Brot olíufélaganna var eins ófyrirleitið og hugsast getur 1. mars 2012 07:00 „Þetta myndi vera hluti af gögnum málsins,“ sagði Heimir Örn Herbertsson, hæstaréttarlögmaður, um möppurnar á vagni fyrir aftan hann í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Hann ver Samkeppniseftirlitið og Ríkið í máli samráðsolíufélaganna þriggja sem vilja fá felldar niður sektir vegna samráðs síns. Fréttablaðið/GVA Tekist var á í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins árin 1993 til 2001. „Um er að ræða langviðamesta og alvarlegasta brot gegn samkeppnislöggjöfinni sem nokkurn tímann hefur orðið upplýst um hér á landi,“ áréttaði Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Samkeppniseftirlitsins, í upphafi málflutnings síns. Hann hafnar fyrir hönd umbjóðenda sinna öllum kröfum á hendur þeim og telur þær byggja á röngum forsendum. Heimir sagði samráð olíufélaganna hafa falið í sér „eins alvarlegt og ófyrirleitið brot á samkeppnislöggjöfinni“ og hægt væri að hugsa sér. Olíufélögin þrjú sem í samráðinu stóðu, Esso (Ker hf.), Skeljungur og Olís, reka sameiginlega mál á hendur Samkeppniseftirlitinu og ríkinu til að fá hnekkt sektargreiðslu vegna samráðsins. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í ársbyrjun 2005 greiddu félögin lækkaða sekt upp á ríflega 1,5 milljarða króna, með fyrirvara um lögmæti sektarinnar. Aðalkrafa olíufélaganna er að ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslurnar verði ógilt vegna þess að farið hafi verið gegn lögum í málsmeðferð þegar félögin voru til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu um leið, rannsóknarregla hafi verið brotin og á andmælarétti félaganna. Varakrafa olíufélaganna snýr að því að brot félaganna hafi verið fyrnd þegar samkeppnisráð tók ákvörðun sína um þau árið 2004. Þrautavarakrafa félaganna er svo að lækka beri sektirnar verulega þar sem ekki hafi verið hægt að sýna fram á ávinningur þeirra af samráðinu hafi verið meiri en 40 milljónir króna, en það sé forsenda þess að nota megi ákvæði þágildandi laga um sektir sem hlutfall af veltu. Þá vitnuðu lögmenn olíufélaganna til matsgerða sem sýndu að ávinningur af samráði þeirra hafi verið takmarkaður og hafi jafnvel leitt til taps. Heimir Örn kvað yfirmatsgerð slá öll slík rök út af borðinu, enda hafi þessar niðurstöður verið fengnar í „hagfræðilegu tilraunaglasi“ án vísan til þeirrar staðreyndar að félögin hafi staðið í stórfelldu samráði. Vandlega hafi verið farið yfir aðferðafræði samkeppnisyfirvalda við mat á ágóða félaganna og hún staðist alla skoðun. Þá vísaði hann til þess að fallið hafi Hæstaréttardómar og dómsáttir þar sem einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki hafi fengið bætur vegna beins skaða af samráðinu. Framreiknaðar bætur sem Sigurði Hreinssyni hafi verið dæmdar í Hæstarétti sýni að ólögmætur samráðsgróði af bensínsölu einni hafi numið 1.328 milljónum króna. Þá megi sýna fram á 900 milljóna króna hagnað vegna samráðs af skiptisölu, sem samanlagt telji 2.200 milljónir króna, hátt yfir sektargreiðslu félaganna. Heimir Örn benti jafnframt á að fyrirtæki eins og olíufélögin nytu ekki þagnarréttar þegar kæmi að rannsókn samkeppnisyfirvalda, hvað sem liði stöðu og brotum einstakra starfsmanna. Þá hafi brot félaganna verið samfellt og fyrningartími hafi bæði hafist og verið rofinn þegar rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst. Fráleitt væri að gera einhvern aðskilnað á eftirlitinu og Samkeppnisráði. „Brotið stóð yfir í níu ár. Það gerði það þegar samkeppnislög tóku gildi og stefnendur voru enn að hamast í samráðinu við húsleitina 18. desember 2001.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Sjá meira
Tekist var á í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins árin 1993 til 2001. „Um er að ræða langviðamesta og alvarlegasta brot gegn samkeppnislöggjöfinni sem nokkurn tímann hefur orðið upplýst um hér á landi,“ áréttaði Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Samkeppniseftirlitsins, í upphafi málflutnings síns. Hann hafnar fyrir hönd umbjóðenda sinna öllum kröfum á hendur þeim og telur þær byggja á röngum forsendum. Heimir sagði samráð olíufélaganna hafa falið í sér „eins alvarlegt og ófyrirleitið brot á samkeppnislöggjöfinni“ og hægt væri að hugsa sér. Olíufélögin þrjú sem í samráðinu stóðu, Esso (Ker hf.), Skeljungur og Olís, reka sameiginlega mál á hendur Samkeppniseftirlitinu og ríkinu til að fá hnekkt sektargreiðslu vegna samráðsins. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í ársbyrjun 2005 greiddu félögin lækkaða sekt upp á ríflega 1,5 milljarða króna, með fyrirvara um lögmæti sektarinnar. Aðalkrafa olíufélaganna er að ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslurnar verði ógilt vegna þess að farið hafi verið gegn lögum í málsmeðferð þegar félögin voru til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu um leið, rannsóknarregla hafi verið brotin og á andmælarétti félaganna. Varakrafa olíufélaganna snýr að því að brot félaganna hafi verið fyrnd þegar samkeppnisráð tók ákvörðun sína um þau árið 2004. Þrautavarakrafa félaganna er svo að lækka beri sektirnar verulega þar sem ekki hafi verið hægt að sýna fram á ávinningur þeirra af samráðinu hafi verið meiri en 40 milljónir króna, en það sé forsenda þess að nota megi ákvæði þágildandi laga um sektir sem hlutfall af veltu. Þá vitnuðu lögmenn olíufélaganna til matsgerða sem sýndu að ávinningur af samráði þeirra hafi verið takmarkaður og hafi jafnvel leitt til taps. Heimir Örn kvað yfirmatsgerð slá öll slík rök út af borðinu, enda hafi þessar niðurstöður verið fengnar í „hagfræðilegu tilraunaglasi“ án vísan til þeirrar staðreyndar að félögin hafi staðið í stórfelldu samráði. Vandlega hafi verið farið yfir aðferðafræði samkeppnisyfirvalda við mat á ágóða félaganna og hún staðist alla skoðun. Þá vísaði hann til þess að fallið hafi Hæstaréttardómar og dómsáttir þar sem einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki hafi fengið bætur vegna beins skaða af samráðinu. Framreiknaðar bætur sem Sigurði Hreinssyni hafi verið dæmdar í Hæstarétti sýni að ólögmætur samráðsgróði af bensínsölu einni hafi numið 1.328 milljónum króna. Þá megi sýna fram á 900 milljóna króna hagnað vegna samráðs af skiptisölu, sem samanlagt telji 2.200 milljónir króna, hátt yfir sektargreiðslu félaganna. Heimir Örn benti jafnframt á að fyrirtæki eins og olíufélögin nytu ekki þagnarréttar þegar kæmi að rannsókn samkeppnisyfirvalda, hvað sem liði stöðu og brotum einstakra starfsmanna. Þá hafi brot félaganna verið samfellt og fyrningartími hafi bæði hafist og verið rofinn þegar rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst. Fráleitt væri að gera einhvern aðskilnað á eftirlitinu og Samkeppnisráði. „Brotið stóð yfir í níu ár. Það gerði það þegar samkeppnislög tóku gildi og stefnendur voru enn að hamast í samráðinu við húsleitina 18. desember 2001.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Sjá meira