Fleiri fréttir Engar breytingar hjá SpKef fyrst um sinn Öll útibú SpKef verða opin samkvæmt venju og viðskiptavinir geta leitað til eigin þjónustufulltrúa með fyrirspurnir. Reikningar og reikningsnúmer viðskiptavina verða óbreytt fyrst um sinn. 7.3.2011 10:22 Fagna áliti um vafa á afturvirkum vöxtum Samtök lánþega fagna áliti embættis Talsmanns neytenda hvar settur er fram rökstuddur vafi umheimild fjármálafyrirtækja til að krefja lánþega um afturvirka vexti. 7.3.2011 09:52 Icelandair tryggt fyrir tjóni vegna brotlendingarinnar Icelandair Group er að fullu tryggt fyrir öllu tjóni sem flugfélagið verður fyrir vegna brotlendingar Dash 8 vélarinnar á Grænlandi í síðustu viku, nema tjóni vegna tekjumissis sem leiðir af því að missa eina vél úr rekstri leiðakerfi Flugfélags Íslands næstu vikurnar. 7.3.2011 09:34 Yfir 200 manns sagt upp í hópuppsögnum í ár Alls hafa Vinnumálastofnun borist tilkynningar um uppsagnir á 208 manns á árinu 2011 (janúar og febrúar) í hópuppsögnum mest í mannvirkjagerð. 7.3.2011 08:46 Hagnaður BankNordik tæpir 9 milljarðar í fyrra BankNordik, áður Færeyjabanki, skilaði 416 milljónum danskra kr. eða tæplega 9 milljörðum kr., í hagnað fyrir skatta á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaður bankans 135 milljónum danskra kr. árið áður. 7.3.2011 08:29 Íbúðakaup halda áfram að aukast í borginni Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 76. Þar af voru 66 samningar um eignir í fjölbýli, 8 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarfjöldinn er nokkuð hærri en meðaltal síðustu 12 vikna sem er 62 samningar á viku. 7.3.2011 07:48 Yfirtaka Landsbankans á SpKef kynnt í Stapanum Landsbankinn hefur boðað til blaðamannafundar í Stapa í Reykjanesbæ klukkan tíu til að kynna yfirtöku Landsbankans á SpKef, sem formlega tekur gildi klukkan hálf níu. 7.3.2011 07:14 Mikilvægt að bankar gæti aðhalds Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki vita hvort fulltrúar hennar í stjórn Arion banka og Íslandsbanka hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir stjórnenda á síðasta ári. 7.3.2011 07:00 300 milljarða hagkerfi í 101 Virðisaukaskattskyld velta fyrirtækja í 101 Reykjavík var liðlega 200 milljarðar króna árið 2010. 7.3.2011 06:00 Milljónir teknar út úr SpKef fyrir helgi Tugir milljóna voru teknar út af reikningum í SPKEf á föstudag vegna yfirvofandi samruna sparisjóðsins og Landsbankans. Óttast er að stórir viðskiptavinir SPkef hyggist taka út sínar innstæður þegar bankinn opnar á morgun. 6.3.2011 18:29 Kyrrstöðusamningi við Gaum rift Arion banki hefur rift kyrrstöðusamningi sem bankinn gerði við félagið Gaum á síðasta ári. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 6.3.2011 19:11 Bankastjórar rjúka upp í launum Laun bankastjóra Arion hækkuðu um rúm fjörtíu prósent á síðasta ári. Þannig greindi Vísir frá því í gær að bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fengi greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði samkvæmt ársskýrslu bankans. Þá hafa laun yfirstjórnenda bankans hækkað um 37 prósent milli ára. 6.3.2011 12:05 Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009. 5.3.2011 18:25 Landsbankinn fundar með starfsmönnum SpKef á mánudag Alls rekur SpKef sextán útibú víðsvegar um landið en þar af eru fjögur byggðarlög einnig með útibú frá Landsbankanum, en tilkynnt var um sameiningu bankanna í dag. Byggðarlögin, sem Landsbankaútibú og Sparisjóðsútibú eru á sama stað, eru Keflavík, Ísafjörður, Grindavík og Ólafsvik. Alls eru afgreiðslustaðir SpKef eru alls sextán. 