Viðskipti innlent

Már: Gætum fengið varúðarlánalínu hjá AGS

Már Guðmundson seðlabankastjóri segir að þótt áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Íslands ljúki formlega í ár sé hugsanlegt að AGS verði hér áfram með einum eða öðrum hætti.

Til að mynda séu möguleiki á að fá varúðarlánalínu hjá sjóðnum sem myndi hjálpa Íslendingum verulega. Kostnaður við slíka lánalínu er lítill en hún yrði til staðar ef á þyrfti að halda.

Már segir að til að fá aðgang að slíkri varúðarlánalínu þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Eitt þeirra er að ríkissjóður geti fengið lán á erlendum markaði. Slík lína hinsvegar myndi auðvelda mjög að fá aðgang að erlendum mörkuðum.

Ekki útilokað að AGS verði hér áfram á Íslandi með einhverjum hætti eftir að áætluninni lýkur en það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að sögn Más.

Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á opnum fundi þriggja nefnda Alþingis sem nú stendur yfir. Nefndirnar eru efnahags- og skattanefnd, fjárlaganefnd og viðskiptanefnd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×