Brot olíufélaganna var eins ófyrirleitið og hugsast getur 1. mars 2012 07:00 „Þetta myndi vera hluti af gögnum málsins,“ sagði Heimir Örn Herbertsson, hæstaréttarlögmaður, um möppurnar á vagni fyrir aftan hann í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Hann ver Samkeppniseftirlitið og Ríkið í máli samráðsolíufélaganna þriggja sem vilja fá felldar niður sektir vegna samráðs síns. Fréttablaðið/GVA Tekist var á í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins árin 1993 til 2001. „Um er að ræða langviðamesta og alvarlegasta brot gegn samkeppnislöggjöfinni sem nokkurn tímann hefur orðið upplýst um hér á landi,“ áréttaði Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Samkeppniseftirlitsins, í upphafi málflutnings síns. Hann hafnar fyrir hönd umbjóðenda sinna öllum kröfum á hendur þeim og telur þær byggja á röngum forsendum. Heimir sagði samráð olíufélaganna hafa falið í sér „eins alvarlegt og ófyrirleitið brot á samkeppnislöggjöfinni“ og hægt væri að hugsa sér. Olíufélögin þrjú sem í samráðinu stóðu, Esso (Ker hf.), Skeljungur og Olís, reka sameiginlega mál á hendur Samkeppniseftirlitinu og ríkinu til að fá hnekkt sektargreiðslu vegna samráðsins. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í ársbyrjun 2005 greiddu félögin lækkaða sekt upp á ríflega 1,5 milljarða króna, með fyrirvara um lögmæti sektarinnar. Aðalkrafa olíufélaganna er að ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslurnar verði ógilt vegna þess að farið hafi verið gegn lögum í málsmeðferð þegar félögin voru til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu um leið, rannsóknarregla hafi verið brotin og á andmælarétti félaganna. Varakrafa olíufélaganna snýr að því að brot félaganna hafi verið fyrnd þegar samkeppnisráð tók ákvörðun sína um þau árið 2004. Þrautavarakrafa félaganna er svo að lækka beri sektirnar verulega þar sem ekki hafi verið hægt að sýna fram á ávinningur þeirra af samráðinu hafi verið meiri en 40 milljónir króna, en það sé forsenda þess að nota megi ákvæði þágildandi laga um sektir sem hlutfall af veltu. Þá vitnuðu lögmenn olíufélaganna til matsgerða sem sýndu að ávinningur af samráði þeirra hafi verið takmarkaður og hafi jafnvel leitt til taps. Heimir Örn kvað yfirmatsgerð slá öll slík rök út af borðinu, enda hafi þessar niðurstöður verið fengnar í „hagfræðilegu tilraunaglasi“ án vísan til þeirrar staðreyndar að félögin hafi staðið í stórfelldu samráði. Vandlega hafi verið farið yfir aðferðafræði samkeppnisyfirvalda við mat á ágóða félaganna og hún staðist alla skoðun. Þá vísaði hann til þess að fallið hafi Hæstaréttardómar og dómsáttir þar sem einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki hafi fengið bætur vegna beins skaða af samráðinu. Framreiknaðar bætur sem Sigurði Hreinssyni hafi verið dæmdar í Hæstarétti sýni að ólögmætur samráðsgróði af bensínsölu einni hafi numið 1.328 milljónum króna. Þá megi sýna fram á 900 milljóna króna hagnað vegna samráðs af skiptisölu, sem samanlagt telji 2.200 milljónir króna, hátt yfir sektargreiðslu félaganna. Heimir Örn benti jafnframt á að fyrirtæki eins og olíufélögin nytu ekki þagnarréttar þegar kæmi að rannsókn samkeppnisyfirvalda, hvað sem liði stöðu og brotum einstakra starfsmanna. Þá hafi brot félaganna verið samfellt og fyrningartími hafi bæði hafist og verið rofinn þegar rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst. Fráleitt væri að gera einhvern aðskilnað á eftirlitinu og Samkeppnisráði. „Brotið stóð yfir í níu ár. Það gerði það þegar samkeppnislög tóku gildi og stefnendur voru enn að hamast í samráðinu við húsleitina 18. desember 2001.