5.3.2011 17:49 SpKef og Landsbankinn sameinast Í hádeginu var undirritaður samningur milli fjármálaráðherra og Landsbanka Íslands um yfirtöku og samruna Landsbankans við Spkef sparisjóð samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 5.3.2011 16:13 Sameiningin hefur veruleg áhrif á sparisjóðakerfið Fyrirhugaður samruni Spkef sparisjóðs og Landsbankans sem tilkynnt hefur verið um mun hafa veruleg áhrif á sparisjóðakerfið í heild enda vegur Spkef sparisjóður þungt í heildarefnahag sparisjóðakerfisins, segir í tilkynningu frá Bankasýslu ríkisins. 5.3.2011 16:35 Gagnrýnir sameiningu SpKef og Landsbankans harðlega Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir harðlega áform um sameiningu SpKef og Landsbankans, hún hefur óskað eftir fundi í viðskiptanefnd vegna málsins. 5.3.2011 12:08 Fyrirtækjum gert erfitt fyrir 5.3.2011 07:00 Segir að kostnaður gæti orðið 1.100 milljarðar ef mál tapast Nefndarmaður í Icesave-samninganefndinni segir að umræða um dómstólaleiðina sé mjög villandi. Ef niðurstaða samningsbrotamáls fyrir EFTA-dómstólnum sé brot vegna mismununar gætu Íslendingar þurft að greiða ellefu hundruð milljarða króna til Breta og Hollendinga. 4.3.2011 18:29 Eignir Kaupþings jukust um 135 milljarða í fyrra Verðmat eigna Kaupþings banka jókst um 135 milljarða króna eða um 17% á árinu 2010. Þá hefur verið leiðrétt fyrir áhrifum vegna 12% styrkingar á gengi krónunnar á tímabilinu. Óveðsettar eignir bankans eru metnar á 817 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýjum fjárhagsupplýsingum í skýrslu fyrir kröfuhafa bankans. 4.3.2011 13:53 Hagnaður Arion banka nam 12,6 milljörðum í fyrra Hagnaður Arion banka á árinu 2010 nam 12,6 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 12,9 milljarða á árinu 2009. 4.3.2011 13:49 Vodafone hækkar farsíma- og heimasímagjöld Breytingar verða á verðskrá Vodafone þann 1. apríl nk. Upphafsgjöld í farsíma og heimasíma munu hækka en mánaðargjöld á almennum þjónustuleiðum fyrir einstaklinga munu ekki breytast svo dæmi séu tekin. 4.3.2011 13:40 Hlutabréf í Össuri hf. færð á Athugunarlista Hlutabréf Össurar hf. hafa verið færð á Athugunarlista Kauphallarinnar í framhaldi af samþykkt aðalfundar félagsins í morgun. Þar var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöllinni. 4.3.2011 12:42 Landsbankinn tekur yfir starfsemi SpKef Sparisjóðurinn í Keflavík verður að öllum líkindum sameinaður Landsbankanum en viðræður eru langt komnar. Stjórnarmenn í sparisjóðnum voru ekki hafðir með í ráðum og lásu fyrst um þetta í fjölmiðlum. Þeir búast við að þetta verði jafnvel klárað um helgina. 4.3.2011 12:15 Capacent íhugar að höfða meiðyrðamál gegn skiptastjóra Capacent íhuga að höfða meiðyrðarmál á hendur skiptastjóra félagsins GH1 vegna ítrekaðra yfirlýsinga um lögbrot, en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Capacent sem var send á fjölmiðla vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í morgun. 4.3.2011 12:04 Málefni SpKef vekja furðu og reiði í Húnaþingi "Fréttaflutningur sl. vikna af málefnum, stöðu og starfsháttum Sparisjóðs Keflavíkur sem m.a. er byggður á áðurnefndri skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu Fjármálaeftirlitsins um starfshætti sparisjóðsins frá september 2008 vekur furðu og reiði í Húnaþingi.