvort stjórn Fjármálaeftirlitsinjs muni ekki hætta við uppsögn hans. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaður Gunnars, Skúli Bjarnason, sendi stjórn Fjármálaeftirlitsins í dag. 29.2.2012 21:43 Össur hækkaði Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 1,10% í dag. Mestu máli skipti þar 3,16% hækkun í Össuri. Hagar hækkuðu líka um 1,48% í dag, eins og fram kemur í markaðsupplýsingum Keldunnar á Vísi í dag. 29.2.2012 22:09 Lyf og heilsa greiði 100 milljóna sekt Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála að Lyf og heilsa skyldi greiða 100 milljónir króna í sekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu gagnvart Apóteki Vesturlands. Þetta kemur fram á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. 29.2.2012 20:22 Huldufélag keypti án auglýsingar eignir REI af Orkuveitunni Fyrirtækið Orka Energy Holding keypti eignir Reykjavik Energy Invest (REI) af Orkuveitu Reykjavíkur sl. haust án auglýsingar en hvorki Orkuveitan né Geysir Green Energy geta upplýst um eigendur Orku Energy Holding, sem eru að hluta Íslendingar. Óvíst er hvað Orkuveita Reykjavíkur hefur tapað miklu á REI-útrásarævintýrinu. 29.2.2012 19:10 Vilja kaupa sorpeyðingarstöð á Suðurnesjum fyrir 1250 milljónir Bandaríska fyrirtækið Triumvirate Environmental hefur lýst sig reiðubúið til að greiða allt að 10 milljónum bandaríkjadala eða jafnvirði um 1.250 milljóna íslenskra króna fyrir eignir Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja en skuldir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja í dag nema um 950 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sorpeyðingarstöðinni. 29.2.2012 16:09 Skuldsettur vöxtur einkaneyslu er ósjálfbær "Efnahagsstefna íslenskra stjórnvalda hefur á síðastliðnum þremur til fjórum árum öðrum þræði snúist um það að styðja við einkaneyslu. Það skyldi ekki endilega koma á óvart, en á árunum 2000-2010 stóð einkaneysla undir 50-60% á vergrar landsframleiðslu á Íslandi. Hins vegar er áhyggjuefni hvort þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til í því augnamiði að fá landsmenn til að eyða peningum, séu sjálfbærar til lengri tíma.“ Þetta segir í nýjasta fréttabréfi Júpiters, rekstrarfélags MP banka. 29.2.2012 15:48 Býst við meiri hækkunum á fasteignaverði Ísland er það land í Evrópu þar sem fasteignaverð hækkaði mest á síðasta ári. Hækkunin var meiri hér en í Noregi þótt þar sé talað um fasteignabólu. Formaður félags fasteignasala segir að fasteignaverð eigi eftir að hækka meira á næstu misserum. 29.2.2012 19:19 Þarf að huga að fleiri leiðum í gjaldmiðlamálum Það eru þrjár leiðir fyrir Ísland í gjaldmiðlamálum í framtíðinni, segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann segir að einn kosturinn sé að ganga í Evrópusamstarfið og taka upp evru í gegnum það samstarf, annar kosturinn sé að taka upp einhvern annan gjaldmiðil eins og kanadadollar og þriðji kosturinn sé sá að vera með krónuna áfram. Orri sagði í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að unnt væri að vera með miklu betri peningastjórn þótt áfram yrði haldið með krónuna. 29.2.2012 17:46 Gunnar er embættismaður Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur réttarstöðu sem embættismaður ríkisins að mati Oddnýjar G. Harðardóttur fjármálaráðherra. Þetta kemur fram í bréfi sem hún sendi lögmanni Gunnars í dag og RÚV greindi frá. 29.2.2012 16:44 Fasteignaverð hækkaði mest á Íslandi í fyrra af Evrópuþjóðum Af 23 Evrópuþjóðum hækkaði verð á fasteignum mest á Íslandi á síðasta ári. Nafnverðshækkunin er meiri hér á landi en í Noregi þar sem mikil fasteignabóla er í gangi. 29.2.2012 10:21 WOW air flýgur til Salzburg í Austurríki WOW air áformar áætlunarflug til Salzburg í Austurríki næsta vetur í samvinnu við tvær íslenskar ferðaskrifstofur. WOW air áætlar að hefja flug til Salzburg seinni hluta desember nk. og fljúga þangað vikulega á laugardögum fram til loka febrúar. 29.2.2012 10:15 MP banki tapaði 484 milljónum 2011 eftir skatta MP banki tapaði 484 milljónum á síðasta ári eftir skatta, en jákvæður viðsnúningur varð á seinni helmingi ársins samanborið við fyrri helminginn. Á fyrra hluta ársins var tap fyrir skatta 681 milljón en á seinni hlutanum var hagnaður um 140 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá MP banka vegna uppgjörsins. Eigið fé bankans er 19,2 prósent en viðmið Fjármálaeftirlitsins er 16 prósent, en samkvæmt lögum er lágmarkið 8 prósent. Fréttatilkynning bankans vegna rekstrarársins 2011 er eftirfarandi: "Viðsnúningur hefur orðið á afkomu MP banka fyrr en áætlanir stjórnenda bankans gerðu ráð fyrir. 