Gunnar kærður til lögreglunnar 1. mars 2012 10:24 Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME ásamt Unni Gunnarsdóttur, nýráðnum forstjóra FME. Stjórn FME hefur kært Gunnar Þ. Andersen til lögreglu samkvæmt yfirlýsingu frá stjórninni. Ástæðan sem er tilgreind er sú að Gunnar kann að hafa brotið af sér í starfi með því að afla sér trúnaðarupplýsinga úr bankakerfinu með ólögmætum hætti. Blaðamannafundur stendur nú yfir vegna málsins en FME tilkynnti skyndilega í morgun að Gunnar myndi tafarlaust láta af störfum og Unnur Gunnarsdóttir, yfirlögfræðingur FME tæki við forstjórastarfinu. Þetta kemur aðeins degi eftir að fjármálaráðherra úrskurðaði að Gunnar væri embættismaður lögum samkvæmt, og því með réttarstöðu samkvæmt því. Harðvítugar deilur hafa verið á milli Gunnars og stjórnar FME síðan Gunnari var tilkynnt að það að til stæði að segja honum upp störfum eftir að stjórn FME hafði farið ítarlega yfir stöðu Gunnars og málsatvik er tengdust fyrri störfum hans fyrir Landsbankann, og þá hvort þau gerðu hann vanhæfan til þess að gegna starfinu. Gunnar starfaði hjá bankanum á árunum 1992 og fram að því að Björgólfsfeðgar urðu stærstu eigendur Landsbankans, árið 2003. Ein af helstu ástæðum þess að Gunnari var sagt upp var aðkoma hans að aflandsfélögum fyrir um tíu árum síðan.Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu stjórnarinnar:Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur í dag kynnt Gunnari Þ. Andersen, forstjóra stofnunarinnar, þá ákvörðun sína að segja upp ráðningarsamningi hans. Þetta er gert að vandlega athuguðu máli og eftir að stjórnin hefur kannað ítarlega gögn og rök í málinu.Ástæða uppsagnarinnar er að brostnar eru forsendur fyrir því að Gunnar geti gegnt starfinu þar sem á hæfi hans skortir. Þetta verður rakið til fortíðar hans sem eins af framkvæmdastjórum Landsbanka Íslands.Þar við bætist að í gær bárust stjórn FME ábendingar um Gunnar kynni að hafa brotið af sér í starfi með því að afla sér trúnaðarupplýsinga úr bankakerfinu með ólögmætum hætti. Stjórn FME kærði málið til lögreglu í morgun og Gunnar hætti störfum þegar í stað. Unnur Gunnarsdóttir, yfirlögfræðingur stofnunarinnar, hefur tekið við forstjórastarfi FME tímabundið.Gunnar veitti á sínum tíma tveimur aflandsfélögum forstöðu á vegum Landsbankans og tók þá þátt í því að veita FME villandi eða beinlínis rangar upplýsingar um tilvist félaganna. Af þeim ástæðum telur stjórn FME hann ekki hæfan til að gegna forstjórastarfi í FME. Vanhæfi af þessu tagi kann til dæmis að vera fyrir hendi þegar FME metur háttsemi eftirlitsskyldra aðila sem grunaðir eru um að veita eftirlitinu ekki fullnægjandi upplýsingar. Eins getur reynt á vanhæfi af þessum toga þegar FME leggur mat á hæfi einstaklinga til að gegna stjórnarstörfum eftirlitsskyldra aðila, sitja í stjórn slíkra aðila og fara með virkan eignarhlut í þeim. Að auki sendir afstaða Gunnars röng og skaðleg skilaboð til aðila markaðarins og starfsmanna FME sem vinna undir stjórn hans.Forstjórinn fráfarandi hefur sjálfur lýst yfir opinberlega að hann hafi staðið rétt að verki við upplýsingamiðlun gagnvart FME. Afstaða hans, sem þannig birtist, er andstæð þeirri stefnu sem FME markaði eftir hrun fjármálakerfisins um að fylgja því eftir af festu að viðhafðir séu heiðarlegir og eðlilegir viðskiptahættir innan fjármálakerfisins. Hæfi og trúverðugleiki forstjóra FME þarf að vera hafið yfir allan vafa. Tengdar fréttir Stjórn FME boðar til blaðamannafundar Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tíu. Ástæða fundarins er uppsögn Gunnars Þ. Andersen, forstjóra FME. Fylgst verður með framvindu fundarins hér á Vísi. 1. mars 2012 09:34 Búið að reka Gunnar - yfirlögfræðingur FME tekur við forstjórastarfi Stjórn Fjármálaeftirlitsins tilkynnti Gunnari Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í morgun að honum hefði verið sagt upp starfi og gerði honum að hætta þegar í stað. 1. mars 2012 09:47 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Stjórn FME hefur kært Gunnar Þ. Andersen til lögreglu samkvæmt yfirlýsingu frá stjórninni. Ástæðan sem er tilgreind er sú að Gunnar kann að hafa brotið af sér í starfi með