Viðskipti innlent

Segir krónuna ekki vera framtíðargjaldmiðil Íslands

Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að krónan sé ekki framtíðargjaldmiðill Íslands en þrátt fyrir það þá verði Íslendingar að styðjast við hana næstu árin.

Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Björns.

Þar segir ennfremur að allt tal um að taka upp nýjan gjaldmiðil á næstu misserum sé út í hött.

Björn segir eðlilegast að Íslendingar horfi til evrunnar enda eigi íslendingar samleið með öðrum löndum Evrópum.

„Þangað seljum við mest af útflutningi okkar og þaðan flytjum við mest inn af vörum, segir Björn á heimasíðu sinni. „Það væri því órökrétt að taka annan gjaldmiðil upp en þann sem við notum hvað mest, ef á annað borð á að gera það."

Hægt er að nálgast pistil Björn hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×