Viðskipti innlent

Búið að reka Gunnar - yfirlögfræðingur FME tekur við forstjórastarfi

Stjórn Fjármálaeftirlitsins tilkynnti Gunnari Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í morgun að honum hefði verið sagt upp starfi og gerði honum að hætta þegar í stað.

Unnur Gunnarsdóttir, yfirlögfræðingur Fjármálaeftirlitsins, hefur tekið við forstjórastarfinu tímabundið.

Stjórn FME boðaði starfsmenn eftirlitsins til fundar núna kl. 9 og ætlar að gefa opinbera yfirlýsingu um málið að fundi loknum, kl. 10:00.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×