“ 4.3.2011 11:57 Skuldatryggingaálag Íslands helst stöðugt Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur verið nokkuð stöðugt upp á síðkastið. Í lok dags í gær stóð álagið í 246 punktum (2,46%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni og hafði lækkað lítillega frá deginum áður þegar það stóð í 254 punktum. 4.3.2011 11:40 Afskráning Össurar hf. samþykkt Samþykkt var á aðalfundi Össurar hf. í morgun að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands. Þetta hefur staðið til lengi en vitað var að mikil andstaða var gegn afskráningunni hjá ýmsum íslenskum fjárfestum, þar á meðal lífeyrissjóðunum. 4.3.2011 11:25 Skattbyrði Íslendinga er undir meðllagi OECD ríkjanna Heildarskattbyrði Íslendinga var minni en í 18 öðrum OECD-ríkjum árið 2009, í reynd rétt fyrir neðan meðallag. 4.3.2011 10:56 Deep Freeze: Íslenska hrunið í boði Seðlabankans Í bókinni Deep Freeze Iceland´s Economic Collapse komast höfundar hennar að þeirri niðurstöðu að íslenska hrunið haustið 2008 megi að mestu skrifa á slæma stefnu Seðlabanka Íslands árin fyrir hrunið. 4.3.2011 10:45 Már: Gætum fengið varúðarlánalínu hjá AGS Már Guðmundson seðlabankastjóri segir að þótt áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Íslands ljúki formlega í ár sé hugsanlegt að AGS verði hér áfram með einum eða öðrum hætti. 4.3.2011 10:33 Afnám gjaldeyrishafta háð niðurstöðu í Icesave Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að afnám á gjaldeyrishöftunum sé háð niðurstöðunni í Icesave deilunni. Ef Icesave verður samþykkt verður afnámið mun auðveldara en ella. 4.3.2011 10:25 Már: Langt í land að atvinnuleysi minnki Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að langt sé í land að atvinnuleysi minnki og nái viðunandi stig. Hann reiknar með að slakinn í hagkerfinu verði áfram mikill. Hinsvegar sé atvinnuleysi hætt að vaxa og að hægur efnahagsbati sé hafinn á landinu. 4.3.2011 10:09 Farþegum til landsins fjölgar um 13,5% Komum farþega til landsins um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um 13,5% á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. 4.3.2011 09:10 Nýskráningar bíla aukast um 83% milli ára Nýskráningar bíla í janúar–febrúar s.l. voru 458 miðað við 250 í janúar–febrúar árið áður, þ.e. 83,2% aukning frá fyrra ári. 4.3.2011 09:08 Lítilsháttar aukning á kortaveltu milli ára Kreditkortavelta heimila dróst saman um 2,1% í janúar í ár miðað við janúar í fyrra. Debetkortavelta jókst um 4,6% á sama tíma. Samtals jókst greiðslukortavelta heimila í janúar í ár um 0,7% miðað við janúar í fyrra. 4.3.2011 09:05 Vöruskiptin hagstæð um 7,8 milljarða í janúar Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 42,3 milljarða króna og inn fyrir 34,5 milljarða króna. Vöruskiptin í janúar voru því hagstæð um tæpa 7,8 milljarða króna. 4.3.2011 09:01 Fasteignakaupum fjölgaði um 50% milli ára í febrúar Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar s.l. var 280. Þetta er yfir 50% fjölgun samninga miðað við febrúar fyrir ári síðan. 4.3.2011 07:58 Veltan á gjaldeyrismarkaði tvöfaldast milli mánaða Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í febrúarmánuði s.l. nam 5.882 milljónum kr. sem er 2.437 milljónum kr. meiri velta en í janúar. 4.3.2011 07:52 Íslenskt hátæknifyrirtæki starfar í Kísildalnum Um mánaðarmótin opnaði íslenska hátækni sprotafyrirtækið Clara sölu- og markaðsskrifstofu í Kísildalnum (Silicon Valley) í Kaliforniu. Clara mun vera eina íslenska fyrirtækið sem er staðsett í þessari mekka hátækni- og sprotaiðnaðar. 