Viðskipti innlent

Kyrrstöðusamningi við Gaum rift

mynd/pjetur
Arion banki hefur rift kyrrstöðusamningi sem bankinn gerði við félagið Gaum á síðasta ári. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Félagið var í eigu Bónusfjölskyldunnar, meðal annars Ingibjargar Pálmadóttur, sem á meirihluta í 365, sem Vísir tilheyrir, en eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, átti áður 365 miðla.

Í tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér á síðasta ári kom fram að bankinn hefði gert fjölmarga kyrrstöðusamninga en þá er ekki gengið á gjaldfallin lán viðkomandi félags. Samningar af þessu tagi voru töluvert umdeildir á sínum tíma og meðal annars krafðist Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, skýringa hjá bæði Landsbankanum og Arion banka vegna frétta af slíkum samningum.

Fjárfestingarfélagið Gaumur var móðurfélag eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. sem var móðurfélag Haga, en 1998 ehf. skuldar Arion banka á fimmta tug milljarða króna með teknu tilliti til gengisbreytinga krónunnar vegna yfirtöku á Högum frá árinu 2008 þegar félagið var selt út úr Baugi Group.

Samkvæmt frétt RÚV þá er félagið eignarlaust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×