því að afla sér trúnaðarupplýsinga úr bankakerfinu með ólögmætum hætti. Blaðamannafundur stendur nú yfir vegna málsins en FME tilkynnti skyndilega í morgun að Gunnar myndi tafarlaust láta af störfum og Unnur Gunnarsdóttir, yfirlögfræðingur FME tæki við forstjórastarfinu. Þetta kemur aðeins degi eftir að fjármálaráðherra úrskurðaði að Gunnar væri embættismaður lögum samkvæmt, og því með réttarstöðu samkvæmt því. Harðvítugar deilur hafa verið á milli Gunnars og stjórnar FME síðan Gunnari var tilkynnt að það að til stæði að segja honum upp störfum eftir að stjórn FME hafði farið ítarlega yfir stöðu Gunnars og málsatvik er tengdust fyrri störfum hans fyrir Landsbankann, og þá hvort þau gerðu hann vanhæfan til þess að gegna starfinu. Gunnar starfaði hjá bankanum á árunum 1992 og fram að því að Björgólfsfeðgar urðu stærstu eigendur Landsbankans, árið 2003. Ein af helstu ástæðum þess að Gunnari var sagt upp var aðkoma hans að aflandsfélögum fyrir um tíu árum síðan.Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu stjórnarinnar:Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur í dag kynnt Gunnari Þ. Andersen, forstjóra stofnunarinnar, þá ákvörðun sína að segja upp ráðningarsamningi hans. Þetta er gert að vandlega athuguðu máli og eftir að stjórnin hefur kannað ítarlega gögn og rök í málinu.Ástæða uppsagnarinnar er að brostnar eru forsendur fyrir því að Gunnar geti gegnt starfinu þar sem á hæfi hans skortir. Þetta verður rakið til fortíðar hans sem eins af framkvæmdastjórum Landsbanka Íslands.Þar við bætist að í gær bárust stjórn FME ábendingar um Gunnar kynni að hafa brotið af sér í starfi með því að afla sér trúnaðarupplýsinga úr bankakerfinu með ólögmætum hætti. Stjórn FME kærði málið til lögreglu í morgun og Gunnar hætti störfum þegar í stað. Unnur Gunnarsdóttir, yfirlögfræðingur stofnunarinnar, hefur tekið við forstjórastarfi FME tímabundið.Gunnar veitti á sínum tíma tveimur aflandsfélögum forstöðu á vegum Landsbankans og tók þá þátt í því að veita FME villandi eða beinlínis rangar upplýsingar um tilvist félaganna. Af þeim ástæðum telur stjórn FME hann ekki hæfan til að gegna forstjórastarfi í FME. Vanhæfi af þessu tagi kann til dæmis að vera fyrir hendi þegar FME metur háttsemi eftirlitsskyldra aðila sem grunaðir eru um að veita eftirlitinu ekki fullnægjandi upplýsingar. Eins getur reynt á vanhæfi af þessum toga þegar FME leggur mat á hæfi einstaklinga til að gegna stjórnarstörfum eftirlitsskyldra aðila, sitja í stjórn slíkra aðila og fara með virkan eignarhlut í þeim. Að auki sendir afstaða Gunnars röng og skaðleg skilaboð til aðila markaðarins og starfsmanna FME sem vinna undir stjórn hans.Forstjórinn fráfarandi hefur sjálfur lýst yfir opinberlega að hann hafi staðið rétt að verki við upplýsingamiðlun gagnvart FME. Afstaða hans, sem þannig birtist, er andstæð þeirri stefnu sem FME markaði eftir hrun fjármálakerfisins um að fylgja því eftir af festu að viðhafðir séu heiðarlegir og eðlilegir viðskiptahættir innan fjármálakerfisins. Hæfi og trúverðugleiki forstjóra FME þarf að vera hafið yfir allan vafa.
Tengdar fréttir Stjórn FME boðar til blaðamannafundar Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tíu. Ástæða fundarins er uppsögn Gunnars Þ. Andersen, forstjóra FME. Fylgst verður með framvindu fundarins hér á Vísi. 1. mars 2012 09:34 Búið að reka Gunnar - yfirlögfræðingur FME tekur við forstjórastarfi Stjórn Fjármálaeftirlitsins tilkynnti Gunnari Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í morgun að honum hefði verið sagt upp starfi og gerði honum að hætta þegar í stað. 1. mars 2012 09:47 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Stjórn FME boðar til blaðamannafundar Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tíu. Ástæða fundarins er uppsögn Gunnars Þ. Andersen, forstjóra FME. Fylgst verður með framvindu fundarins hér á Vísi. 1. mars 2012 09:34
Búið að reka Gunnar - yfirlögfræðingur FME tekur við forstjórastarfi Stjórn Fjármálaeftirlitsins tilkynnti Gunnari Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í morgun að honum hefði verið sagt upp starfi og gerði honum að hætta þegar í stað. 1. mars 2012 09:47