Fleiri fréttir

Fjöldi gistinótta stendur í stað

Fjöldi gistinótta á hótelum í janúar síðastliðnum er nánast sá sami og fjöldinn í sama mánuði á síðasta ári. Gistinætur á hótelum í janúar voru 54.200 en voru 54.800 í sama mánuði árið 2010. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Vill banna allt brottkast á fiski

„Ef við tökumst ekki á við þetta vandamál núna mun það koma í bakið á okkur síðar meir,“ sagði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandins, þegar hún ávarpaði Evrópuþingið á þriðjudag.

Innheimtur upp í Icesave aukast um 19 milljarða

Skilanefnd Landsbankans telur að 1175 milljarðar muni endurheimtast upp í Icesave skuldina. Þetta er 37 milljörðum meira en áður var áætlað. Þar með aukast tekjur tryggingarsjóðs innistæðueigenda um 19 milljarða kr.

Ríkið þarf að efla skuldabréfamarkað

Fjármálaráðuneytið hefði hag af því að efla viðskiptavakt með ríkisskuldabréf í samræmi við aukna útgáfu þeirra. Aukinn seljanleiki bréfanna á markaði gæti sömuleiðis verið liður í afnámi gjaldeyrishafta. Þetta er mat Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. Ráðuneytið dró úr viðskiptavakt með ríkisskuldabréf síðastliðið haust

Húsfyllir á Icesave fundi

Húsfyllir var á fundi VÍB - eignastýringar Íslandsbanka sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni „Icesave á mannamáli". Á fundinum fjölluðu Jón Bjarki Bentsson frá Greiningu Íslandsbanka og Lárus Blöndal hrl., fulltrúi í Icesave samninganefnd Íslands, um samninginn sem verður lagður undir þjóðaratkvæði í apríl næstkomandi. Lögðu þeir áherslu á að útskýra helstu atriði samningsins á einfaldan og hlutlausan hátt og svara spurningum gesta.

Endurheimtur komnar í 89% af Icesaveskuldinni

Skilanefnd Landsbankans fundaði í dag með kröfuhöfum í búi bankans í Lundúnum og kynnti nýtt mat á virði eigna búsins. Í ljósi nýja matsins hefur samninganefnd Íslands vegna Icesave-samninganna endurnýjað útreikninga sína á kostnaði ríkissjóðs vegna samninganna í ljósi nýs mats skilanefndar Landsbanka Íslands á heimtum eigna bús bankans. Jafnframt hefur verið tekið tillit til nokkurra annarra staðreynda sem hafa áhrif á tölulega framsetningu á kostnaði ríkissjóðs.

Samráðshópurinn vissi um fyrirhugað hámark á Icesave-innistæður

Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, segir engan vafa leika á að á fulltrúum í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, hafi verið kunnugt um að breska fjármálaeftirlitið hafi tekið ákvörðun um að setja fimm milljarða punda hámark á innistæður Icesave-reikninga í Bretlandi haustið 2008.

Góð kaup í hlutabréfum

Líkur eru á meiri hækkun á hlutabréfamarkaði en með kaupum á skuldabréfum og vöxtum á innlánsreikningum, samkvæmt spá Íslenskra verðbréfa um horfur og fjárfestingarkosti á árinu. Taldar eru meiri líkur á hóflegri veikingu krónunnar en styrkingu en það hefur áhrif á ávöxtun erlendra og verðtryggðra eigna.

Brimborg afhentir Ístaki hjólaskóflu í Noregi

Ístak hefur fest kaup á tveimur risahjólaskóflum hjá Brimborg sem verða notaðar við gangnagerð, annarsvegar við Búðarhálsvirkjun og hinsvegar í Noregi en hjólskóflan til verksins í Noregi var einmitt afhent fyrir helgina í Tosbotn í Norður Noregi.

Krónan stöðug frá gengislækkun í janúar

Eftir að hafa tekið nokkra lækkun fyrrihluta janúar hefur krónan haldist nokkuð stöðug síðan. Frá 1. til 21. janúar síðastliðinn fór evran úr því að kosta 153,2 krónur í að kosta 158,7 krónur, sem samsvarar 3,5% lækkun á gengi krónunnar gagnvart evrunni. Er þetta svipuð lækkun og varð í gengi krónunnar gangvart viðskiptavegnu meðaltali gjaldmiðla en sú lækkun var 3,1%.

Fagna aldarfjórðungsafmæli á Íslenska markaðsdeginum

Íslenski markaðsdagurinn verður haldinn á föstudaginn, en í ár eru sannkölluð tímamót hjá markaðsfólki og ÍMARK. Félagið fagnar 25 ára afmæli sínu en um leið verður Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, afhentur í 25. skipti.

Áherslan á þjónustu

Nýtt fjarskiptafyrirtæki að nafni Hringdu tók til starfa í síðasta mánuði og stefnir að því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á ódýrari valkosti í internetþjónustu og heimasíma. Frændurnir Davíð Fannar Gunnarsson og Játvarður Jökull Ingvarsson stofnuðu Hringdu eftir að hafa áður reynt fyrir sér með fyrirtækið callit.is, sem sérhæfir sig í ódýrum símtölum til útlanda.

Hagnaður RARIK 1,8 milljarðar í fyrra

Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði á árinu 2010 var 1.787 milljónir króna sem um 3% aukning frá fyrra ári og í samræmi við áætlanir.

