Viðskipti innlent

Capacent íhugar að höfða meiðyrðamál gegn skiptastjóra

Capacent.
Capacent.
Capacent íhuga að höfða meiðyrðarmál á hendur skiptastjóra félagsins GH1 vegna ítrekaðra yfirlýsinga um lögbrot, en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Capacent sem var send á fjölmiðla vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í morgun.

Á forsíðu Fréttablaðsins í morgun lýsir skiptastjóri GH1 því yfir að hann hafi óskað eftir að efnhagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsaki sölu á rekstri Capacent og staðhæfir að veðsettar eignir hafi verið seldar.

Í fréttinni kom fram að skiptastjóri félagsins GH1, sem áður hét Capacent, hefur farið fram á að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rannsaki kaup á rekstri Capacent á Íslandi. Þykir leika grunur á að veðsettar eignir hafi verið seldar án heimildar veðsala.

Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að kröfu skiptastjóra um lögbann hafi verið hafnað hjá sýslumanni.

Svo segir í tilkynningunni: „Í september 2010 tók viðskiptabanki Capacent ákvörðun um að gjaldfella lán félagsins eftir að viðræður um fjárhagslega endurskipulagningu, er staðið höfðu í á annað ár, leiddu ekki til niðurstöðu. Það blasti við að rekstur félagsins myndi stöðvast og starfsmenn missa vinnu sína.

Ákváðu starfsmenn því að standa saman að stofnun nýs félags er keypti rekstur og vörumerki Capacent. Að félaginu stendur meirihluti starfsmanna Capacent og er eignaraðild mjög dreifð. Með þessu móti var hægt að tryggja áfram störf allra starfsmanna og áframhaldandi þjónustu við viðskiptavini.

Að kaupunum var staðið með eðlilegum hætti. Fráleitt er að halda því fram að keyptar hafi verið veðsettar eignir. Viðskiptakröfur voru veðsettar og sátu þær því eftir í þrotabúinu.

Við kaup á rekstrinum var þess gætt að kaupverð endurspeglaði verðmæti hins keypta og kappkostað að rétt væri staðið að kaupunum. Sé ágreiningur um kaupverð er eðlilegt að leysa úr honum fyrir dómstólum.

Kröfu skiptastjóra um að lögbann yrði sett á notkun vörumerkis Capacent var hafnað af sýslumanni enda engar forsendur fyrir slíku lögbanni."


Tengdar fréttir

Skiptastjóri Capacent vill lögreglurannsókn

Skiptastjóri félagsins GH1, sem áður hét Capacent, hefur farið fram á að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rannsaki kaup á rekstri Capacent á Íslandi. Þykir leika grunur á að veðsettar eignir hafi verið seldar án heimildar veðsala. Þessu vísa forsvarsmenn Capacent alfarið á bug og íhuga meiðyrðamál gegn skiptastjóranum. Félag í eigu starfsmanna keypti í september rekstur og vörumerki Capacent í kjölfar þess að ekki tókst að semja um niðurfellingu á erlendu láni sem hvíldi á fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×