Fyrirtækjum gert erfitt fyrir 5. mars 2011 07:00 Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar, segir erfitt að reka alþjóðlegt fyrirtæki á Íslandi. Lögum og reglum sé breytt í sífellu og erfitt sé að fá botn í margar breytinganna. Þá flæki gjaldeyrishöftin hlutina verulega. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Jacobsen í dag. Niels Jacobsen er stórmenni í dönsku viðskiptalífi en hann gegnir stöðu forstjóra hjá fyrirtækinu William Demant Holding sem framleiðir heyrnatæki. Auk þess er hann stjórnarformaður leikfangarisans Lego, varaformaður stjórnar flutningafyrirtækisins A.P. Møller Mærsk og stjórnarmaður hjá raftækjaframleiðandanum Sennheiser. Jacobsen segir að traust erlendra fjárfesta á íslensku viðskiptalífi hafi dregist saman eftir efnahagshrunið. Illa ígrundaðar breytingar á regluverkinu hafi spilað þar stórt hlutverk. Meðal þess sem hann gagnrýnir er breytingar á yfirtökumörkum fyrirtækja úr 40 prósentum í 30 og lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Meirihluti hluthafa Össurar samþykkti á aðalfundi fyrirtækisins í gær tillögu þess efnis að taka félagið af hlutabréfamarkaði hér á landi. „Það er skylda stjórnarinnar að horfa fram á veginn og við tókum ákvörðun um það að við gætum ekki verið skráð á hlutabréfamarkað sem notar gjaldmiðil sem er ekki nothæfur." Ekki stendur til að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins, sem eru hér á landi. - jab, mþl Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar, segir erfitt að reka alþjóðlegt fyrirtæki á Íslandi. Lögum og reglum sé breytt í sífellu og erfitt sé að fá botn í margar breytinganna. Þá flæki gjaldeyrishöftin hlutina verulega. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Jacobsen í dag. Niels Jacobsen er stórmenni í dönsku viðskiptalífi en hann gegnir stöðu forstjóra hjá fyrirtækinu William Demant Holding sem framleiðir heyrnatæki. Auk þess er hann stjórnarformaður leikfangarisans Lego, varaformaður stjórnar flutningafyrirtækisins A.P. Møller Mærsk og stjórnarmaður hjá raftækjaframleiðandanum Sennheiser. Jacobsen segir að traust erlendra fjárfesta á íslensku viðskiptalífi hafi dregist saman eftir efnahagshrunið. Illa ígrundaðar breytingar á regluverkinu hafi spilað þar stórt hlutverk. Meðal þess sem hann gagnrýnir er breytingar á yfirtökumörkum fyrirtækja úr 40 prósentum í 30 og lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Meirihluti hluthafa Össurar samþykkti á aðalfundi fyrirtækisins í gær tillögu þess efnis að taka félagið af hlutabréfamarkaði hér á landi. „Það er skylda stjórnarinnar að horfa fram á veginn og við tókum ákvörðun um það að við gætum ekki verið skráð á hlutabréfamarkað sem notar gjaldmiðil sem er ekki nothæfur." Ekki stendur til að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins, sem eru hér á landi. - jab, mþl
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira