Viðskipti innlent

Hlutabréf í Össuri hf. færð á Athugunarlista

Hlutabréf Össurar hf.  hafa verið færð á Athugunarlista Kauphallarinnar í framhaldi af samþykkt aðalfundar félagsins í morgun. Þar var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöllinni.

Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé tekin með vísan til niðurstaðna hluthafafundar dags. 4. mars 2011, þar sem umsókn um töku hlutabréfa úr viðskiptum á NASDAQ OMX Iceland var tekin fyrir, í samræmi við reglur fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×