Viðskipti innlent

Farþegum Icelandair fjölgaði milli ára í maí

Farþegum á vegum Icelandair fjölgaði um 2% í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Hefur farþegum félagsins fjölgað um 8% á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Þetta kemur fram í flutningstölum Icelandair í maí sem birtar eru á vefsíðu Kauphallarinnar. Þar segir að samtals flutti Icelandair tæplega 111 þúsund farþega í maí og er heildarfjöldi þeirra því rúmlega 416 þúsund frá áramótum en fjöldinn var tæplega 386 þúsund á sama tímabili í fyrra.

Farþegum Air Iceland (Flugfélags Íslands) heldur áfram að fækka í ár. Í maí flutti félagið tæplega 21 þúsund farþega en það er 33% fækkun á milli ára. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur farþegum Air Iceland fækkað um 12% miðað við sama tímabil í fyrra. Í ár eru þeir orðnir tæplega 124 þúsund talsins.

Þá má nefna að fraktflug á vegum Icelandair drógst saman um 6% í maí og 3% ef litið er á fyrstu fimm mánuði ársins. Gistingar á hótelum félagsins drógust saman um 9% í maí. Gistingar hafa aukist um 6% á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×