681 milljóna tap fyrir skatta varð á starfseminni fyrri hluta ársins 2011 en hagnaður á seinni hluta ársins. Heildartap ársins varð því 541 milljón fyrir skatta og 484 milljónir eftir tekjuskatt og sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki. Hagnaður á undan áætlun Hagnaður fyrir skatta seinni hluta ársins varð 140 milljónir. Á þriðja ársfjórðungi var tapið 166 milljónir en hagnaður á fjórða ársfjórðungi var 306 milljónir. Gert var ráð fyrir tapi út árið 2011 í rekstraráætlun, með batnandi afkomu jafnt og þétt á meðan starfsemi bankans næði fullum afköstum. Niðurstaðan er verulega umfram áætlanir. Lánasafn bankans óx um 76% frá júnílokum og til ársloka en útlán voru þá 13,3 milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur jukust enn meira eða frá því að vera neikvæðar um 45 milljónir króna á 2. ársfjórðungi yfir í að vera jákvæðar um 323 milljónir á 4. ársfjórðungi. Jafnframt varð veruleg aukning í þóknanatekjum en þær voru 72 milljónir á 2. ársfjórðungi en 563 milljónir á 4. ársfjórðungi. MP banki er vel fjármagnaður. Innlán námu alls 36,6 milljörðum króna við lok ársins 2011. Eigið fé bankans er 5,1 milljarðar og eiginfjárhlutfall bankans var 19,2% við árslok. Samkvæmt lögum skal hlutfallið vera að lágmarki 8% og er því vel yfir lögbundnum mörkum. Bankinn hefur afar sterka lausafjárstöðu. Fjármögnunarþekja (NSFR) er 274% og lausafjárþekja (LCR) yfir 1000%. Hvoru tveggja er vel umfram Basel III viðmið en þau gera ráð fyrir 100%.“ 29.2.2012 10:13 Vöruskiptin hagstæð um 10 milljarða í janúar Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 47,3 milljarða króna og inn fyrir 37,2 milljarða króna. Vöruskiptin í janúar voru því hagstæð um 10,1 milljarð króna. 29.2.2012 09:22 Þjónustujöfnuðurinn hagstæður um 36 milljarða í fyrra Samkvæmt bráðabirgðatölum var útflutningur á þjónustu 332,6 milljarðar kr. á árinu 2011 en innflutningur á þjónustu 296,6 milljarðar kr. Þjónustujöfnuður við útlönd á árinu 2011 var því jákvæður um 36,0 milljarða. 29.2.2012 09:13 Skeljungur lækkar bensínverðið Skeljungur hefur lækkað verð á bensínlítranum um eina krónu og 20 aura, eða um 0.47 prósent og kostar lítrinn nú 256 krónur og 70 aura hjá félaginu. 29.2.2012 07:00 Kostnaðurinn miklu minni með evrunni Kostnaður við gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands nam í fyrra 33 milljörðum króna. Þetta kemur fram í skriflegu svari Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokks, um kostnað við Evrópusambandsaðild. 29.2.2012 05:00 Setja skilyrði fyrir kaupum Bandaríska sorpeyðingarfyrirtækið Triumvirate setur fram ýmis skilyrði sem þarf að uppfylla til að kauptilboð þess í sorpeyðingarstöðina Kölku í Helguvík gangi eftir. Á meðal þess sem Triumvirate fer fram á er að öll leyfi til að halda úti þeim rekstri sem fyrirtækið ætlar sér séu til staðar og að fyrir liggi vilji Reykjanesbæjar sem lóðareiganda til að heimila stækkun á verksmiðjunni. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu um kaup 29.2.2012 04:00 Gagnaveitan verði seld í ár og skili OR milljörðum 29.2.2012 00:01 Atvinnubílstjórar skipta yfir í metan Þó nokkur fjöldi flutningabílstjóra hefur brugðist við hækkun á bensínverði með því að láta breyta vélum á bílum sínum í metanvélar eða keypt bíla með slíkar vélar. Þetta segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður bílstjórafélagsins Frama, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir ekki líkur á því að bílstjórar geti fært sig í auknu máli í rafmagnsbíla. "Ekki eins og það er í dag. Þetta eru svo fáir kílómetrar sem hægt er að aka og það held ég að gæfist ekki,“ segir Ástgeir. 28.2.2012 18:23 Íslandspóstur tapaði 144 milljónum - bréfsendingum fækkað gríðarlega Tap af rekstri Íslandspósts hf. á árinu 2011 var 144 milljónir króna og var EBITDA um 245 milljónir króna. Heildartekjur félagsins á síðasta ári námu 6,5 milljörðum króna og jukust um 3% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá póstinum. 28.2.2012 14:32 Ísútrás yoyo heldur áfram Tvær Yoyo-ísbúðir verða opnaðar á Benidorm og Alicante á Spáni fyrstu vikuna í mars. Þar í landi er lítil hefð fyrir sjálfsafgreiðslu-ísbúðum og því líklegt að sólarlandafarar taki þessari nýjung fegins hendi. 28.2.2012 21:00 Allt vöruúrval Vínbúðanna endurskoðað Til stendur að endurskoða allt vöruúrval áfengisverslana með hliðsjón af nýjum reglum, sem hafa orðið til þess að ÁTVR hefur hafnað áfengistegundum á borð við páskagull og motorhead rauðvín. 