4.3.2011 07:47 Skiptastjóri Capacent vill lögreglurannsókn Skiptastjóri félagsins GH1, sem áður hét Capacent, hefur farið fram á að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rannsaki kaup á rekstri Capacent á Íslandi. Þykir leika grunur á að veðsettar eignir hafi verið seldar án heimildar veðsala. Þessu vísa forsvarsmenn Capacent alfarið á bug og íhuga meiðyrðamál gegn skiptastjóranum. Félag í eigu starfsmanna keypti í september rekstur og vörumerki Capacent í kjölfar þess að ekki tókst að semja um niðurfellingu á erlendu láni sem hvíldi á fyrirtækinu. 4.3.2011 05:00 Actavis í 32 milljarða pólskri einakvæðingu Actavis er á meðal fjögurra lyfjafyrirtækja sem valin hafa verið til að taka þátt í einkavæðingu pólska ríkislyfjafyrirtækisins Polfa Warszawa. Áætlað kaupverð er tvö hundruð milljónir evra, 32 milljarðar íslenskra króna. 4.3.2011 04:00 Trassar sektaðir um yfir milljarð 4.3.2011 00:01 Vill að óháðir aðilar verðmeti eignasafn gamla Landsbankans Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að fjármálaráðherra fái heimild til að ráða tvö óháð ráðgjafarfyrirtæki til að meta skilaverð eignasafns Landsbanka Íslands hf. Þetta verði gert í samráði við formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Gunnar Bragi hefur lagt fram þingsályktunartillögu um þetta á Alþingi. 3.3.2011 20:05 Segist ekki hafa mótmælt afhendingu gagnanna Ólafur Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformaður og einn aðaleigenda Kaupþings, segist engar athugasemdir hafa gert við það að gögn frá Kaupþing í Lúxemborg sem sérstakur saksóknari fór fram á og tengdust rannsókn á Kaupþingssamstæðunni yrðu afhent. Fullyrt hefur verið í fjölmiðlum í dag að Ólafur væri einn þeirra sem hefði mótmælt því að sérstakur saksóknari fengi gögnin afhent. 3.3.2011 21:21 Sjá næstu 50 fréttir
Engar breytingar hjá SpKef fyrst um sinn Öll útibú SpKef verða opin samkvæmt venju og viðskiptavinir geta leitað til eigin þjónustufulltrúa með fyrirspurnir. Reikningar og reikningsnúmer viðskiptavina verða óbreytt fyrst um sinn. 7.3.2011 10:22
Fagna áliti um vafa á afturvirkum vöxtum Samtök lánþega fagna áliti embættis Talsmanns neytenda hvar settur er fram rökstuddur vafi umheimild fjármálafyrirtækja til að krefja lánþega um afturvirka vexti. 7.3.2011 09:52
Icelandair tryggt fyrir tjóni vegna brotlendingarinnar Icelandair Group er að fullu tryggt fyrir öllu tjóni sem flugfélagið verður fyrir vegna brotlendingar Dash 8 vélarinnar á Grænlandi í síðustu viku, nema tjóni vegna tekjumissis sem leiðir af því að missa eina vél úr rekstri leiðakerfi Flugfélags Íslands næstu vikurnar. 7.3.2011 09:34
Yfir 200 manns sagt upp í hópuppsögnum í ár Alls hafa Vinnumálastofnun borist tilkynningar um uppsagnir á 208 manns á árinu 2011 (janúar og febrúar) í hópuppsögnum mest í mannvirkjagerð. 7.3.2011 08:46
Hagnaður BankNordik tæpir 9 milljarðar í fyrra BankNordik, áður Færeyjabanki, skilaði 416 milljónum danskra kr. eða tæplega 9 milljörðum kr., í hagnað fyrir skatta á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaður bankans 135 milljónum danskra kr. árið áður. 7.3.2011 08:29
Íbúðakaup halda áfram að aukast í borginni Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 76. Þar af voru 66 samningar um eignir í fjölbýli, 8 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarfjöldinn er nokkuð hærri en meðaltal síðustu 12 vikna sem er 62 samningar á viku. 7.3.2011 07:48
