Viðskipti innlent

Már: Langt í land að atvinnuleysi minnki

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að langt sé í land að atvinnuleysi minnki og nái viðunandi stig. Hann reiknar með að slakinn í hagkerfinu verði áfram mikill. Hinsvegar sé atvinnuleysi hætt að vaxa og að hægur efnahagsbati sé hafinn á landinu.

Þetta kom fram í máli Más á opnum fundi þriggja nefnda Alþingis sem nú stendur yfir. Nefndirnar eru efnahags- og skattanefnd, fjárlaganefnd og viðskiptanefnd. Efni fundarins er skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Á fundinum sitja auk seðlabankastjóra,  Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, og Rannveig Sigurðardóttir, ritari peningastefnunefndar.

Már segir að atvinna muni taka að aukast á ný um mitt þetta ár en atvinnuleysið verði áfram hátt í sögulegu samhengi fram á mitt ár 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×