Fleiri fréttir

Erlend staða þjóðarbúsins batnar um rúma 600 milljarða

Erlend staða þjóðarbúsins er talsvert hagfelldari en bráðabirgðatölur Seðlabanka Íslands gáfu til kynna í byrjun þessa mánaðar. Þannig var hrein staða við útlönd að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð neikvæð um 461 milljarða kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 2010 í stað 1.082 milljarða kr. eins og fyrst var talið. Er hér um töluverðan mismun að ræða, eða sem nemur um 621 milljarða kr.

Veltan í dagvöruversluninni jókst í maí

Rannsóknarsetur verslunarinnar birti tölur um veltu í smásöluverslun í maí nú í morgun. Frá fyrri mánuði jókst veltan í dagvöruverslun um 7,6% á föstu verðlagi.

Staða ríkissjóðs heldur áfram að versna

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2010 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um 11,1 milljarða kr. Tekjur reyndust 4,2 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 3,5 milljarða kr. Hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 16,4 miljarða kr. sem er 3,9 milljarða kr. verri staða en á sama tíma í fyrra.

Erum ekki að deyja úr þörf fyrir gjaldeyri

„Samningurinn er rammi sem eykur tiltrú og er ákveðin traustsyfirlýsing,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri um tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamning Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands, sem skrifað var undir í gærmorgun. Hu Xiaolian aðstoðarseðlabankastjóri skrifaði undir fyrir kínverska bankann.

Landsvirkjun er nú hjá Vodafone

Landsvirkjun hefur samið við Vodafone um að annast alla almenna fjarskipta­þjónustu fyrir félagið og dóttur­félögin Landsnet og Landsvirkjun Power næstu fjögur árin. Samningurinn var gerður að undangengnu fyrsta útboði Landsvirkjunar á fjarskiptaþjónustu fyrir félagið.

Velta í smásöluverslun dróst saman í maí

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 3,7% á föstu verðlagi í maí miðað við sama mánuð í fyrra en jókst um 3,4% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum dróst velta dagvöruverslana saman í maí um 3,8% frá sama mánuði árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 7,4% á síðastliðnum 12 mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar á Háskólanum á Bifröst.

Virði útfluttra sjávarafurða 209 milljarðar árið 2009

Virði útfluttra sjávarafurða árið 2009 var 209 milljarðar króna sem er um 42% af heildarvirði alls útflutnings frá landinu samkvæmt skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveg á Íslandi. Þar kemur einnig fram að boðuð fyrningarleið í sjávarútvegi muni hafa þungbær áhrif á greinina.

Heildarskuldir ríkissjóðs eru 99% af landsframleiðslu

Gríðarleg aukning hefur orðið á skuldum ríkissjóðs undanfarið eins og kunnugt er. Í lok fyrsta ársfjórðungs námu þær 1.536 milljörðum kr. sem er næstum þriðjungi hærri fjárhæð en á sama tíma árið 2008. Nema heildarskuldir ríkissjóðs nú um 99% af landsframleiðslu ársins en árið 2008 voru þær um 39% af landsframleiðslu.

Kínasamningur hærri en nemur utanríkisviðskiptum landanna

Fjárhæð gjaldmiðlaskiptasamningsins milli seðlabanka Íslands og Kína er hærri en sem nemur verðmæti utanríkisviðskipta landanna í fyrra. Á síðasta ári nam innflutningur á vörum frá Kína rúmum tuttugu milljörðum króna, eða um 5% af heildarinnflutningi.

Leigusamningum fjölgaði í maí

Í maí síðastliðnum var samtals 705 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst. Þetta er nokkur fjölgun frá fyrri mánuði þegar 625 samningum var þinglýst. Þá er þetta nákvæmlega sami fjöldi leigusamninga og þinglýst var í sama mánuði fyrir ári síðan samkvæmt upplýsingum sem Fasteignaskrár Íslands hefur birt.

Erlend staða Seðlabankans batnaði í maí

Erlend staða Seðlabankans batnaði nokkuð í maí mánuði samanborið við apríl. Staðan batnaði um tæpa sjö milljaða kr. samkvæmt tölum sem birtar hafa verið á vefsíðu bankans.

Skipti hf. hagnast um 5,5 milljarða á sölu Sirus IT

Skipti hf., móðurfélag Símans, hafa selt upplýsingatæknifyrirtækið Sirius IT sem er með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Kaupandi er norska upplýsingafyrirtækið Visma. Kaupverð er trúnaðarmál en með sölunni mun heildarhagnaður Skipta vegna fjárfestingarinnar í Sirius IT nema um 5,5 milljörðum íslenskra króna.

Samningurinn við Kínverja er upp á 66 milljarða

Skrifað hefur verið undir tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamning á milli Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands hinn 9. júní 2010. Fjárhæð samningsins er 66 milljarðar króna eða 3,5 milljarðar kínverskra júan.

Hallinn á rekstri hins opinbera eykst

Á fyrsta ársfjórðungi ársins var hið opinbera var rekið með 24,2 milljarða króna tekjuhalla samanborið við 23,9 milljarða króna tekjuhalla á sama tíma 2009.

Farþegum Icelandair fjölgaði milli ára í maí

Farþegum á vegum Icelandair fjölgaði um 2% í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Hefur farþegum félagsins fjölgað um 8% á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

AGS bannar ríkinu að taka lán í vegagerð

Vegatollar verða innheimtir til að kosta tvöföldun Suðurlandsvegar, Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar á næstu fjórum árum verði frumvarp sem samgönguráðherra mælti fyrir á Alþingi í fyrrakvöld að lögum.

Landsbankinn fer framhjá Kjararáði

Landsbankinn hefur stofnað sérstakt félag utan um dótturfélög sín og kemst þannig hjá því að hlýta úrskurðum Kjararáðs og getur borgað framkvæmdastjórum hærri laun en ella. Fjármálaráðuneytið ætlar að taka málið upp við Bankasýslu ríkisins.

VERT og Ó! sameinast

VERT-markaðsstofa og auglýsingastofan Ó! hafa sameinast undir merkjum VERT-markaðsstofu, segir í tilkynningu sem birt er á vefsíðu VERT. VERT var stofnuð sumarið 2009 en auglýsingastofan Ó! var stofnuð 2003.

Farþegum Icelandair fjölgaði um 2%

Þrátt fyrir eldgosið í Eyjafjallajökli hefur farþegum flugfélagsins Icelandair fjölgað um 2% í maí á milli ára og sætanýting batnaði, samkvæmt frétt frá Icelandair.

Rauðsól dæmd til að greiða 160 milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Rauðsól ehf., sem er eigandi 365 miðla, sem aftur á Vísir.is og Stöð 2, skyldi greiða þrotabúi Íslenskrar afþreyingar ehf. 160 milljónir. Málið snýst um sölu Íslenskrar afþreyingar á 365 miðlum til Rauðsólar árið 2008 en eigandi Rauðsólar er Jón Ásgeir Jóhannesson.

Steypustöðin tekin úr formlegu söluferli

Steypustöðin ehf. hefur verið tekin úr formlegu söluferli en það var Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, sem sá um söluferlið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðengi.

Óljóst hvort laun seðlabankastjóra hafi lækkað

Varaformaður bankaráðs Seðlabankans segir ekki rétt að bankaráð hafi ákveðið að hækka laun seðlabankastjóra umfram úrskurð kjararáðs. Hann getur þó ekki tekið af tvímæli um að úrskurður kjararáðs sé kominn til framkvæmda.

Greining: Spáir 0,5 prósentustiga stýrivaxtalækkun

Greining Íslandsbanka hefur gefið út nýja spá fyrir stýrivexti. Greiningin reiknar með því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka stýrivexti bankans um 0,50 eða 0,75 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 23. júní næstkomandi.

Íbúðalánasjóður heldur vöxtum sínum óbreyttum

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðsins á íbúðabréfum og í samræmi við breytingu á vaxtaálagi ákveðið að útlánavextir sjóðsins verði óbreyttir og verði því sem hér segir: Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,50% og 5,00% á íbúðalánum án uppgreiðsluákvæðis. Þessi ákvörðun tekur gildi í dag, 8. júní 2010.

Óvarlegt að álykta að kreppunni sé lokið

Þrátt fyrir að lítilsháttar hagvöxtur hafi mælst hérlendis tvo ársfjórðunga í röð er óvarlegt að álykta að kreppunni sé lokið. Raunar eru vísbendingar um að hagvöxturinn verði aftur neikvæður á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Hagvöxtur mældist 0,6% milli ársfjórðunga

Landsframleiðsla, og þar með hagvöxtur, er talin hafa aukist um 0,6% að raungildi frá fjórða ársfjórðungi 2009 til fyrsta ársfjórðungs 2010. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 1,3%.

Hópur fjárfesta kaupir ALP bílaleiguna

Samningar hafa tekist um að nýir eigendur eignist bílaleiguna ALP ehf. með yfirtöku skulda og kaupum á nýju hlutafé, en viðskiptin marka lokin á endurskipulagningu félagsins. Samningar eru gerðir með fyrirvara um endanlegt samþykki alþjóðlegu bílaleigufyrirtækjanna AVIS og Budget um tilfærslu á leyfi til nýrra eigenda.

Bankar fresta innheimtu á 3 milljarða fjárkröfu

Bankar sem eiga þriggja milljarða króna fjárkröfur á hendur eitthundrað og fjörutíu Húnvetningum og Strandamönnum vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði héraðsins, hafa frestað því þar til síðar á árinu að hefja innheimtu.

Sala á áfengi dróst saman um 10%

Sala á áfengi dróst saman um 10% í lítrum talið á fyrstu fimm mánuðum ársins ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Ef salan í maí er hins vegar borin saman við sama mánuð í fyrra er samdrátturinn tæplega 17%.

Sjá næstu 50 fréttir