Viðskipti innlent

Landsbankinn fundar með starfsmönnum SpKef á mánudag

SpKef. Myndin er úr safni.
SpKef. Myndin er úr safni.
Alls rekur SpKef sextán útibú víðsvegar um landið en þar af eru fjögur byggðarlög einnig með útibú frá Landsbankanum, en tilkynnt var um sameiningu bankanna í dag. Byggðarlögin, sem Landsbankaútibú og Sparisjóðsútibú eru á sama stað, eru Keflavík, Ísafjörður, Grindavík og Ólafsvik. Alls eru afgreiðslustaðir SpKef eru alls sextán.

Það blasir við að hluti af hagræðingaaðgerðum bankans verður að sameina þessi útibú. Alls starfa 150 einstaklingar hjá SpKef en langflestir starfa í höfuðstöðvum bankans í Keflavík, eða um hundrað starfsmenn, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu bankans.

„Við hittum starfsfólkið á mánudaginn. Við viljum fyrst ræða við þau áður en við tölum um framtíð þeirra í fjölmiðlum," sagði Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans þegar hann var spurður út í örlög starfsmannanna og útibúanna.

Sparisjóðurinn var sameinaður úr fjórum eldri sparisjóðum, Sparisjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Vestfirðinga, Sparisjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Ólafsvíkur.


Tengdar fréttir

SpKef og Landsbankinn sameinast

Í hádeginu var undirritaður samningur milli fjármálaráðherra og Landsbanka Íslands um yfirtöku og samruna Landsbankans við Spkef sparisjóð samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×