Viðskipti innlent

Hagnaður BankNordik tæpir 9 milljarðar í fyrra

BankNordik, áður Færeyjabanki, skilaði 416 milljónum danskra kr. eða tæplega 9 milljörðum kr., í hagnað fyrir skatta á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaður bankans 135 milljónum danskra kr. árið áður.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að eiginfjárhlutfall bankans sé nú komið í 17% eða rúmlega tvöfalt það sem hlutfallið má vera að lágmarki. BankNordik er skráður í Kauphöllina á Íslandi.

Janus Petersen forstjóri BankNordik segir í tilkynningunni að árið í fyrra hafi verið óvenju viðburðarríkt hjá bankanum. ”’A tíma þegar aðrir bankar draga saman seglin höfum við tvöfaldað stærð okkar á aðeins tveimur árum,” segir Pedersen. ”Við erum nú starfandi á fjórum mörkuðum, Gænlandi, Færeyjum, Íslandi og Danmörku.”

Á síðasta ári keypti BankNordik 12 útibú frá Sparbank í Danmörku en útibúin eru staðsett þar í landi sem og á Grænlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×