Viðskipti innlent

Íbúðakaup halda áfram að aukast í borginni

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 76. Þar af voru 66 samningar um eignir í fjölbýli, 8 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.  Heildarfjöldinn er nokkuð hærri en meðaltal síðustu 12 vikna sem er 62 samningar á viku.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að heildarveltan í síðustu viku var 1.8 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 23,8 milljónir króna.  Á síðustu 12 vikum hefur heildarveltan verið rúmlega 1,7 milljarðar kr. á viku og meðalupphæð á samning rúmlega 28 milljónir kr.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 3 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 63 milljónir króna og meðalupphæð á samning 15,7 milljónir króna.

Á sama tíma var 9 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 6 samningar um eignir í fjölbýli, 2 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 210 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,3 milljónir króna.

Á sama tíma var 2 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 1 samningur um sérbýli. Heildarveltan var 34 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×