28.2.2012 19:09 Icelandair Group greiðir 800 milljónir í arð Hlutafjáreigendur í Icelandair Group munu fá greiddar samtals 800 milljónir króna í arð samkvæmt tillögu sem stjórn félagsins mun leggja fyrir aðalfund sem haldinn verður þann 23. mars næstkomandi . Um er að ræða 20,3% af hagnaði síðasta árs, en hann nam 3,93 milljörðum króna. 28.2.2012 17:47 Ragna Árnadóttir ráðin aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið ráðin sem aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Ráðning hennar er hluti af skipulagsbreytingum fyrirtækisins. Þær fela í sér að starfsmannasvið og upplýsingasvið muni nú tilheyra skrifstofu forstjóra og vera undir stjórn Rögnu. Á skrifstofu forstjóra eru nú staðsettar allar stoðdeildir fyrirtækisins sem annast úrvinnslu sameiginlegra mála fyrirtækisins. Ragna hefur starfað sem millistjórnandi hjá Landsvirkjun um skeið. 28.2.2012 17:42 Gunnar krefst úrskurðar fjármálaráðherra vegna deilu við FME Lögmaður Gunnars Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hefur krafist þess að fjármálaráðherra úrskurði um réttarstöðu Gunnars samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaður Gunnars sendi Oddnýju Harðardóttir, fjármálaráðherra í gær. 28.2.2012 16:02 Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 1,1 prósent Vísitala framleiðsluverðs í janúar 2012 var 213,6 stig (4. fjórðungur 2005 = 100) og hækkaði um 1,1% frá desember 2011. Frá þessu er greint á vefsíðu Hagstofu Íslands. 28.2.2012 10:01 Hækkanir og lækkanir á íslenska markaðnum Gengi hlutabréfa í þeim félögum sem skráð eru á markað hér á landi hafa ýmist hækkað skarplega í dag eða lækkað. Gengi bréfa í Högum hefur lækkað um 1,46 prósent í dag og er gengi bréfa í félaginu nú 16,85. 27.2.2012 15:50 SEB bankinn í Svíþjóð velur lausn frá dótturfélagi Nýherja SEB banki í Svíþjóð hefur tekið í notkun PeTra regluvörslukerfi frá Applicon, dótturfélagi Nýherja, en kerfinu er ætlað að tryggja verklag og eftirlit með verðbréfaviðskiptum bankastarfsmanna og opinberra starfsmanna. Um 10 þúsund notendur eru nú þegar að PeTra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýherja. 27.2.2012 15:36 Eignir bankanna komnar yfir 3.000 milljarða Heildareignir innlánsstofnana námu 3.008 milljörðum kr. í lok janúar sl. og höfðu því hækkað um 54,5 milljarða kr. frá því í desember. Innlendar eignir námu 2.628 milljörðum .kr. og höfðu þá hækkað um 30,9 milljarða kr. frá síðasta mánuði. 25.2.2012 11:23 Íslenska krónan fallið um fjögur prósent Íslenska krónan hefur fallið um meira en fjögur prósent gagnvart þeim myntum sem Íslendingar versla helst með í innflutningi og útflutningi frá áramótum. Til dæmis kostaði evran um 159 krónur um áramótin, en kostaði tæpar 166 krónur í gær. 25.2.2012 10:44 Þrjú tilboð í útboð skuldabréfa á Hörpu Þrjár innlendar lánastofnanir skiluðu í gær inn tilboði til að sjá um skuldabréfaútgáfu til að endurfjármagna lántökur vegna byggingar tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Búist er við því að ákvörðun um við hverja þeirra verði samið liggi fyrir í lok næstu viku. Endurfjármögnuninni á að ljúka fyrir mitt þetta ár. Skuldabréfaútgáfan verður um 18,3 milljarðar króna til að hægt verði að endurgreiða sambankalán sem veitt var fyrir byggingu hússins og eigendalán sem íslenska ríkið og Reykjavíkurborg veittu eigenda þess í lok síðasta árs. 25.2.2012 13:00 Uppsögn gæti þurft að bæta Ekki er að merkja ný gögn eða sannleik í nýjasta bréfi stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) til Gunnars Andersen, forstjóra FME, að mati Skúla Bjarnasonar, lögmanns Gunnars. 25.2.2012 11:30 Seldu í Icelandair fyrir milljarð Þrotabú Glitnis seldi í fyrrakvöld allan hlut sinn í Icelandair Group fyrir 979 milljónir króna. Um er að ræða 3,7 prósenta hlut sem seldur var á genginu 5,37 krónur á hlut. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins keyptu tveir sjóðir í stýringu hjá Stefni, í eigu Arion banka, um þriðjung af þeim hlutum sem seldir voru. 25.2.2012 09:30 Ríkisbankar lúti eigendastefnu Eigendastefna ríkisins ætti að ná til fjármálafyrirtækja í eigu hins opinbera og skylda þau þannig til að upplýsa opinberlega um eignir sínar og hvaða stefnu þau hafa um sölu þeirra. Þetta segir starfshópur forsætisráðuneytisins um verklag við einkavæðingu í skýrslu sem lögð var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í vikunni. 