Viðskipti innlent

Afskráning Össurar hf. samþykkt

Samþykkt var á aðalfundi Össurar hf. í morgun að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands. Þetta hefur staðið til lengi en vitað var að mikil andstaða var gegn afskráningunni hjá ýmsum íslenskum fjárfestum, þar á meðal lífeyrissjóðunum.

Í tilkynningu um samþykktir fundarins segir að fundurinn samþykkti ákvörðun stjórnar um að afskrá félagið af NASDAQ OMX á Íslandi.

Ákvörðunin var samþykkt af hluthöfum sem fóru með 70,47% af atkvæðum sem þátt tóku í kosningunni en hluthafar sem fóru með 29,53% af atkvæðum greiddu atkvæði gegn tillögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×