Viðskipti innlent

Mið-austurlenskir menn í starfsþjálfun á Reyðarfirði

Ál.
Ál.
Von er á þrjátíu manna hópi starfsnema frá Sádi-arabíu næstakomandi sunnudag, en þeir eru starfsmenn Alcoa og verða þjálfaðir í álverinu í Reyðarfirði. Ástæðan er sú að Alcoa og sádí-arabíska námufyrirtækið Ma'aden byggja um þessar mundir eitt af stærri álverum heims í Sádí-Arabíu í Ras Al-Khair á austurströnd konungdæmisins.

Nemarnir frá Sádí-Arabíu hafa litla eða enga reynslu af vestrænni menningu og við undirbúning verkefnisins er gert ráð fyrir ólíkum menningarheimum, til dæmis er varðar afstöðu til trúmála, stéttaskiptingar, þátttöku kvenna á vinnumarkaði og fleira.

Forstjóri Fjarðaráls segir að það standi ekki til að umbylta menningu álversins, en það sé sameinast um það að sýna fyllstu kurteisi til að dvöl gestanna verði lærdómsrík og ánægjuleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×