25.2.2012 08:00 Uppsögn Gunnars er varúðarmerki til erlendra fjárfesta Sú ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins, að segja Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, upp störfum er varúðarmerki til erlendra fjárfesta um að stofnanir Íslands séu enn viðkvæmar. 24.2.2012 16:28 Breyttir skilmálar á lánum hafa ekki áhrif á rétt fólks Þeir lántakar sem fóru í greiðsluskjól hjá umboðsmanni skuldara, fengu greiðslujöfnun, fengu lán sín fryst, fengið greiðslufrest eða aðrar skilmálabreytingar á lánum sínum eiga sama rétt og hjónin sem unnu dómsmál fyrir Hæstarétti í svokölluðum vaxtadómi í síðustu viku. Forsendan fyrir þessu er þó sú að skilmálabreytingar hafi verið gerðar á láni án þess að um vanskil hafi verið að ræða og fullnaðarkvittanir séu til staðar samkvæmt breyttum samningi. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem var unnið fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Í álitinu er þó bent á að Hæstiréttur hafi ekki fjallað sérstaklega um þessi tilvik. 24.2.2012 14:44 Rauðar tölur á hlutabréfamarkaði í dag Rauðar tölur voru einkennandi hlutabréfamarkaði hér á landi í dag. Gengi bréfa í Icelandair Group lækkaði um 1,46 prósent og gengið nú 5,41. Gengi bréfa í Högum lækkaði um 0,58 prósent og er gengið nú 17,1. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri úm 0,27 prósent og er gengið nú 187,5. 24.2.2012 22:34 Eignabjarg ætlar að selja að lágmarki 10 % í Högum Eignabjarg ehf., dótturfélag Arion banka hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu að lágmarki 10% eignarhlut í Högum hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. 24.2.2012 21:30 Vaxtadómurinn á við um alla lánasamninga Vaxtadómur Hæstaréttar, sem kveðinn var upp 15. febrúar síðastliðinn, hefur fordæmisgildi fyrir alla lánsamninga. Þetta segir í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Þá kemur jafnframt fram að dómurinn fjalli ekki um lánssamninga lögaðila en atvik kunni að vera svipuð þegar að um smærri lögaðila sé að ræða. Stærð og staða lögaðila við samningsgerð hafi þannig þýðingu. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna í lögfræðiálitinu sem Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður, Aðalsteinn Jónasson hæstaréttarlögmaður og Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómslögmaður unnu. 24.2.2012 14:10 Segir enn ekkert réttlæta uppsögn Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Skúli Bjarnason, lögmaður hans, eru nú að fara yfir bréf sem þeim barst frá stjórn Fjármálaeftirlitsins í gær. Í bréfinu er Gunnari veittur viðbótarfrestur til þriðjudags til að gera athugasemdir við fyrirætlaða uppsögn hans. Eins og kunnugt er byggir fyrirætluð uppsögn á áliti sem Ástráður Haraldsson og Ásbjörn Björnsson skrifuðu fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins. 24.2.2012 13:38 Fréttaskýring: Verðbólgan enn órafjarri markmiðinu Verðbólga mælist nú 6,3 prósent á ársgrundvelli samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því í morgun. Þrátt fyrir að það sé lækkun um 0,2 prósentustig frá því í janúar eru blikur á lofti hvað varðar verðbólguhorfur í augnablikinu. 24.2.2012 13:32 Mál Más tekið fyrir í héraðsdómi í dag Mál Más Guðmundssonar seðlabankastjóra verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Már höfðaði mál gegn bankanum vegna ágreinings um launakjör hans. Hann telur að þau séu um 300 þúsund krónum lægri en um var samið. Ástæðan er sú að kjararáð breytti ákvörðunum um laun seðlabankastjóra og annarra eftir að Már hafði samið um laun sín. 24.2.2012 13:05 Forstjóri Össurar með 15 milljónir í mánaðarlaun Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, var með 179 milljónir króna í árslaun á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu Össurar fyrir síðasta ár, sem kom út í morgun. Launin jafngilda tæplega 15 milljónum króna í mánaðarlaun. 24.2.2012 10:46 Fiskiskipum fjölgaði um 30 Alls voru 1.655 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun í lok síðasta árs og hafði þeim fjölgað um 30 frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var 764 og fjölgaði þeim um þrjú á milli ára. Togarar voru alls 58 og fjölgaði um einn frá árinu á undan. Opnir fiskibátar voru 833 og fjölgaði þeim um 26 milli ára. 24.2.2012 09:29 Nýjum einkahlutafélögum fjölgaði um 6% Um sex prósent fleiri einkahlutafélög voru skráð í janúar síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Nú voru 148 félög skráð en 139 í fyrra. Flest einkahlutafélög voru skráð í fasteignaviðskiptum. 24.2.2012 09:17 Sjá næstu 50 fréttir