Yfirtaka Landsbankans á SpKef kynnt í Stapanum Landsbankinn hefur boðað til blaðamannafundar í Stapa í Reykjanesbæ klukkan tíu til að kynna yfirtöku Landsbankans á SpKef, sem formlega tekur gildi klukkan hálf níu. 7.3.2011 07:14
Mikilvægt að bankar gæti aðhalds Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki vita hvort fulltrúar hennar í stjórn Arion banka og Íslandsbanka hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir stjórnenda á síðasta ári. 7.3.2011 07:00
300 milljarða hagkerfi í 101 Virðisaukaskattskyld velta fyrirtækja í 101 Reykjavík var liðlega 200 milljarðar króna árið 2010. 7.3.2011 06:00
Milljónir teknar út úr SpKef fyrir helgi Tugir milljóna voru teknar út af reikningum í SPKEf á föstudag vegna yfirvofandi samruna sparisjóðsins og Landsbankans. Óttast er að stórir viðskiptavinir SPkef hyggist taka út sínar innstæður þegar bankinn opnar á morgun. 6.3.2011 18:29
Kyrrstöðusamningi við Gaum rift Arion banki hefur rift kyrrstöðusamningi sem bankinn gerði við félagið Gaum á síðasta ári. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 6.3.2011 19:11
Bankastjórar rjúka upp í launum Laun bankastjóra Arion hækkuðu um rúm fjörtíu prósent á síðasta ári. Þannig greindi Vísir frá því í gær að bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fengi greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði samkvæmt ársskýrslu bankans. Þá hafa laun yfirstjórnenda bankans hækkað um 37 prósent milli ára. 6.3.2011 12:05
Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009. 5.3.2011 18:25
Landsbankinn fundar með starfsmönnum SpKef á mánudag Alls rekur SpKef sextán útibú víðsvegar um landið en þar af eru fjögur byggðarlög einnig með útibú frá Landsbankanum, en tilkynnt var um sameiningu bankanna í dag. Byggðarlögin, sem Landsbankaútibú og Sparisjóðsútibú eru á sama stað, eru Keflavík, Ísafjörður, Grindavík og Ólafsvik. Alls eru afgreiðslustaðir SpKef eru alls sextán. 5.3.2011 17:49
SpKef og Landsbankinn sameinast Í hádeginu var undirritaður samningur milli fjármálaráðherra og Landsbanka Íslands um yfirtöku og samruna Landsbankans við Spkef sparisjóð samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 5.3.2011 16:13
Sameiningin hefur veruleg áhrif á sparisjóðakerfið Fyrirhugaður samruni Spkef sparisjóðs og Landsbankans sem tilkynnt hefur verið um mun hafa veruleg áhrif á sparisjóðakerfið í heild enda vegur Spkef sparisjóður þungt í heildarefnahag sparisjóðakerfisins, segir í tilkynningu frá Bankasýslu ríkisins. 5.3.2011 16:35
Gagnrýnir sameiningu SpKef og Landsbankans harðlega Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir harðlega áform um sameiningu SpKef og Landsbankans, hún hefur óskað eftir fundi í viðskiptanefnd vegna málsins. 5.3.2011 12:08
Segir að kostnaður gæti orðið 1.100 milljarðar ef mál tapast Nefndarmaður í Icesave-samninganefndinni segir að umræða um dómstólaleiðina sé mjög villandi. Ef niðurstaða samningsbrotamáls fyrir EFTA-dómstólnum sé brot vegna mismununar gætu Íslendingar þurft að greiða ellefu hundruð milljarða króna til Breta og Hollendinga. 4.3.2011 18:29
Eignir Kaupþings jukust um 135 milljarða í fyrra Verðmat eigna Kaupþings banka jókst um 135 milljarða króna eða um 17% á árinu 2010. Þá hefur verið leiðrétt fyrir áhrifum vegna 12% styrkingar á gengi krónunnar á tímabilinu. Óveðsettar eignir bankans eru metnar á 817 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýjum fjárhagsupplýsingum í skýrslu fyrir kröfuhafa bankans. 4.3.2011 13:53
Hagnaður Arion banka nam 12,6 milljörðum í fyrra Hagnaður Arion banka á árinu 2010 nam 12,6 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 12,9 milljarða á árinu 2009. 4.3.2011 13:49
Vodafone hækkar farsíma- og heimasímagjöld Breytingar verða á verðskrá Vodafone þann 1. apríl nk. Upphafsgjöld í farsíma og heimasíma munu hækka en mánaðargjöld á almennum þjónustuleiðum fyrir einstaklinga munu ekki breytast svo dæmi séu tekin. 4.3.2011 13:40
Hlutabréf í Össuri hf. færð á Athugunarlista Hlutabréf Össurar hf. hafa verið færð á Athugunarlista Kauphallarinnar í framhaldi af samþykkt aðalfundar félagsins í morgun. Þar var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöllinni. 4.3.2011 12:42
Landsbankinn tekur yfir starfsemi SpKef Sparisjóðurinn í Keflavík verður að öllum líkindum sameinaður Landsbankanum en viðræður eru langt komnar. Stjórnarmenn í sparisjóðnum voru ekki hafðir með í ráðum og lásu fyrst um þetta í fjölmiðlum. Þeir búast við að þetta verði jafnvel klárað um helgina. 4.3.2011 12:15
Capacent íhugar að höfða meiðyrðamál gegn skiptastjóra Capacent íhuga að höfða meiðyrðarmál á hendur skiptastjóra félagsins GH1 vegna ítrekaðra yfirlýsinga um lögbrot, en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Capacent sem var send á fjölmiðla vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í morgun. 4.3.2011 12:04
Málefni SpKef vekja furðu og reiði í Húnaþingi "Fréttaflutningur sl. vikna af málefnum, stöðu og starfsháttum Sparisjóðs Keflavíkur sem m.a. er byggður á áðurnefndri skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu Fjármálaeftirlitsins um starfshætti sparisjóðsins frá september 2008 vekur furðu og reiði í Húnaþingi.“ 4.3.2011 11:57
Skuldatryggingaálag Íslands helst stöðugt Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur verið nokkuð stöðugt upp á síðkastið. Í lok dags í gær stóð álagið í 246 punktum (2,46%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni og hafði lækkað lítillega frá deginum áður þegar það stóð í 254 punktum. 4.3.2011 11:40
Afskráning Össurar hf. samþykkt Samþykkt var á aðalfundi Össurar hf. í morgun að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands. Þetta hefur staðið til lengi en vitað var að mikil andstaða var gegn afskráningunni hjá ýmsum íslenskum fjárfestum, þar á meðal lífeyrissjóðunum. 4.3.2011 11:25
Skattbyrði Íslendinga er undir meðllagi OECD ríkjanna Heildarskattbyrði Íslendinga var minni en í 18 öðrum OECD-ríkjum árið 2009, í reynd rétt fyrir neðan meðallag. 4.3.2011 10:56
Deep Freeze: Íslenska hrunið í boði Seðlabankans Í bókinni Deep Freeze Iceland´s Economic Collapse komast höfundar hennar að þeirri niðurstöðu að íslenska hrunið haustið 2008 megi að mestu skrifa á slæma stefnu Seðlabanka Íslands árin fyrir hrunið. 4.3.2011 10:45
Már: Gætum fengið varúðarlánalínu hjá AGS Már Guðmundson seðlabankastjóri segir að þótt áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Íslands ljúki formlega í ár sé hugsanlegt að AGS verði hér áfram með einum eða öðrum hætti. 4.3.2011 10:33
Afnám gjaldeyrishafta háð niðurstöðu í Icesave Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að afnám á gjaldeyrishöftunum sé háð niðurstöðunni í Icesave deilunni. Ef Icesave verður samþykkt verður afnámið mun auðveldara en ella. 4.3.2011 10:25
Már: Langt í land að atvinnuleysi minnki Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að langt sé í land að atvinnuleysi minnki og nái viðunandi stig. Hann reiknar með að slakinn í hagkerfinu verði áfram mikill. Hinsvegar sé atvinnuleysi hætt að vaxa og að hægur efnahagsbati sé hafinn á landinu. 4.3.2011 10:09
Farþegum til landsins fjölgar um 13,5% Komum farþega til landsins um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um 13,5% á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. 4.3.2011 09:10
Nýskráningar bíla aukast um 83% milli ára Nýskráningar bíla í janúar–febrúar s.l. voru 458 miðað við 250 í janúar–febrúar árið áður, þ.e. 83,2% aukning frá fyrra ári. 4.3.2011 09:08
Lítilsháttar aukning á kortaveltu milli ára Kreditkortavelta heimila dróst saman um 2,1% í janúar í ár miðað við janúar í fyrra. Debetkortavelta jókst um 4,6% á sama tíma. Samtals jókst greiðslukortavelta heimila í janúar í ár um 0,7% miðað við janúar í fyrra. 4.3.2011 09:05
Vöruskiptin hagstæð um 7,8 milljarða í janúar Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 42,3 milljarða króna og inn fyrir 34,5 milljarða króna. Vöruskiptin í janúar voru því hagstæð um tæpa 7,8 milljarða króna. 4.3.2011 09:01
Fasteignakaupum fjölgaði um 50% milli ára í febrúar Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar s.l. var 280. Þetta er yfir 50% fjölgun samninga miðað við febrúar fyrir ári síðan. 4.3.2011 07:58
Veltan á gjaldeyrismarkaði tvöfaldast milli mánaða Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í febrúarmánuði s.l. nam 5.882 milljónum kr. sem er 2.437 milljónum kr. meiri velta en í janúar. 4.3.2011 07:52
Íslenskt hátæknifyrirtæki starfar í Kísildalnum Um mánaðarmótin opnaði íslenska hátækni sprotafyrirtækið Clara sölu- og markaðsskrifstofu í Kísildalnum (Silicon Valley) í Kaliforniu. Clara mun vera eina íslenska fyrirtækið sem er staðsett í þessari mekka hátækni- og sprotaiðnaðar. 4.3.2011 07:47
Skiptastjóri Capacent vill lögreglurannsókn Skiptastjóri félagsins GH1, sem áður hét Capacent, hefur farið fram á að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rannsaki kaup á rekstri Capacent á Íslandi. Þykir leika grunur á að veðsettar eignir hafi verið seldar án heimildar veðsala. Þessu vísa forsvarsmenn Capacent alfarið á bug og íhuga meiðyrðamál gegn skiptastjóranum. Félag í eigu starfsmanna keypti í september rekstur og vörumerki Capacent í kjölfar þess að ekki tókst að semja um niðurfellingu á erlendu láni sem hvíldi á fyrirtækinu. 4.3.2011 05:00
Actavis í 32 milljarða pólskri einakvæðingu Actavis er á meðal fjögurra lyfjafyrirtækja sem valin hafa verið til að taka þátt í einkavæðingu pólska ríkislyfjafyrirtækisins Polfa Warszawa. Áætlað kaupverð er tvö hundruð milljónir evra, 32 milljarðar íslenskra króna. 4.3.2011 04:00
Vill að óháðir aðilar verðmeti eignasafn gamla Landsbankans Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að fjármálaráðherra fái heimild til að ráða tvö óháð ráðgjafarfyrirtæki til að meta skilaverð eignasafns Landsbanka Íslands hf. Þetta verði gert í samráði við formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Gunnar Bragi hefur lagt fram þingsályktunartillögu um þetta á Alþingi. 3.3.2011 20:05
Segist ekki hafa mótmælt afhendingu gagnanna Ólafur Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformaður og einn aðaleigenda Kaupþings, segist engar athugasemdir hafa gert við það að gögn frá Kaupþing í Lúxemborg sem sérstakur saksóknari fór fram á og tengdust rannsókn á Kaupþingssamstæðunni yrðu afhent. Fullyrt hefur verið í fjölmiðlum í dag að Ólafur væri einn þeirra sem hefði mótmælt því að sérstakur saksóknari fengi gögnin afhent. 3.3.2011 21:21