Viðskipti innlent

Segist ekki hafa mótmælt afhendingu gagnanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ólafsson segist ekki hafa mótmælt afhendingu gagnanna.
Ólafur Ólafsson segist ekki hafa mótmælt afhendingu gagnanna.
Ólafur Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformaður og einn aðaleigenda Kaupþings, segist engar athugasemdir hafa gert við það að gögn frá Kaupþing í Lúxemborg sem sérstakur saksóknari  fór fram á og tengdust rannsókn á Kaupþingssamstæðunni yrðu afhent. Fullyrt hefur verið í fjölmiðlum í dag að Ólafur væri einn þeirra sem hefði mótmælt því að sérstakur saksóknari fengi gögnin afhent.

Í yfirlýsingu frá Ólafi segist hann jafnframt í engu hafa mótmælt að gögn þeirra fyrirtækja sem komu að þeim viðskiptum sem til rannsóknar séu, sem og persónuleg gögn í Kaupþingi, yrðu afhent. Hann hafi hins vegar mótmælt að gögn, sem í engu tengdust umræddum viðskiptum og gögn fyrirtækja sem ekki voru lengur í sinni persónulegu eigu og tengdust ekki þessum viðskiptum, yrðu afhent.

Loks segir Ólafur að húsrannsóknir séu eðlilegur hluti af rannsóknarferli yfirvalda. Jafn sjálfsagt eigi að vera að slíkum húsrannsóknum sé markaður skýr og sanngjarn rammi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×