Mun kalla menn til ábyrgðar vegna uppsagnarinnar Gunnar Andersen vill fá svar fyrir klukkan fjögur á morgun um það hvort stjórn Fjármálaeftirlitsinjs muni ekki hætta við uppsögn hans. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaður Gunnars, Skúli Bjarnason, sendi stjórn Fjármálaeftirlitsins í dag. 29.2.2012 21:43
Össur hækkaði Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 1,10% í dag. Mestu máli skipti þar 3,16% hækkun í Össuri. Hagar hækkuðu líka um 1,48% í dag, eins og fram kemur í markaðsupplýsingum Keldunnar á Vísi í dag. 29.2.2012 22:09
Lyf og heilsa greiði 100 milljóna sekt Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála að Lyf og heilsa skyldi greiða 100 milljónir króna í sekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu gagnvart Apóteki Vesturlands. Þetta kemur fram á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. 29.2.2012 20:22
Huldufélag keypti án auglýsingar eignir REI af Orkuveitunni Fyrirtækið Orka Energy Holding keypti eignir Reykjavik Energy Invest (REI) af Orkuveitu Reykjavíkur sl. haust án auglýsingar en hvorki Orkuveitan né Geysir Green Energy geta upplýst um eigendur Orku Energy Holding, sem eru að hluta Íslendingar. Óvíst er hvað Orkuveita Reykjavíkur hefur tapað miklu á REI-útrásarævintýrinu. 29.2.2012 19:10
Vilja kaupa sorpeyðingarstöð á Suðurnesjum fyrir 1250 milljónir Bandaríska fyrirtækið Triumvirate Environmental hefur lýst sig reiðubúið til að greiða allt að 10 milljónum bandaríkjadala eða jafnvirði um 1.250 milljóna íslenskra króna fyrir eignir Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja en skuldir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja í dag nema um 950 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sorpeyðingarstöðinni. 29.2.2012 16:09
Skuldsettur vöxtur einkaneyslu er ósjálfbær "Efnahagsstefna íslenskra stjórnvalda hefur á síðastliðnum þremur til fjórum árum öðrum þræði snúist um það að styðja við einkaneyslu. Það skyldi ekki endilega koma á óvart, en á árunum 2000-2010 stóð einkaneysla undir 50-60% á vergrar landsframleiðslu á Íslandi. Hins vegar er áhyggjuefni hvort þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til í því augnamiði að fá landsmenn til að eyða peningum, séu sjálfbærar til lengri tíma.“ Þetta segir í nýjasta fréttabréfi Júpiters, rekstrarfélags MP banka. 29.2.2012 15:48
Býst við meiri hækkunum á fasteignaverði Ísland er það land í Evrópu þar sem fasteignaverð hækkaði mest á síðasta ári. Hækkunin var meiri hér en í Noregi þótt þar sé talað um fasteignabólu. Formaður félags fasteignasala segir að fasteignaverð eigi eftir að hækka meira á næstu misserum. 29.2.2012 19:19
Þarf að huga að fleiri leiðum í gjaldmiðlamálum Það eru þrjár leiðir fyrir Ísland í gjaldmiðlamálum í framtíðinni, segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann segir að einn kosturinn sé að ganga í Evrópusamstarfið og taka upp evru í gegnum það samstarf, annar kosturinn sé að taka upp einhvern annan gjaldmiðil eins og kanadadollar og þriðji kosturinn sé sá að vera með krónuna áfram. Orri sagði í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að unnt væri að vera með miklu betri peningastjórn þótt áfram yrði haldið með krónuna. 29.2.2012 17:46
Gunnar er embættismaður Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur réttarstöðu sem embættismaður ríkisins að mati Oddnýjar G. Harðardóttur fjármálaráðherra. Þetta kemur fram í bréfi sem hún sendi lögmanni Gunnars í dag og RÚV greindi frá. 29.2.2012 16:44
Fasteignaverð hækkaði mest á Íslandi í fyrra af Evrópuþjóðum Af 23 Evrópuþjóðum hækkaði verð á fasteignum mest á Íslandi á síðasta ári. Nafnverðshækkunin er meiri hér á landi en í Noregi þar sem mikil fasteignabóla er í gangi. 29.2.2012 10:21
WOW air flýgur til Salzburg í Austurríki WOW air áformar áætlunarflug til Salzburg í Austurríki næsta vetur í samvinnu við tvær íslenskar ferðaskrifstofur. WOW air áætlar að hefja flug til Salzburg seinni hluta desember nk. og fljúga þangað vikulega á laugardögum fram til loka febrúar. 29.2.2012 10:15
MP banki tapaði 484 milljónum 2011 eftir skatta MP banki tapaði 484 milljónum á síðasta ári eftir skatta, en jákvæður viðsnúningur varð á seinni helmingi ársins samanborið við fyrri helminginn. Á fyrra hluta ársins var tap fyrir skatta 681 milljón en á seinni hlutanum var hagnaður um 140 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá MP banka vegna uppgjörsins. Eigið fé bankans er 19,2 prósent en viðmið Fjármálaeftirlitsins er 16 prósent, en samkvæmt lögum er lágmarkið 8 prósent. Fréttatilkynning bankans vegna rekstrarársins 2011 er eftirfarandi: "Viðsnúningur hefur orðið á afkomu MP banka fyrr en áætlanir stjórnenda bankans gerðu ráð fyrir. 681 milljóna tap fyrir skatta varð á starfseminni fyrri hluta ársins 2011 en hagnaður á seinni hluta ársins. Heildartap ársins varð því 541 milljón fyrir skatta og 484 milljónir eftir tekjuskatt og sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki. Hagnaður á undan áætlun Hagnaður fyrir skatta seinni hluta ársins varð 140 milljónir. Á þriðja ársfjórðungi var tapið 166 milljónir en hagnaður á fjórða ársfjórðungi var 306 milljónir. Gert var ráð fyrir tapi út árið 2011 í rekstraráætlun, með batnandi afkomu jafnt og þétt á meðan starfsemi bankans næði fullum afköstum. Niðurstaðan er verulega umfram áætlanir. Lánasafn bankans óx um 76% frá júnílokum og til ársloka en útlán voru þá 13,3 milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur jukust enn meira eða frá því að vera neikvæðar um 45 milljónir króna á 2. ársfjórðungi yfir í að vera jákvæðar um 323 milljónir á 4. ársfjórðungi. Jafnframt varð veruleg aukning í þóknanatekjum en þær voru 72 milljónir á 2. ársfjórðungi en 563 milljónir á 4. ársfjórðungi. MP banki er vel fjármagnaður. Innlán námu alls 36,6 milljörðum króna við lok ársins 2011. Eigið fé bankans er 5,1 milljarðar og eiginfjárhlutfall bankans var 19,2% við árslok. Samkvæmt lögum skal hlutfallið vera að lágmarki 8% og er því vel yfir lögbundnum mörkum. Bankinn hefur afar sterka lausafjárstöðu. Fjármögnunarþekja (NSFR) er 274% og lausafjárþekja (LCR) yfir 1000%. Hvoru tveggja er vel umfram Basel III viðmið en þau gera ráð fyrir 100%.“ 29.2.2012 10:13
Vöruskiptin hagstæð um 10 milljarða í janúar Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 47,3 milljarða króna og inn fyrir 37,2 milljarða króna. Vöruskiptin í janúar voru því hagstæð um 10,1 milljarð króna. 29.2.2012 09:22
Þjónustujöfnuðurinn hagstæður um 36 milljarða í fyrra Samkvæmt bráðabirgðatölum var útflutningur á þjónustu 332,6 milljarðar kr. á árinu 2011 en innflutningur á þjónustu 296,6 milljarðar kr. Þjónustujöfnuður við útlönd á árinu 2011 var því jákvæður um 36,0 milljarða. 29.2.2012 09:13
Skeljungur lækkar bensínverðið Skeljungur hefur lækkað verð á bensínlítranum um eina krónu og 20 aura, eða um 0.47 prósent og kostar lítrinn nú 256 krónur og 70 aura hjá félaginu. 29.2.2012 07:00
Kostnaðurinn miklu minni með evrunni Kostnaður við gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands nam í fyrra 33 milljörðum króna. Þetta kemur fram í skriflegu svari Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokks, um kostnað við Evrópusambandsaðild. 29.2.2012 05:00
Setja skilyrði fyrir kaupum Bandaríska sorpeyðingarfyrirtækið Triumvirate setur fram ýmis skilyrði sem þarf að uppfylla til að kauptilboð þess í sorpeyðingarstöðina Kölku í Helguvík gangi eftir. Á meðal þess sem Triumvirate fer fram á er að öll leyfi til að halda úti þeim rekstri sem fyrirtækið ætlar sér séu til staðar og að fyrir liggi vilji Reykjanesbæjar sem lóðareiganda til að heimila stækkun á verksmiðjunni. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu um kaup 29.2.2012 04:00
Atvinnubílstjórar skipta yfir í metan Þó nokkur fjöldi flutningabílstjóra hefur brugðist við hækkun á bensínverði með því að láta breyta vélum á bílum sínum í metanvélar eða keypt bíla með slíkar vélar. Þetta segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður bílstjórafélagsins Frama, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir ekki líkur á því að bílstjórar geti fært sig í auknu máli í rafmagnsbíla. "Ekki eins og það er í dag. Þetta eru svo fáir kílómetrar sem hægt er að aka og það held ég að gæfist ekki,“ segir Ástgeir. 28.2.2012 18:23
Íslandspóstur tapaði 144 milljónum - bréfsendingum fækkað gríðarlega Tap af rekstri Íslandspósts hf. á árinu 2011 var 144 milljónir króna og var EBITDA um 245 milljónir króna. Heildartekjur félagsins á síðasta ári námu 6,5 milljörðum króna og jukust um 3% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá póstinum. 28.2.2012 14:32
Ísútrás yoyo heldur áfram Tvær Yoyo-ísbúðir verða opnaðar á Benidorm og Alicante á Spáni fyrstu vikuna í mars. Þar í landi er lítil hefð fyrir sjálfsafgreiðslu-ísbúðum og því líklegt að sólarlandafarar taki þessari nýjung fegins hendi. 28.2.2012 21:00
Allt vöruúrval Vínbúðanna endurskoðað Til stendur að endurskoða allt vöruúrval áfengisverslana með hliðsjón af nýjum reglum, sem hafa orðið til þess að ÁTVR hefur hafnað áfengistegundum á borð við páskagull og motorhead rauðvín. 28.2.2012 19:09
Icelandair Group greiðir 800 milljónir í arð Hlutafjáreigendur í Icelandair Group munu fá greiddar samtals 800 milljónir króna í arð samkvæmt tillögu sem stjórn félagsins mun leggja fyrir aðalfund sem haldinn verður þann 23. mars næstkomandi . Um er að ræða 20,3% af hagnaði síðasta árs, en hann nam 3,93 milljörðum króna. 28.2.2012 17:47
Ragna Árnadóttir ráðin aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið ráðin sem aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Ráðning hennar er hluti af skipulagsbreytingum fyrirtækisins. Þær fela í sér að starfsmannasvið og upplýsingasvið muni nú tilheyra skrifstofu forstjóra og vera undir stjórn Rögnu. Á skrifstofu forstjóra eru nú staðsettar allar stoðdeildir fyrirtækisins sem annast úrvinnslu sameiginlegra mála fyrirtækisins. Ragna hefur starfað sem millistjórnandi hjá Landsvirkjun um skeið. 28.2.2012 17:42
Gunnar krefst úrskurðar fjármálaráðherra vegna deilu við FME Lögmaður Gunnars Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hefur krafist þess að fjármálaráðherra úrskurði um réttarstöðu Gunnars samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaður Gunnars sendi Oddnýju Harðardóttir, fjármálaráðherra í gær. 28.2.2012 16:02
Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 1,1 prósent Vísitala framleiðsluverðs í janúar 2012 var 213,6 stig (4. fjórðungur 2005 = 100) og hækkaði um 1,1% frá desember 2011. Frá þessu er greint á vefsíðu Hagstofu Íslands. 28.2.2012 10:01
Hækkanir og lækkanir á íslenska markaðnum Gengi hlutabréfa í þeim félögum sem skráð eru á markað hér á landi hafa ýmist hækkað skarplega í dag eða lækkað. Gengi bréfa í Högum hefur lækkað um 1,46 prósent í dag og er gengi bréfa í félaginu nú 16,85. 27.2.2012 15:50
SEB bankinn í Svíþjóð velur lausn frá dótturfélagi Nýherja SEB banki í Svíþjóð hefur tekið í notkun PeTra regluvörslukerfi frá Applicon, dótturfélagi Nýherja, en kerfinu er ætlað að tryggja verklag og eftirlit með verðbréfaviðskiptum bankastarfsmanna og opinberra starfsmanna. Um 10 þúsund notendur eru nú þegar að PeTra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýherja. 27.2.2012 15:36
Eignir bankanna komnar yfir 3.000 milljarða Heildareignir innlánsstofnana námu 3.008 milljörðum kr. í lok janúar sl. og höfðu því hækkað um 54,5 milljarða kr. frá því í desember. Innlendar eignir námu 2.628 milljörðum .kr. og höfðu þá hækkað um 30,9 milljarða kr. frá síðasta mánuði. 25.2.2012 11:23
Íslenska krónan fallið um fjögur prósent Íslenska krónan hefur fallið um meira en fjögur prósent gagnvart þeim myntum sem Íslendingar versla helst með í innflutningi og útflutningi frá áramótum. Til dæmis kostaði evran um 159 krónur um áramótin, en kostaði tæpar 166 krónur í gær. 25.2.2012 10:44
Þrjú tilboð í útboð skuldabréfa á Hörpu Þrjár innlendar lánastofnanir skiluðu í gær inn tilboði til að sjá um skuldabréfaútgáfu til að endurfjármagna lántökur vegna byggingar tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Búist er við því að ákvörðun um við hverja þeirra verði samið liggi fyrir í lok næstu viku. Endurfjármögnuninni á að ljúka fyrir mitt þetta ár. Skuldabréfaútgáfan verður um 18,3 milljarðar króna til að hægt verði að endurgreiða sambankalán sem veitt var fyrir byggingu hússins og eigendalán sem íslenska ríkið og Reykjavíkurborg veittu eigenda þess í lok síðasta árs. 25.2.2012 13:00
Uppsögn gæti þurft að bæta Ekki er að merkja ný gögn eða sannleik í nýjasta bréfi stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) til Gunnars Andersen, forstjóra FME, að mati Skúla Bjarnasonar, lögmanns Gunnars. 25.2.2012 11:30
Seldu í Icelandair fyrir milljarð Þrotabú Glitnis seldi í fyrrakvöld allan hlut sinn í Icelandair Group fyrir 979 milljónir króna. Um er að ræða 3,7 prósenta hlut sem seldur var á genginu 5,37 krónur á hlut. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins keyptu tveir sjóðir í stýringu hjá Stefni, í eigu Arion banka, um þriðjung af þeim hlutum sem seldir voru. 25.2.2012 09:30
Ríkisbankar lúti eigendastefnu Eigendastefna ríkisins ætti að ná til fjármálafyrirtækja í eigu hins opinbera og skylda þau þannig til að upplýsa opinberlega um eignir sínar og hvaða stefnu þau hafa um sölu þeirra. Þetta segir starfshópur forsætisráðuneytisins um verklag við einkavæðingu í skýrslu sem lögð var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í vikunni. 25.2.2012 08:00
