Viðskipti innlent

Sala á áfengi dróst saman um 10%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sala á áfengi hefur dregist saman það sem af er þessu ári.
Sala á áfengi hefur dregist saman það sem af er þessu ári.
Sala á áfengi dróst saman um 10% í lítrum talið á fyrstu fimm mánuðum ársins ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Ef salan í maí er hins vegar borin saman við sama mánuð í fyrra er samdrátturinn tæplega 17%.

Í frétt á vef Vínbúðanna segir að hluti af skýringu á þessum mikla samdrætti sé að 1. júní í fyrra hafi skattar á áfengi hækkað sem hafi haft í för með sér talsvert annríki í Vínbúðunum síðustu daga maímánaðar.

Ef nánar er rýnt í tölur Vínbúðanna sést að sala á blönduðum drykkjum minnkaði mest, eða um rúm 36% en sala á ókrydduðu brennivíni og vodka minnkaði um 26%. Sala á rauðvíni og lagerbjór minnkaði mun minna eða um 9% og sala á hvítvíni minnkaði um 8%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×