Viðskipti innlent

Farþegum til landsins fjölgar um 13,5%

Komum farþega til landsins um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um 13,5% á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Þetta kemur fram í hagvísum Hagstofunnar. Þar segir að samtals komu 78,1 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll í janúar–febrúar 2011 borið saman við 68,8 þúsund farþega í janúar–febrúar 2010. Þetta er aukning um 13,5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×