Viðskipti innlent

Viðskiptajöfnuður óhagstæður um tæpa 50 milljarða

Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 48,9 milljarða kr. á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samanborið við 8 milljarða kr. hagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 15,3 milljarðar kr. en 5 milljarða kr. halli var á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hinsvegar neikvæður um 59,2 milljarða kr.

Halla á þáttatekjum má eins og áður að miklu leyti rekja til innlánsstofnana í slitameðferð. Reiknuð gjöld vegna þeirra námu 44,3 milljörðum kr. og tekjur 17,7 milljarðar kr.

Jöfnuður þáttatekna án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð var óhagstæður um 32,7 milljarða kr. og viðskiptajöfnuður óhagstæður um 22,3 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×