Viðskipti innlent

Arion banki selur 13,3% hlut í Högum

Eignabjarg, dótturfélag Arion banka hefur selt 13,3% hlut í Högum hf. fyrir 2,8 milljarða króna.

Lokuðu útboði á hlutabréfum í Högum hf. lauk í gær en í tilkynningu segir að fjárfestar óskuðu eftir að kaupa fyrir alls 7,9 milljarða króna í útboðinu.

Hæsta gengi á tilboðum fjárfesta sem samþykkt voru án skerðingar nam 17,20 kr. á hlut en lægsta gengi á tilboðum fjárfesta sem samþykkt voru án skerðingar nam 17,05 kr. á hlut. Tilboð fjárfesta á genginu 17,00 kr. á hlut voru skert um 50% en lægri tilboðum var hafnað. Í útboðinu bárust gild tilboð um kaup frá fjárfestum fyrir alls um 7,9 milljarða króna

Eftir söluna er eignarhlutur Eignabjargs kominn niður í 5,98% af útgefnu hlutafé í Högum, en ákvörðun seljanda um endanlega stærð útboðs tók mið af þeim tilboðum sem bárust. Eins og fram kom í tilkynningu hafði Fjármálaeftirlitið staðfest að það gerði ekki athugasemd við að Eignabjarg héldi eftir upp að 10% eignarhlut eftir söluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×