Vara við frekari launahækkunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. mars 2012 21:47 Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, ásamt Franek Rowzadowski fastafulltrúa hér. mynd/ vilhelm. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að frekari launahækkanir umfram framleiðniaukningu geti kynt undir verðbólgu á Íslandi og grafið undan samkeppnisforskoti í útflutningi. Þetta er á meðal þess sem sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nefnir sem eina af helstu hættunum sem íslenskt efnahagslíf standi andspænis. Eins og fram kom í fréttum í dag gaf sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins út lokayfirlýsingu eftir dvöl sína hérna sem stóð frá 21. febrúar og þangað til í dag. Í yfirlýsingunni segir að margt hafi áunnist á Íslandi síðan kreppan skall á og hagvöxtur sé hafinn á ný. Samt sem áður standi eftir erfið úrlausnarefni. Til að ná tökum á þeim þurfi stefnufestu, aukin samráð og sterkari umgjörð um stefnumið. Sendinefndin nefnir innlendar og ytri hættur sem hún telur að hagkerfið standi frammi fyrir núna. Bent er á í tengslum við innlendar hættur að seinkun fjárfestingarverkefna í orkufrekum greinum myndi hafa áhrif á hagvöxt strax vegna minni fjárfestingar og til meðallangs tíma vegna minni útflutnings. Óvissa um laga- og viðskiptaumhverfi og um stefnuna í helstu geirum atvinnulífsins gæti einnig haft áhrif á fjárfestingar. Þá er bent aá að frekari launahækkanir umfram framleiðniaukningu gætu kynt undir verðbólgu og grafið undan samkeppnisforskoti í útflutningi. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að helstu ytri hætturnar séu mögulega versnandi ástand í Evrópu sem hefði áhrif á Ísland gegnum utanríkisviðskipti, markaðsaðgengi, beina erlenda fjárfestingu og hrávöruverð. Sendinefndin segir að bankakerfið ætti að vera tiltölulega vel varið vegna lítilla tengsla við Evrópu. Hinsvegar gæti mikill skellur fyrir hagkerfið lent á bankakerfinu vegna minni hagvaxtar og samsvarandi lakari gæða eigna. Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að frekari launahækkanir umfram framleiðniaukningu geti kynt undir verðbólgu á Íslandi og grafið undan samkeppnisforskoti í útflutningi. Þetta er á meðal þess sem sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nefnir sem eina af helstu hættunum sem íslenskt efnahagslíf standi andspænis. Eins og fram kom í fréttum í dag gaf sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins út lokayfirlýsingu eftir dvöl sína hérna sem stóð frá 21. febrúar og þangað til í dag. Í yfirlýsingunni segir að margt hafi áunnist á Íslandi síðan kreppan skall á og hagvöxtur sé hafinn á ný. Samt sem áður standi eftir erfið úrlausnarefni. Til að ná tökum á þeim þurfi stefnufestu, aukin samráð og sterkari umgjörð um stefnumið. Sendinefndin nefnir innlendar og ytri hættur sem hún telur að hagkerfið standi frammi fyrir núna. Bent er á í tengslum við innlendar hættur að seinkun fjárfestingarverkefna í orkufrekum greinum myndi hafa áhrif á hagvöxt strax vegna minni fjárfestingar og til meðallangs tíma vegna minni útflutnings. Óvissa um laga- og viðskiptaumhverfi og um stefnuna í helstu geirum atvinnulífsins gæti einnig haft áhrif á fjárfestingar. Þá er bent aá að frekari launahækkanir umfram framleiðniaukningu gætu kynt undir verðbólgu og grafið undan samkeppnisforskoti í útflutningi. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að helstu ytri hætturnar séu mögulega versnandi ástand í Evrópu sem hefði áhrif á Ísland gegnum utanríkisviðskipti, markaðsaðgengi, beina erlenda fjárfestingu og hrávöruverð. Sendinefndin segir að bankakerfið ætti að vera tiltölulega vel varið vegna lítilla tengsla við Evrópu. Hinsvegar gæti mikill skellur fyrir hagkerfið lent á bankakerfinu vegna minni hagvaxtar og samsvarandi lakari gæða eigna.
Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira