Segir sölu á Gagnaveitu fara gegn bókun meirihlutans 1. mars 2012 06:00 Gagnaveitan rekur ljósleiðaranet sem teygir sig frá Bifröst til Vestmannaeyja. Sala fyrirtækisins á að skila OR milljörðum króna sem nýtast við greiðslu af lánum. fréttablaðið/gva Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), lagði til í mars 2011 að Gagnaveitan yrði seld. Sú tillaga hefur verið á borði eigendanefndar Orkuveitunnar síðan og segir Dagur B. Eggertsson, formaður og formaður eigendanefndar, að tekin verði afstaða til sölu í vor. Kjartan óttast hins vegar að það verði of seint og rýri verðgildið. „Eftir er að taka ákvörðun um málið í eigendanefnd og annars staðar á lýðræðislegum vettvangi þriggja sveitarfélaga. Verði sú niðurstaða jákvæð þarf síðan að vinna verðmat, útboðslýsingu og fara í ýmsa tímafreka vinnu áður en hægt er að hefja söluferlið. Menn eru því að lenda í tímahraki og það er einmitt það versta sem menn lenda í þegar verið er að selja fyrirtæki af þessari stærðargráðu.“ OR gerir ráð fyrir 5,1 milljarði króna af sölu eigna árið 2013 og stærstur hluti þeirrar upphæðar er vegna fyrirhugaðrar sölu gagnaveitunnar. Hana á þó eftir að samþykkja í stjórn og eigendanefnd. Bjarni sagði í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið þyrfti að greiða 30 milljarða af lánum á næsta ári og stór gjalddagi væri upp úr áramótum. Ætti að nýta söluvirði gagnaveitunnar í það þá þyrfti að selja fyrirtækið á þessu ári. Dagur segir söluna vera hluta af aðgerðaáætlun sem samþykkt hafi verið á síðasta ári. Farið verði yfir möguleika í stöðunni þegar kemur fram á vorið. Hann telur það ekki of seint. „Árið er ekki búið. Það skiptir mestu máli að við vöndum til verka í þessu og flönum ekki að neinu.“ Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í stjórn OR, leggst alfarið gegn sölunni. Hún segir hana einnig í trássi við bókun meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins frá í fyrra. „Það er alvarlegt hvernig stjórnendur og meirihluti Orkuveitunnar leyfa sér að tala um gagnaveituna sem eitthvað sem megi selja. Það kemur skýrt fram í bókun borgarráðs, þegar aðgerðaáætlunin var sett fram, að OR eigi að vera í meirihluta í almannaeigu.“ Dagur bendir hins vegar á að borgarráð hafi bókað í mars í fyrra að sá möguleiki verði kannaður að Gagnaveitan verði „grunnur að sameiginlegu grunnneti landsins í gagnaflutningum, sem tryggi hagstætt verð, opna samkeppni og meirihlutaeign almennings“. Sóley segir fleiri möguleika í boði varðandi tekjuöflun vegna hins stóra gjalddaga, til dæmis að selja húsnæði. Ekki sé ólíklegra að finna kaupanda að aðalstöðvum fyrirtækisins en gagnaveitunni. „Ég hef ítrekað bent á að eigendur þurfi að leggja til hliðar. Það er hætta á því að þeir þurfi að leggja fyrirtækinu til meira fé. Áætlanir um sölu eigna eru í það brattasta.“ Dagur á hins vegar síður von á því að eigendur setji meira fé inn í fyrirtækið. Aðgerðaáætlunin hafi staðist hingað til. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), lagði til í mars 2011 að Gagnaveitan yrði seld. Sú tillaga hefur verið á borði eigendanefndar Orkuveitunnar síðan og segir Dagur B. Eggertsson, formaður og formaður eigendanefndar, að tekin verði afstaða til sölu í vor. Kjartan óttast hins vegar að það verði of seint og rýri verðgildið. „Eftir er að taka ákvörðun um málið í eigendanefnd og annars staðar á lýðræðislegum vettvangi þriggja sveitarfélaga. Verði sú niðurstaða jákvæð þarf síðan að vinna verðmat, útboðslýsingu og fara í ýmsa tímafreka vinnu áður en hægt er að hefja söluferlið. Menn eru því að lenda í tímahraki og það er einmitt það versta sem menn lenda í þegar verið er að selja fyrirtæki af þessari stærðargráðu.“ OR gerir ráð fyrir 5,1 milljarði króna af sölu eigna árið 2013 og stærstur hluti þeirrar upphæðar er vegna fyrirhugaðrar sölu gagnaveitunnar. Hana á þó eftir að samþykkja í stjórn og eigendanefnd. Bjarni sagði í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið þyrfti að greiða 30 milljarða af lánum á næsta ári og stór gjalddagi væri upp úr áramótum. Ætti að nýta söluvirði gagnaveitunnar í það þá þyrfti að selja fyrirtækið á þessu ári. Dagur segir söluna vera hluta af aðgerðaáætlun sem samþykkt hafi verið á síðasta ári. Farið verði yfir möguleika í stöðunni þegar kemur fram á vorið. Hann telur það ekki of seint. „Árið er ekki búið. Það skiptir mestu máli að við vöndum til verka í þessu og flönum ekki að neinu.“ Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í stjórn OR, leggst alfarið gegn sölunni. Hún segir hana einnig í trássi við bókun meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins frá í fyrra. „Það er alvarlegt hvernig stjórnendur og meirihluti Orkuveitunnar leyfa sér að tala um gagnaveituna sem eitthvað sem megi selja. Það kemur skýrt fram í bókun borgarráðs, þegar aðgerðaáætlunin var sett fram, að OR eigi að vera í meirihluta í almannaeigu.“ Dagur bendir hins vegar á að borgarráð hafi bókað í mars í fyrra að sá möguleiki verði kannaður að Gagnaveitan verði „grunnur að sameiginlegu grunnneti landsins í gagnaflutningum, sem tryggi hagstætt verð, opna samkeppni og meirihlutaeign almennings“. Sóley segir fleiri möguleika í boði varðandi tekjuöflun vegna hins stóra gjalddaga, til dæmis að selja húsnæði. Ekki sé ólíklegra að finna kaupanda að aðalstöðvum fyrirtækisins en gagnaveitunni. „Ég hef ítrekað bent á að eigendur þurfi að leggja til hliðar. Það er hætta á því að þeir þurfi að leggja fyrirtækinu til meira fé. Áætlanir um sölu eigna eru í það brattasta.“ Dagur á hins vegar síður von á því að eigendur setji meira fé inn í fyrirtækið. Aðgerðaáætlunin hafi staðist hingað til. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira