Segir sölu á Gagnaveitu fara gegn bókun meirihlutans 1. mars 2012 06:00 Gagnaveitan rekur ljósleiðaranet sem teygir sig frá Bifröst til Vestmannaeyja. Sala fyrirtækisins á að skila OR milljörðum króna sem nýtast við greiðslu af lánum. fréttablaðið/gva Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), lagði til í mars 2011 að Gagnaveitan yrði seld. Sú tillaga hefur verið á borði eigendanefndar Orkuveitunnar síðan og segir Dagur B. Eggertsson, formaður og formaður eigendanefndar, að tekin verði afstaða til sölu í vor. Kjartan óttast hins vegar að það verði of seint og rýri verðgildið. „Eftir er að taka ákvörðun um málið í eigendanefnd og annars staðar á lýðræðislegum vettvangi þriggja sveitarfélaga. Verði sú niðurstaða jákvæð þarf síðan að vinna verðmat, útboðslýsingu og fara í ýmsa tímafreka vinnu áður en hægt er að hefja söluferlið. Menn eru því að lenda í tímahraki og það er einmitt það versta sem menn lenda í þegar verið er að selja fyrirtæki af þessari stærðargráðu.“ OR gerir ráð fyrir 5,1 milljarði króna af sölu eigna árið 2013 og stærstur hluti þeirrar upphæðar er vegna fyrirhugaðrar sölu gagnaveitunnar. Hana á þó eftir að samþykkja í stjórn og eigendanefnd. Bjarni sagði í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið þyrfti að greiða 30 milljarða af lánum á næsta ári og stór gjalddagi væri upp úr áramótum. Ætti að nýta söluvirði gagnaveitunnar í það þá þyrfti að selja fyrirtækið á þessu ári. Dagur segir söluna vera hluta af aðgerðaáætlun sem samþykkt hafi verið á síðasta ári. Farið verði yfir möguleika í stöðunni þegar kemur fram á vorið. Hann telur það ekki of seint. „Árið er ekki búið. Það skiptir mestu máli að við vöndum til verka í þessu og flönum ekki að neinu.“ Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í stjórn OR, leggst alfarið gegn sölunni. Hún segir hana einnig í trássi við bókun meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins frá í fyrra. „Það er alvarlegt hvernig stjórnendur og meirihluti Orkuveitunnar leyfa sér að tala um gagnaveituna sem eitthvað sem megi selja. Það kemur skýrt fram í bókun borgarráðs, þegar aðgerðaáætlunin var sett fram, að OR eigi að vera í meirihluta í almannaeigu.“ Dagur bendir hins vegar á að borgarráð hafi bókað í mars í fyrra að sá möguleiki verði kannaður að Gagnaveitan verði „grunnur að sameiginlegu grunnneti landsins í gagnaflutningum, sem tryggi hagstætt verð, opna samkeppni og meirihlutaeign almennings“. Sóley segir fleiri möguleika í boði varðandi tekjuöflun vegna hins stóra gjalddaga, til dæmis að selja húsnæði. Ekki sé ólíklegra að finna kaupanda að aðalstöðvum fyrirtækisins en gagnaveitunni. „Ég hef ítrekað bent á að eigendur þurfi að leggja til hliðar. Það er hætta á því að þeir þurfi að leggja fyrirtækinu til meira fé. Áætlanir um sölu eigna eru í það brattasta.“ Dagur á hins vegar síður von á því að eigendur setji meira fé inn í fyrirtækið. Aðgerðaáætlunin hafi staðist hingað til. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), lagði til í mars 2011 að Gagnaveitan yrði seld. Sú tillaga hefur verið á borði eigendanefndar Orkuveitunnar síðan og segir Dagur B. Eggertsson, formaður og formaður eigendanefndar, að tekin verði afstaða til sölu í vor. Kjartan óttast hins vegar að það verði of seint og rýri verðgildið. „Eftir er að taka ákvörðun um málið í eigendanefnd og annars staðar á lýðræðislegum vettvangi þriggja sveitarfélaga. Verði sú niðurstaða jákvæð þarf síðan að vinna verðmat, útboðslýsingu og fara í ýmsa tímafreka vinnu áður en hægt er að hefja söluferlið. Menn eru því að lenda í tímahraki og það er einmitt það versta sem menn lenda í þegar verið er að selja fyrirtæki af þessari stærðargráðu.“ OR gerir ráð fyrir 5,1 milljarði króna af sölu eigna árið 2013 og stærstur hluti þeirrar upphæðar er vegna fyrirhugaðrar sölu gagnaveitunnar. Hana á þó eftir að samþykkja í stjórn og eigendanefnd. Bjarni sagði í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið þyrfti að greiða 30 milljarða af lánum á næsta ári og stór gjalddagi væri upp úr áramótum. Ætti að nýta söluvirði gagnaveitunnar í það þá þyrfti að selja fyrirtækið á þessu ári. Dagur segir söluna vera hluta af aðgerðaáætlun sem samþykkt hafi verið á síðasta ári. Farið verði yfir möguleika í stöðunni þegar kemur fram á vorið. Hann telur það ekki of seint. „Árið er ekki búið. Það skiptir mestu máli að við vöndum til verka í þessu og flönum ekki að neinu.“ Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í stjórn OR, leggst alfarið gegn sölunni. Hún segir hana einnig í trássi við bókun meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins frá í fyrra. „Það er alvarlegt hvernig stjórnendur og meirihluti Orkuveitunnar leyfa sér að tala um gagnaveituna sem eitthvað sem megi selja. Það kemur skýrt fram í bókun borgarráðs, þegar aðgerðaáætlunin var sett fram, að OR eigi að vera í meirihluta í almannaeigu.“ Dagur bendir hins vegar á að borgarráð hafi bókað í mars í fyrra að sá möguleiki verði kannaður að Gagnaveitan verði „grunnur að sameiginlegu grunnneti landsins í gagnaflutningum, sem tryggi hagstætt verð, opna samkeppni og meirihlutaeign almennings“. Sóley segir fleiri möguleika í boði varðandi tekjuöflun vegna hins stóra gjalddaga, til dæmis að selja húsnæði. Ekki sé ólíklegra að finna kaupanda að aðalstöðvum fyrirtækisins en gagnaveitunni. „Ég hef ítrekað bent á að eigendur þurfi að leggja til hliðar. Það er hætta á því að þeir þurfi að leggja fyrirtækinu til meira fé. Áætlanir um sölu eigna eru í það brattasta.“ Dagur á hins vegar síður von á því að eigendur setji meira fé inn í fyrirtækið. Aðgerðaáætlunin hafi staðist hingað til. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira