Viðskipti innlent

Bankastjórar rjúka upp í launum

Höskuldur Ólafsson.
Höskuldur Ólafsson.
Laun bankastjóra Arion hækkuðu um rúm fjörtíu prósent á síðasta ári. Þannig greindi Vísir frá því í gær að bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fengi greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði samkvæmt ársskýrslu bankans. Þá hafa laun yfirstjórnenda bankans hækkað um 37 prósent milli ára.

Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2010 var kynntur í síðustu viku. Þar kemur meðal annars fram að Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri, sem tók við starfinu 1.júní 2010, fékk greiddar 30 milljónir króna á árinu í laun eða um 4,3 milljónir á mánuði.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Forveri hans Finnur Sveinbjörnsson fékk greiddar 15,9 milljónir fyrir 5 mánaða starf á árinu 2010 eða um 3 milljónir á mánuði. Laun bankastjóra hækkuðu því um fjörtíu og þrjú prósent við bankastjóraskiptin á síðasta ári. Árið 2009 var Finnur með 21 milljón króna í árslaun, eða 1750 þúsund krónur.

Í skýrslunni kemur einnig fram að heildarlaunakostnaður aðalstjórnenda bankans var 109 milljónir króna árið 2010. Árið áður var sá kostnaður 80 milljónir króna. Þannig var launahækkun aðalstjórnenda 37% á milli ára.

Til samanburðar þá hafa árslaun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hækkað úr 24,1 milljónum króna árið 2009 upp í 31,6 milljónir árið 2010. Hún fer því úr rétt rúmum tveimur milljónum á mánuði upp í rétt rúmar tvær og hálfa milljón á mánuði.

Landsbankinn hefur ekki skilað ársskýrslu fyrir árið 2010.


Tengdar fréttir

Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði

Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×