Viðskipti innlent

Sprotalögin eru lifandi ferli

Stuðningur við sprotafyrirtæki er lifandi ferli, segir iðnaðarráðherra.
Stuðningur við sprotafyrirtæki er lifandi ferli, segir iðnaðarráðherra. Mynd/GVA
„Við vorum sammála um að þetta væri gott fyrsta skref. Við munum vakta hvernig útfærslurnar reynast. En það er ekkert undir sólinni sem bannar að gagnrýna lögin. Þetta er lifandi ferli og klárt frá upphafi að við þurfum að vinna áfram með löggjöfina," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.

Fram kom í Fréttablaðinu í gær gagnrýni á lög um skattaafslátt vegna kaupa á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem tóku gildi um síðustu áramót. Lögin taka ekki til afsláttar vegna kaupa á hlutdeild í sjóðum sem fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum.

Þeir sem Fréttablaðið ræddi við segja lögin gölluð og skila litlu. Nær væri að veita svipaðan skattaafslátt vegna kaupa í sjóðum og var í gildi fyrir áramót. Þá væri sjóðafyrirkomulagið best til þess fallið að draga úr áhættu fjárfesta auk þess sem hætt sé við að núverandi lög geti þyngt rekstur sprotafyrirtækja.

Katrín segir mikilvægt að styðja frekar við sprotafyrirtækin og útilokar ekki að lögin verði bætt við endurskoðun þeirra undir lok næsta árs. „Ég útiloka ekkert," segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×