Viðskipti innlent

Nýsköpunarsjóður selur hlut sinn í Marorku til þýskalands

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) hefur selt 14,9 % hlut sinn í Marorku ehf til þýska fjárfestingafélagsins Mayfair. Nýsköpunarsjóður fjárfesti í Marorku árið 2006 til að fjármagna fyrstu skref Marorku á alþjóðlegum markaði.

Marorka var stofnuð af Jóni Ágústi Þorsteinssyni og VSÓ ráðgjöf árið 2002 til þess að þróa hugbúnað og stjórnkerfi sem hámarka orkunýtingu skipa. Í dag er félagið leiðandi á sviði orkustjórnunar í skipum og hafa Marorku kerfi verið sett upp í skipum um víða veröld. Starfsmenn félagsins eru nú um 50 talsins og fer fjölgandi. Þórður Magnússon hefur verið stjórnarformaður Marorku frá 2004.

Johannes Lafrentz, fulltrúi Mayfair: "Skipaiðnaðurinn stendur frammi fyrir gríðarlegum áskorunum vegna hækkandi olíuverðs og aukins regluverks. Marorka er leiðandi á sviði orkustjórnunar í skipaiðnaðinum og við sjáum mjög mikil tækifæri á þessum unga og ört vaxandi markaði. Fjárfesting okkar er staðfesting á þessu og trú okkar á framtíðar möguleika Marorku. Við hlökkum til að styðja við frekari sókn á erlenda markaði og framtíðarvöxt félagsins sem byggir á hinu öfluga teymi starfsmanna í höfuðstöðvunum á Íslandi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×