Viðskipti innlent

Íslendingar eiga að horfa til evrunnar

Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands.
Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands.
Íslendingar verða að móta nýja stefnu í gjaldeyrismálum með það að markmiði að taka upp nýja mynt. Þetta er mat Ólafs Ísleifssonar lektors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir að krónan hafi lamandi áhrif á atvinnustarfsemi hér á landi.

Ólafur var meðal frummælenda á ráðstefnu Framsóknarfélags Rekjavíkur um gjaldmiðlamál í gær.

Hann segir nauðsynlegt fyrir íslendinga að taka upp nýja mynt, ókostir krónunnar séu einfaldlega of margir.

„Það eru margir hnútar í íslensku efnahagsumhverfi og þeir tengjast margir krónunni," segir Ólafur. „Einn eru höftin, gjaldeyrishöftin sem lama atvinnustarfsemina og útiloka að mestu leyti erlenda fjárfestingu og skaða okkur þannig til framtíðar vegna þess að þetta rýrir hagvöxt og allt saman það."

„Í annan stað er krónan að eyðileggja lífeyrissjóðina hún er smátt og smátt vegna þess að það er ekki hægt að fjárfesta erlendis að breyta þeim í gegnisstreymissjóði þannig að við erum að fá yfir okkur ef sú yrði raunin vandamál í lífeyrismálum eins og á meginlandi Evrópu."

Ólafur segir Íslendingar eigi að horfa til evrunnar og því verði að klára aðildarviðræðurnar við Evrópusabmandið.

„Auðvitað getum við haft augun opin fyrir möguleikum. en auðvitað er nauðsynlegt að leiða þessar viðræður til lykta og taka síðan ákvarðanir á grundvelli niðurstöðu þeirra."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×