Viðskipti innlent

Hagnaður Arion banka nam 12,6 milljörðum í fyrra

Hagnaður Arion banka á árinu 2010 nam 12,6 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 12,9 milljarða á árinu 2009.

Þetta kemur fram í tilkynningu um uppgjörið. Þar segir að arðsemi eigin fjár var 13,4% á árinu. Eiginfjárhlutfall bankans styrktist um  5,3 prósentustig milli ára og var 19% í árslok 2010 sem er vel yfir mörkum FME.

Heildareignir námu 812,6 milljörðum kr., samanborið við 757,3 milljarða kr. í lok árs 2009. Eigið fé bankans í árslok 2010 var 109,5 milljörðum kr. en nam 90,0 milljörðum kr. í árslok 2009.

„Afkoma ársins 2010 er góð og í samræmi við áætlanir. Arðsemi eigin fjár er vel viðunandi í krefjandi umhverfi. Árið einkenndist að miklu leyti af úrvinnslu í skuldamálum heimila og fyrirtækja. Bankinn hefur náð góðum árangri í þessu mikilvæga verkefni og ætlum við að ljúka úrlausnarmálum á árinu 2011,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.

„Góður framgangur  í úrlausnarmálum felur í sér að óvissuþáttum fækkar og gæði efnahagsreiknings bankans aukast. Grunnrekstur bankans styrktist á árinu og er ég þess fullviss að bankinn er nú vel í stakk búinn til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Ég lít svo á að á árinu 2009 hafi verið róinn lífróður, en á árinu 2010 hafi náðst stöðugleiki í rekstur bankans og  góður árangur í úrvinnslumálum. Jafnframt var stefna bankans til framtíðar mörkuð og skipulag aðlagað. Á árinu 2011 mun úrvinnslumálum ljúka og hefðbundnari bankastarfsemi tekur við sér. Við erum bjartsýn á að á árinu 2012 muni efnahagslífið hafa náð vopnum sínum á ný."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×