Uppsögn Gunnars er varúðarmerki til erlendra fjárfesta Sú ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins, að segja Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, upp störfum er varúðarmerki til erlendra fjárfesta um að stofnanir Íslands séu enn viðkvæmar. 24.2.2012 16:28
Breyttir skilmálar á lánum hafa ekki áhrif á rétt fólks Þeir lántakar sem fóru í greiðsluskjól hjá umboðsmanni skuldara, fengu greiðslujöfnun, fengu lán sín fryst, fengið greiðslufrest eða aðrar skilmálabreytingar á lánum sínum eiga sama rétt og hjónin sem unnu dómsmál fyrir Hæstarétti í svokölluðum vaxtadómi í síðustu viku. Forsendan fyrir þessu er þó sú að skilmálabreytingar hafi verið gerðar á láni án þess að um vanskil hafi verið að ræða og fullnaðarkvittanir séu til staðar samkvæmt breyttum samningi. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem var unnið fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Í álitinu er þó bent á að Hæstiréttur hafi ekki fjallað sérstaklega um þessi tilvik. 24.2.2012 14:44
Rauðar tölur á hlutabréfamarkaði í dag Rauðar tölur voru einkennandi hlutabréfamarkaði hér á landi í dag. Gengi bréfa í Icelandair Group lækkaði um 1,46 prósent og gengið nú 5,41. Gengi bréfa í Högum lækkaði um 0,58 prósent og er gengið nú 17,1. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri úm 0,27 prósent og er gengið nú 187,5. 24.2.2012 22:34
Eignabjarg ætlar að selja að lágmarki 10 % í Högum Eignabjarg ehf., dótturfélag Arion banka hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu að lágmarki 10% eignarhlut í Högum hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. 24.2.2012 21:30
Vaxtadómurinn á við um alla lánasamninga Vaxtadómur Hæstaréttar, sem kveðinn var upp 15. febrúar síðastliðinn, hefur fordæmisgildi fyrir alla lánsamninga. Þetta segir í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja. Þá kemur jafnframt fram að dómurinn fjalli ekki um lánssamninga lögaðila en atvik kunni að vera svipuð þegar að um smærri lögaðila sé að ræða. Stærð og staða lögaðila við samningsgerð hafi þannig þýðingu. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna í lögfræðiálitinu sem Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður, Aðalsteinn Jónasson hæstaréttarlögmaður og Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómslögmaður unnu. 24.2.2012 14:10
Segir enn ekkert réttlæta uppsögn Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Skúli Bjarnason, lögmaður hans, eru nú að fara yfir bréf sem þeim barst frá stjórn Fjármálaeftirlitsins í gær. Í bréfinu er Gunnari veittur viðbótarfrestur til þriðjudags til að gera athugasemdir við fyrirætlaða uppsögn hans. Eins og kunnugt er byggir fyrirætluð uppsögn á áliti sem Ástráður Haraldsson og Ásbjörn Björnsson skrifuðu fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins. 24.2.2012 13:38
Fréttaskýring: Verðbólgan enn órafjarri markmiðinu Verðbólga mælist nú 6,3 prósent á ársgrundvelli samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því í morgun. Þrátt fyrir að það sé lækkun um 0,2 prósentustig frá því í janúar eru blikur á lofti hvað varðar verðbólguhorfur í augnablikinu. 24.2.2012 13:32
Mál Más tekið fyrir í héraðsdómi í dag Mál Más Guðmundssonar seðlabankastjóra verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Már höfðaði mál gegn bankanum vegna ágreinings um launakjör hans. Hann telur að þau séu um 300 þúsund krónum lægri en um var samið. Ástæðan er sú að kjararáð breytti ákvörðunum um laun seðlabankastjóra og annarra eftir að Már hafði samið um laun sín. 24.2.2012 13:05
Forstjóri Össurar með 15 milljónir í mánaðarlaun Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, var með 179 milljónir króna í árslaun á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu Össurar fyrir síðasta ár, sem kom út í morgun. Launin jafngilda tæplega 15 milljónum króna í mánaðarlaun. 24.2.2012 10:46
Fiskiskipum fjölgaði um 30 Alls voru 1.655 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun í lok síðasta árs og hafði þeim fjölgað um 30 frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var 764 og fjölgaði þeim um þrjú á milli ára. Togarar voru alls 58 og fjölgaði um einn frá árinu á undan. Opnir fiskibátar voru 833 og fjölgaði þeim um 26 milli ára. 24.2.2012 09:29
Nýjum einkahlutafélögum fjölgaði um 6% Um sex prósent fleiri einkahlutafélög voru skráð í janúar síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Nú voru 148 félög skráð en 139 í fyrra. Flest einkahlutafélög voru skráð í fasteignaviðskiptum. 24.2.2012 09:17