Viðskipti innlent

Trassar sektaðir um yfir milljarð

SkattamálRíkisskattstjóri ætlar að sekta fjögur til fimm þúsund fyrirtæki sem ekki hafa skilað inn ársreikningum á réttum tíma. Samanlagt verða þau sektuð um rúman milljarð. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær.

Fjögur til fimm þúsund fyrirtæki eiga von á sekt af þessu tagi Sektin nemur til að byrja með 250.000 krónum á hvert þeirra.

Um áramót vantaði reikninga frá þriðjungi fyrirtækja, um tólf þúsund. Á fimmta þúsund fyrirtækja hefur enn ekki skilað. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×