Afskriftaþörf Íbúðalánasjóðs enn óljós

Fram er komið frumvarp sem veitir Íbúðalánasjóði heimild til að færa niður veðkröfur á hendur einstaklingum í 110 prósent af verðmæti fasteignar. Með því er sjóðnum veitt nauðsynleg lagastoð til að taka þátt í aðgerðum stjórnvalda vegna skulda- og greiðsluvanda heimilanna.

Birgjar BMM íhuga mál gegn bóksölum

"Ef tap Bókabúðar Máls og menningar [BMM] var svo mikið að ekki var hægt að borga neinum eftir söluna í desember þá var ljóst fyrir löngu að fyrirtækið var gjaldþrota,“ segir Steinþór Steingrímsson, stjórnarformaður fyrirtækisins Ekki spurning. Fyrirtækið gefur meðal annars út borðspilið Spurt að leikslokum.

Íslendingar greiða 123 milljarða í ár

Þrjú lán, samtals að fjárhæð 775 milljónir evra eða 123 milljarða króna eru á gjalddaga í ár. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um málið.

Um 17.000 lán verða endurútreiknuð hjá Íslandsbanka

Íslandsbanki hefur á síðustu vikum unnið að endurútreikningi húsnæðis- og bílalána, kaupleigusamninga og einkaleigusamninga einstaklinga í erlendum myntum. Þegar yfir lýkur mun bankinn hafa endurútreiknað um 17.000 lán.

Segir Landsbankann ekki hafa verið með veð í íbúðinni

Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, stjórnarformaður aðaleigandi 365 miðla, segist hafa gert upp allar sínar skuldir við Landsbankann með samkomulagi um eignir og peningagreiðslur. Íbúð í New York sem skilanefnd Landsbankans hefur nú eignast sé hluti af því uppgjöri.

Úrskurðarnefnd hækkar verð á þorski og ýsu

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í dag var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski og slægðri og óslægðri ýsu, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seld til skyldra aðila, um 5%.

Miðengi eignast 71% hlut í Bláfugli ehf. og IG Invest

Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, fer nú með 71% eignarhlut í félögunum Bláfugli og IG Invest í gegnum eignarhald sitt á SPW ehf. en Bláfugl og IG Invest eru að fullu í eigu SPW. Félögin voru áður hluti af samstæðu Icelandair Group. Glitnir Banki er eigandi 29% hlutafjár í SPW ehf.

Kauphöllin: Veruleg aukning í hlutabréfaviðskiptum

Heildarviðskipti með hlutabréf námu 5.540 milljónum kr. í febrúar eða 277 milljónum kr. á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í janúar í fyrra 2.880 milljónum eða 137 milljónum á dag.

ASÍ: Vörukarfan hækkaði mest í Hagkaupum og Bónus

Miklar hækkanir hafa orðið frá því í haust á grænmeti, ávöxtum, mjólkurvörum, ostum og kjötvörum í vörukörfu ASÍ, að því er fram kemur í nýrri mælingu verðlagseftirlitsins sem gerð var nú í febrúar. Við samanburð á mælingu verðlagseftirlitsins frá því í nóvember 2010 og nú í febrúar, hækkar vörukarfan í öllum verslunum nema 11/11 og Samkaupum-Úrvali, en mesta hækkunin er í Hagkaupum um 9,1% og Bónus um 5,1%. Kostur neitaði að taka þátt í mælingunni.

230 milljarðar frá ríkinu í endurreisn bankakerfisins

Kostnaður ríkisins við að endurreisa fjármálafyrirtæki og tryggingafélög á síðustu tveimur árum stefnir í að fara í 230 milljarða króna. Þá eru ekki talið með 192 milljarða króna tjón vegna Seðlabankans.

Verðbólgan á Íslandi undir meðaltali EES

Í fyrsta sinn síðan í janúar árið 2008 mælist verðbólgan hér á landi undir meðalverðbólgunni í ríkjum EES. Þannig mældist verðbólgan hér á landi í janúar 2,2% miðað við samræmda vísitölu EES, og lækkar hún töluvert milli mánaða en hún hafði verið 3,5% í desember.

Microsoft lækkar tölvukostnaðinn hjá skólum landsins

Microsoft kynnti í dag nýtt fyrirkomulag á talningu hugbúnaðarleyfa í skólum sem mun þýða verulegt hagræði fyrir menntastofnanir um allan heim, þar á meðal hér á landi. Breytingin felst í því að í stað þess að telja þær tölvur sem notaðar eru innan hvers skóla og miða hugbúnaðarleyfafjölda við það er fjöldi hugbúnaðarleyfa miðaður við starfsmannafjölda skólans.

Vill tímabundna lækkun skatta á bensín og olíu

Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að ríkissjóður komi til móts við fólk og fyrirtæki á tímum síhækkandi olíu- og bensínverðs. Hann vill að skattar á bensín og olíu verði lækkaðir tímabundið.

Ísland með hæsta hlutfall lágmarkslauna af meðallaunum

Ef litið er á lágmarkslaun sem hlutfall af meðallaunum á vinnumarkaði hjá þeim ríkjum Evrópu, sem eru með skuldbindandi ákvæði um lágmarkslaun, er hlutfallið hæst á Íslandi um 55%, en þar á eftir koma Frakkland, Lúxemborg, Malta og Grikkland með ríflega 45%.

Flytja út þegar verðið er hátt

Könnun á hagkvæmni þess að flytja rafmagn með sæstreng frá Íslandi til Skotlands er enn í gangi hjá Landsvirkjun, en niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en í lok árs, segir Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar. Í frétt Bloomberg-fréttaveitunnar sem birtist í gær sagði að áformað væri að flytja út álíka mikla orku og framleidd er Íslandi í dag.

Sjá næstu 50 fréttir