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Tekist var á í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins árin 1993 til 2001. „Um er að ræða langviðamesta og alvarlegasta brot gegn samkeppnislöggjöfinni sem nokkurn tímann hefur orðið upplýst um hér á landi,“ áréttaði Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Samkeppniseftirlitsins, í upphafi málflutnings síns. Hann hafnar fyrir hönd umbjóðenda sinna öllum kröfum á hendur þeim og telur þær byggja á röngum forsendum. Heimir sagði samráð olíufélaganna hafa falið í sér „eins alvarlegt og ófyrirleitið brot á samkeppnislöggjöfinni“ og hægt væri að hugsa sér. Olíufélögin þrjú sem í samráðinu stóðu, Esso (Ker hf.), Skeljungur og Olís, reka sameiginlega mál á hendur Samkeppniseftirlitinu og ríkinu til að fá hnekkt sektargreiðslu vegna samráðsins. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í ársbyrjun 2005 greiddu félögin lækkaða sekt upp á ríflega 1,5 milljarða króna, með fyrirvara um lögmæti sektarinnar. Aðalkrafa olíufélaganna er að ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslurnar verði ógilt vegna þess að farið hafi verið gegn lögum í málsmeðferð þegar félögin voru til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu um leið, rannsóknarregla hafi verið brotin og á andmælarétti félaganna. Varakrafa olíufélaganna snýr að því að brot félaganna hafi verið fyrnd þegar samkeppnisráð tók ákvörðun sína um þau árið 2004. Þrautavarakrafa félaganna er svo að lækka beri sektirnar verulega þar sem ekki hafi verið hægt að sýna fram á ávinningur þeirra af samráðinu hafi verið meiri en 40 milljónir króna, en það sé forsenda þess að nota megi ákvæði þágildandi laga um sektir sem hlutfall af veltu. Þá vitnuðu lögmenn olíufélaganna til matsgerða sem sýndu að ávinningur af samráði þeirra hafi verið takmarkaður og hafi jafnvel leitt til taps. Heimir Örn kvað yfirmatsgerð slá öll slík rök út af borðinu, enda hafi þessar niðurstöður verið fengnar í „hagfræðilegu tilraunaglasi“ án vísan til þeirrar staðreyndar að félögin hafi staðið í stórfelldu samráði. Vandlega hafi verið farið yfir aðferðafræði samkeppnisyfirvalda við mat á ágóða félaganna og hún staðist alla skoðun. Þá vísaði hann til þess að fallið hafi Hæstaréttardómar og dómsáttir þar sem einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki hafi fengið bætur vegna beins skaða af samráðinu. Framreiknaðar bætur sem Sigurði Hreinssyni hafi verið dæmdar í Hæstarétti sýni að ólögmætur samráðsgróði af bensínsölu einni hafi numið 1.328 milljónum króna. Þá megi sýna fram á 900 milljóna króna hagnað vegna samráðs af skiptisölu, sem samanlagt telji 2.200 milljónir króna, hátt yfir sektargreiðslu félaganna. Heimir Örn benti jafnframt á að fyrirtæki eins og olíufélögin nytu ekki þagnarréttar þegar kæmi að rannsókn samkeppnisyfirvalda, hvað sem liði stöðu og brotum einstakra starfsmanna. Þá hafi brot félaganna verið samfellt og fyrningartími hafi bæði hafist og verið rofinn þegar rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst. Fráleitt væri að gera einhvern aðskilnað á eftirlitinu og Samkeppnisráði. „Brotið stóð yfir í níu ár. Það gerði það þegar samkeppnislög tóku gildi og stefnendur voru enn að hamast í samráðinu við húsleitina 18. desember 2001.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira